Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 893, 136. löggjafarþing 407. mál: endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi (hærra endurgreiðsluhlutfall).
Lög nr. 39 6. apríl 2009.

Lög um breyting á lögum um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi, nr. 43/1999, með síðari breytingum.


1. gr.

     Í stað hlutfallstölunnar „14%“ í 1. mgr. 5. gr. laganna kemur: 20%.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.
     Þeir sem fengið hafa endurgreiðsluvilyrði fyrir gildistöku laga þessara eiga þess kost að sækja aftur um endurgreiðsluvilyrði eftir að endurgreiðsluhlutfallið hefur verið hækkað enda sé framleiðsla kvikmyndar eða sjónvarpsefnis ekki hafin.

Samþykkt á Alþingi 2. apríl 2009.