Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 647, 139. löggjafarþing 219. mál: greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi (álagningarstofnar eftirlitsgjalds).
Lög nr. 150 22. desember 2010.

Lög um breyting á lögum um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 99/1999, með síðari breytingum.


1. gr.

     Á eftir 3. málsl. 3. mgr. 4. gr. laganna koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Liggi hvorki ársreikningur né stofnefnahagsreikningur fyrir er heimilt að leggja bráðabirgðaeftirlitsgjald á viðkomandi aðila á grundvelli áætlaðs efnahagsreiknings. Bráðabirgðagjaldið skal endurskoðað þegar ársreikningur eða stofnefnahagsreikningur liggur fyrir.

2. gr.

     5. gr. laganna orðast svo:
     Eftirtaldir eftirlitsskyldir aðilar skulu greiða eftirlitsgjald af álagningarstofni í þeim hlutföllum og stærðum sem hér segir:
  1. Viðskiptabankar, sparisjóðir, lánafyrirtæki og rafeyrisfyrirtæki skulu greiða eftirfarandi hlutföll af eignum samtals, þó eigi lægri fjárhæð en 1.000.000 kr.:
    1. Viðskiptabankar 0,0271%.
    2. Sparisjóðir, lánafyrirtæki og rafeyrisfyrirtæki 0,0244%.
  2. Vátryggingafélög skulu greiða 0,399% af bókfærðum iðgjöldum, þó eigi lægri fjárhæð en 1.000.000 kr.
  3. Félög eða einstaklingar sem stunda vátryggingamiðlun skulu greiða 0,215% af þeim iðgjöldum sem miðlað hefur verið á næstliðnu ári, þó eigi lægri fjárhæð en 450.000 kr.
  4. Verðbréfafyrirtæki skulu greiða 0,147% af eignum samtals, þó aldrei lægri fjárhæð en 1.000.000 kr.
  5. Verðbréfamiðlanir skulu greiða 0,147% af eignum samtals, þó aldrei lægri fjárhæð en 600.000 kr.
  6. Rekstrarfélög verðbréfasjóða og fjárfestingarsjóða og fjárfestingarsjóðir sem gefa út hlutabréf skulu greiða 0,0226% af eignum rekstrarfélags og viðkomandi sjóða samtals, þó aldrei lægri fjárhæð en 1.000.000 kr.
  7. Verðbréfamiðstöðvar skulu greiða 0,91% af rekstrartekjum, þó eigi lægri fjárhæð en 600.000 kr.
  8. Kauphallir skulu greiða 0,69% af rekstrartekjum, þó aldrei lægri fjárhæð en 600.000 kr.
  9. Lífeyrissjóðir skulu samtals greiða 0,0111% af hreinni eign til greiðslu lífeyris. Greiða skal eftirlitsgjaldið sem 950.000 kr. fastagjald vegna þeirra lífeyrissjóða er höfðu hreina eign til greiðslu lífeyris undir einum milljarði króna, 1.530.000 kr. vegna þeirra lífeyrissjóða er höfðu hreina eign til greiðslu lífeyris frá og með einum til tíu milljarða króna, 2.670.000 kr. vegna þeirra lífeyrissjóða er höfðu hreina eign til greiðslu lífeyris frá og með tíu milljörðum til tuttugu og fimm milljarða króna, 4.960.000 kr. vegna þeirra lífeyrissjóða er höfðu hreina eign til greiðslu lífeyris frá og með tuttugu og fimm milljörðum til eitt hundrað milljarða króna og 5.740.000 kr. vegna þeirra lífeyrissjóða er höfðu hreina eign til greiðslu lífeyris þar yfir. Það sem þá er ógreitt af eftirlitsgjaldi skv. 1. málsl. greiðist í hlutfalli við hreina eign til greiðslu lífeyris.
  10. Innlánsdeildir samvinnufélaga skulu greiða fastagjald sem nemur 450.000 kr.
  11. Íbúðalánasjóður skal greiða 0,0039% af eignum samtals, þó eigi lægri fjárhæð en 1.000.000 kr.
  12. Lánasjóður sveitarfélaga ohf. skal greiða 0,00837% af eignum samtals, þó eigi lægri fjárhæð en 600.000 kr.
  13. Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta og öryggissjóðir samkvæmt lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta skulu greiða fastagjald sem nemur 500.000 kr.
  14. Aðilar með innheimtuleyfi samkvæmt innheimtulögum, nr. 95/2008, skulu greiða fastagjald sem nemur 600.000 kr.

     Einstaklingar og lögaðilar, aðrir en fjármálafyrirtæki, sem starfrækja gjaldeyrisskiptastöð eða peninga- og verðmætasendingarþjónustu, sbr. 1. mgr. 25. gr. a laga nr. 64/2006, um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, skulu greiða fastagjald sem nemur 600.000 kr.
     Erlendir vörsluaðilar séreignarsparnaðar sem fengið hafa staðfestingu fjármálaráðuneytis á reglum um viðbótartryggingavernd og séreignarsparnað, sbr. 10. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, skulu greiða fastagjald sem nemur 1.500.000 kr.
     Útibú erlendra eftirlitsskyldra aðila sem fengið hafa starfsleyfi hér á landi skulu greiða eftirlitsgjald samkvæmt viðeigandi tölulið 1. mgr.
     Eignarhaldsfélög á fjármálasviði, eignarhaldsfélög á vátryggingasviði, blönduð eignarhaldsfélög, blönduð eignarhaldsfélög á vátryggingasviði og blönduð eignarhaldsfélög í fjármálastarfsemi skulu greiða fastagjald sem nemur 1.500.000 kr.
     Útgefendur hlutabréfa, sem tekin hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði og markaðstorgi fjármálagerninga hér á landi, skulu greiða fastagjald tengt fjárhæð markaðsvirðis útgefinna hlutabréfa sinna. Greiða skal 300.000 kr. fastagjald vegna hlutabréfa að markaðsvirði undir fimm milljörðum króna, 800.000 kr. vegna hlutabréfa að markaðsvirði frá og með fimm til tuttugu og fimm milljarða króna, 2.400.000 kr. vegna hlutabréfa að markaðsvirði frá og með tuttugu og fimm til eitt hundrað milljarða króna, 4.400.000 kr. vegna hlutabréfa að markaðsvirði frá og með eitt hundrað til fimm hundruð milljarða króna og 6.300.000 kr. vegna hlutabréfa með markaðsvirði yfir fimm hundruð milljörðum króna.
     Útgefendur skuldabréfa, sem tekin hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði og markaðstorgi fjármálagerninga hér á landi, skulu greiða fastagjald tengt fjárhæð markaðsvirðis útgefinna skuldabréfa sinna. Greiða skal 100.000 kr. fastagjald vegna skuldabréfa að markaðsvirði undir einum milljarði króna, 150.000 kr. vegna skuldabréfa að markaðsvirði frá og með einum til fimm milljarða króna, 350.000 kr. vegna skuldabréfa að markaðsvirði frá og með fimm til tíu milljarða króna, 600.000 kr. vegna skuldabréfa að markaðsvirði frá og með tíu til fimmtíu milljarða króna, 850.000 kr. vegna skuldabréfa að markaðsvirði frá og með fimmtíu til tvö hundruð milljarða króna og 1.000.000 kr. vegna skuldabréfa að markaðsvirði yfir tvö hundruð milljörðum króna.
     Eftirlitsgjald skal reiknast í heilum þúsundum króna. Við álagningu skal jafnframt færa álagningarstofna í þúsundir króna.
     Fjármálafyrirtæki sem stýrt er af skilanefnd, slitastjórn eða bráðabirgðastjórn samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, óháð því hvort viðkomandi fyrirtæki hefur starfsleyfi, takmarkað starfsleyfi eða starfsleyfi fyrirtækisins hefur verið afturkallað, greiðir fastagjald. Gjaldið miðast við það starfsleyfi sem fyrirtækið hafði áður en það fór undir yfirráð skilanefndar, slitastjórnar eða bráðabirgðastjórnar og greiðist samkvæmt eftirfarandi sundurliðun, viðskiptabankar 31.500.000 kr., aðrar lánastofnanir 16.500.000 kr. og önnur fjármálafyrirtæki 7.500.000 kr. Gjald samkvæmt þessari málsgrein greiðist þangað til slitum er lokið. Fyrirtæki greiðir eftirlitsgjald samkvæmt viðeigandi töluliðum 1. mgr. þar til það fer undir yfirráð skilanefndar, slitastjórnar eða bráðabirgðastjórnar en hlutfallslega skv. 2. málsl. þessarar málsgreinar frá því tímamarki.

3. gr.

     Lokamálsliður 3. mgr. 6. gr. laganna orðast svo: Hætti eftirlitsskyldur aðili starfsemi áður en eftirlitsgjald er að fullu greitt fellur niður sá hluti gjaldsins sem ekki er kominn í gjalddaga þegar starfsleyfi fellur úr gildi, sbr. þó 9. mgr. 5. gr.

4. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2011.

Samþykkt á Alþingi 18. desember 2010.