Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 958, 139. löggjafarþing 187. mál: ríkisábyrgðir (ábyrgðargjald á grundvelli lánskjara, EES-reglur).
Lög nr. 20 11. mars 2011.

Lög um breyting á lögum nr. 121/1997, um ríkisábyrgðir, með síðari breytingum.


1. gr.

     2. mgr. 6. gr. laganna hljóðar svo:
     Aðilar skv. 1. mgr. skulu greiða í ríkissjóð ábyrgðargjald af þeim skuldbindingum þeirra sem ríkisábyrgð er á. Ábyrgðargjald skal svara að fullu til þeirrar ívilnunar sem viðkomandi aðili nýtur, á grunni ríkisábyrgðar, í formi hagstæðari lánskjara umfram þau kjör sem almennt bjóðast á markaði án ríkisábyrgðar. Ábyrgðargjald samkvæmt málsgrein þessari skal ákveðið á grundvelli mats óháðs aðila á lánskjörum með og án ríkisábyrgðar og skal gjaldið reiknað af höfuðstól gjaldskyldra skuldbindinga eins og hann er að meðaltali á hverju gjaldtímabili, sbr. 8. gr.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 3. mars 2011.