Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 668, 139. löggjafarþing 394. mál: fjarskipti (gjaldtökuheimild fyrir tíðniúthlutanir).
Lög nr. 146 22. desember 2010.

Lög um breytingu á lögum nr. 81/2003, um fjarskipti, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
     Við úthlutun eða endurúthlutun á tíðniréttindum á 890,1–914,9/935,1–959,9 MHz og 880–890/925–935 MHz tíðnisviðunum fram til 31. desember 2012 skal taka gjald sem nemur 1.500.000 kr. fyrir hvert úthlutað MHz af tíðnisviði. Innan sömu tímamarka skal fyrir úthlutun eða endurúthlutun tíðniréttinda á 1710,1–1784,9/1805,1–1879,9 MHz tíðnisviðinu taka gjald sem nemur 500.000 kr. fyrir hvert úthlutað MHz af tíðnisviði. Gjaldið miðast við að tíðniréttindin séu gefin út til tíu ára. Sé tíðniréttindum úthlutað til lengri tíma, allt að fimmtán árum, eða skemmri tíma, minnst til eins árs, skal greiða hlutfallslega í samræmi við það. Gjaldið greiðist í ríkissjóð.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 18. desember 2010.