Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 310, 137. löggjafarþing 78. mál: tímabundin ráðning starfsmanna (EES-reglur, ráðningarsamningar).
Lög nr. 84 4. ágúst 2009.

Lög um breytingu á lögum nr. 139/2003, um tímabundna ráðningu starfsmanna.


1. gr.

     Í stað orðanna „innan þriggja vikna“ í 2. mgr. 5. gr. laganna kemur: innan sex vikna.

2. gr.

     Lög þessi eru sett til innleiðingar á tilskipun ráðsins 1999/70/EB, um rammasamninginn um tímabundna ráðningu sem Evrópusamband verkalýðsfélaga (ETUC), Samtök evrópskra iðn- og atvinnurekenda (UNICE) og Evrópusamtök fyrirtækja með opinberri eignaraðild (CEEP) hafa gert, sem vísað er til í 32. lið a XVIII. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 43/2000.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 24. júlí 2009.