Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 745, 136. löggjafarþing 358. mál: opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og verðbréfaviðskipti (gagnsæi í störfum Fjármálaeftirlitsins).
Lög nr. 20 23. mars 2009.

Lög um breyting á lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 87/1998, og lögum um verðbréfaviðskipti, nr. 108/2007.


I. KAFLI
Breyting á lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 87/1998, með síðari breytingum.

1. gr.

     Á eftir 9. gr. laganna kemur ný grein, 9. gr. a, sem orðast svo ásamt fyrirsögn:
Gagnsæi í störfum Fjármálaeftirlitsins.
     Fjármálaeftirlitinu er heimilt að birta opinberlega niðurstöður í málum og athugunum er byggjast á lögum þessum, nema ef slík birting verður talin stefna hagsmunum fjármálamarkaðarins í hættu, varðar ekki hagsmuni hans sem slíks eða veldur hlutaðeigandi aðilum tjóni sem ekki er í eðlilegu samræmi við það brot sem um ræðir. Fjármálaeftirlitið skal birta opinberlega þá stefnu sem eftirlitið fylgir við framkvæmd slíkrar birtingar.

II. KAFLI
Breyting á lögum um verðbréfaviðskipti, nr. 108/2007, með síðari breytingum.

2. gr.

     139. gr. laganna fellur brott.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 17. mars 2009.