Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1772, 139. löggjafarþing 747. mál: grunnskólar (bættur réttur nemenda o.fl.).
Lög nr. 91 23. júní 2011.

Lög um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008, með síðari breytingum.


1. gr.

     Í stað orðsins „Menntamálaráðherra“ í 4. gr. laganna kemur: Ráðherra; í stað orðsins „menntamálaráðuneyti“ í 4. gr., 2. mgr. 19. gr., 3. mgr. 31. gr., 1. mgr. 34. gr., 1. mgr. og tvívegis í 2. mgr. 38. gr. og 1. mgr. 39. gr. laganna kemur: ráðuneyti; og í stað orðsins „Menntamálaráðuneytið“ í 3. mgr. 46. gr. laganna kemur: Ráðuneyti.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
  1. Við 3. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Áður en barni er ráðstafað í fóstur skal barnaverndarnefnd kanna aðstæður í samráði við skólayfirvöld á viðkomandi stað og leggja mat á möguleika viðkomandi grunnskóla til að koma til móts við þarfir barnsins.
  2. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
  3.      Ráðherra setur reglugerð um framkvæmd þessarar greinar í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga, Barnaverndarstofu og önnur stjórnvöld þar sem m.a. skal kveðið á um skólagöngu fósturbarna, bæði fagleg og fjárhagsleg málefni og samstarf aðila. Úrskurðarnefnd skipuð fulltrúum frá ráðuneyti, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Barnaverndarstofu sker úr um ágreiningsmál.


3. gr.

     Við 2. mgr. 8. gr. laganna bætast þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: Heimilt er, með rökstuddri greinargerð, að sækja tímabundið um undanþágu frá ákvæði þessarar málsgreinar til ráðuneytis. Í greinargerð þarf að koma fram með hvaða hætti verkefnum skólaráðs verði sinnt. Gildar ástæður þurfa að vera fyrir veitingu undanþágu, svo sem fámenni eða sérstaða.

4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 20. gr. laganna:
  1. Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
  2.      Í öllum grunnskólum skal gera ráð fyrir skólasafni eða tryggja með öðrum hætti aðgang nemenda að þjónustu slíks safns sem skal vera upplýsingamiðstöð fyrir nemendur og kennara. Það skal búið bókum og nýsigögnum auk annars safnkosts sem tengist námsgreinum og námssviðum aðalnámskrár grunnskóla.
  3. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Skólahúsnæði.


5. gr.

     2. mgr. 26. gr. laganna orðast svo.
     Á unglingastigi, þ.e. í 8.–10. bekk, skulu nemendur velja námsgreinar og námssvið í allt að fimmtung námstímans samkvæmt nánari viðmiðunum sem settar eru í aðalnámskrá grunnskóla. Skólum er heimilt að skipuleggja mismunandi hlutfall valtíma eftir árgöngum í 8.–10. bekk og binda valið að hluta tilteknum námssviðum.

6. gr.

     Við 28. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Sveitarstjórnum er heimilt að samræma tiltekna leyfisdaga innan skólaársins fyrir alla skóla í sveitarfélaginu, að höfðu samráði við hagsmunaaðila.

7. gr.

     30. gr. laganna orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Skólabragur.
     Öllum aðilum skólasamfélagsins ber að leggja sitt af mörkum til þess að stuðla að og viðhalda góðum starfsanda og jákvæðum skólabrag.
     Skólastjórum og kennurum ber að eiga samráð við foreldra um hegðun, líðan og samskipti barna þeirra. Foreldrum ber með sama hætti að eiga samráð við skólann um skólagöngu barna sinna. Sama á við um aðra forsjáraðila barna í viðkomandi skóla.
     Grunnskólar skulu hafa heildstæða stefnu um það hvernig fyrirbyggja eigi að líkamlegt, andlegt eða félagslegt ofbeldi eigi sér stað í skólastarfi. Skólar skulu einnig hafa áætlun um framkvæmd tilkynningarskyldu samkvæmt barnaverndarlögum, um hvernig brugðist er við tilvikum um einelti, annað ofbeldi og félagslega einangrun. Áætlun skal m.a. framfylgt með því að hver skóli setji sér skólareglur. Í skólareglum skal m.a. kveðið á um almenna umgengni, samskipti, stundvísi, ástundun náms og heilbrigðar lífsvenjur. Þá skal í skólareglum koma fram hvernig skólinn hyggst bregðast við brotum á þeim.
     Ráðherra er heimilt að mæla nánar fyrir um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í reglugerð sem sett er sameiginlega á grundvelli þessarar greinar og 14. gr. Þar skal m.a. mælt fyrir um starfrækslu fagráðs á vegum ráðuneytisins er verði ráðgefandi í eineltismálum.

8. gr.

     Við 4. mgr. 40. gr. laganna bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Heimilt er, með rökstuddri greinargerð, að sækja um tímabundna undanþágu frá einstökum ákvæðum í reglugerð um nemendaverndarráð til ráðuneytis. Gildar ástæður þurfa að vera fyrir veitingu undanþágu, svo sem fámenni eða sérstaða.

9. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 43. gr. laganna:
  1. Við upphafsmálslið 1. mgr. bætist: og framlög til hans.
  2. Við 2. málsl. 1. mgr. bætist: og nánari útfærslu á atriðum í þjónustusamningi skv. 2. mgr.
  3. Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
  4.      Sveitarfélög skulu gera þjónustusamninga við grunnskóla sem falla undir þessa grein. Í samningi skulu koma fram atriði er varða áherslur í starfsemi skólans, mat og eftirlit með gæðum, fjárhagsleg samskipti og atriði sem varða gildi samnings, þar á meðal um reynslutíma. Þá skal í samningi tekin afstaða til þess hvort rekstraraðili hafi heimild til gjaldtöku af foreldrum og að hvaða marki heimildin tekur til kennslu og skólamáltíða. Enn fremur skal gengið frá fyrirkomulagi sérfræðiþjónustu og skólaaksturs, ef við á. Grunnskóli með viðurkenningu ráðuneytisins á rétt á því að sveitarstjórn geri við hann þjónustusamning.
  5. Á eftir orðunum „veitingu hennar“ í 2. málsl. 3. mgr. kemur: form og efni þjónustusamninga, þ.m.t. meðferð rekstrarafgangs af starfsemi skólans sem rekja má til opinberra fjárveitinga; og í stað orðanna „og afturköllun viðurkenningar“ í sama málslið kemur: afturköllun viðurkenningar og riftun þjónustusamnings vegna vanefnda á ákvæðum hans.


10. gr.

     1. málsl. 4. mgr. 46. gr. laganna orðast svo: Ráðherra setur reglugerð um skilyrði til heimakennslu á grunnskólastigi og viðurkenningu grunnskóla samkvæmt þessari grein.

11. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.
     Réttindi skv. 1. málsl. 4. mgr. 26. gr. laganna verða fyrst virk er reglur hafa verið settar um framkvæmd og fyrirkomulag á rétti grunnskólanemenda til að stunda nám í einstökum námsgreinum á framhaldsskólastigi meðan þeir eru í grunnskóla.
     Ráðherra skal við gildistöku laga þessara skipa starfshóp með fulltrúum mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, grunnskóla og framhaldsskóla. Hópurinn skal meta hvernig tryggja megi jafnt aðgengi grunnskólanemenda að áföngum á framhaldsskólastigi óháð búsetu svo og að ekki sé tvígreitt fyrir sömu einingar og gera tillögu að reglum þar um. Þá skal starfshópurinn skoða hvernig megi samræma gæðakröfur og mat framhaldsskóla á einingum með það fyrir augum að tryggja jafnræði nemenda, sbr. 2. málsl. 1. mgr. 13. gr. laganna. Starfshópurinn skal skila ráðherra niðurstöðum eigi síðar en 31. mars 2012 og skal miðað við að réttindi skv. 1. málsl. 4. mgr. 26. gr. laganna verði virk frá og með skólaárinu 2012–2013.

Samþykkt á Alþingi 10. júní 2011.