Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1494, 138. löggjafarþing 661. mál: iðnaðarmálagjald (ráðstöfun gjaldsins 2010 og afnám þess).
Lög nr. 124 22. september 2010.

Lög um breyting á lögum nr. 134/1993, um iðnaðarmálagjald, ásamt síðari breytingum, og um ráðstöfun gjaldsins árið 2010.


1. gr.

     3. mgr. 1. gr. laganna fellur brott.

2. gr.

     3. gr. laganna orðast svo:
     Iðnaðarmálagjald vegna rekstrarársins 2009 rennur í ríkissjóð. Tekjunum skal varið til verkefna á sviði menntunar og nýsköpunar í iðnaði eftir því sem nánar er ákveðið í fjárlögum.
     Iðnaðarmálagjald sem innheimtist eftir gildistöku laga þessara en var lagt á vegna rekstrarársins 2008 og fyrr rennur einnig í ríkissjóð og skal ráðstafað með sama hætti.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi. Lög nr. 134/1993, um iðnaðarmálagjald, með síðari breytingum, falla úr gildi frá og með 1. janúar 2011. Lögin skulu þó halda gildi sínu vegna álagningar 2010 á einstaklinga og lögaðila vegna rekstrarársins 2009 og endurákvarðana vegna eldri gjaldára.

Samþykkt á Alþingi 9. september 2010.