Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 503, 138. löggjafarþing 324. mál: sjúkratryggingar (gjaldtaka fyrir dvöl á sjúkrahóteli).
Lög nr. 131 23. desember 2009.

Lög um breyting á lögum nr. 112/2008, um sjúkratryggingar.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 29. gr. laganna:
  1. Við 1. mgr. bætist nýr töluliður sem orðast svo: Dvöl á sjúkrahóteli. Fyrir dvöl á sjúkrahóteli skulu sjúkratryggðir greiða gjald sem nemur að hámarki 20% af kostnaði við gistingu og fæði og skal gjaldið ákveðið með reglugerð sem ráðherra setur.
  2. Á eftir 2. mgr. kemur ný málsgrein sem verður 3. mgr. og orðast svo:
  3.      Þeir sem ekki eru sjúkratryggðir hér á landi samkvæmt lögum þessum skulu greiða gjald fyrir dvöl á sjúkrahóteli sem nemur öllum kostnaði sem til fellur vegna dvalar á sjúkrahóteli í samræmi við reglugerð sem ráðherra setur, nema í gildi sé samningur um þjónustuna við það ríki sem þeir koma frá.


2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 18. desember 2009.