Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1769, 139. löggjafarþing 828. mál: framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum (framlengdur frestur vegna öskufalls og díoxínmengunar).
Lög nr. 92 23. júní 2011.

Lög um breytingu á lögum nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða W í lögunum:
  1. Eftirfarandi breytingar verða á 1. málsl. 1. mgr.:
    1. Í stað orðanna „fardaga 2012“ kemur: ársloka 2014.
    2. Á eftir orðunum „öskufalls eða jökulflóða“ kemur: eða vegna þess að afurðasala frá lögbýlinu hefur verið bönnuð af ástæðum sem hlutaðeigandi framleiðandi gat ekki haft áhrif á.
  2. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
  3.      Nú hefur framleiðandi fengið greiddar bætur vegna tjóns sem hann á jafnframt rétt á að fá bætt með beingreiðslum samkvæmt þessu ákvæði og er þá heimilt að lækka beingreiðslurnar sem bótunum nemur. Jafnframt er ráðherra heimilt að áskilja að bætur sem framleiðandi kann að eiga rétt á síðar vegna tjónsins renni í ríkissjóð.


2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða X í lögunum:
  1. Í stað orðanna „2010, 2011 og 2012“ í 1. mgr. kemur: 2011, 2012, 2013 og 2014.
  2. Við 1. mgr. bætist: eða vegna þess að afurðasala frá lögbýlinu hefur verið bönnuð af ástæðum sem hlutaðeigandi framleiðandi gat ekki haft áhrif á.
  3. Í stað orðanna „2010, 2011 og 2012“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: 2010, 2011, 2012, 2013 og 2014.
  4. Í stað ártalanna „2007–2009“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: 2007–2010.
  5. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
  6.      Heimilt er að binda ákvörðun um fyrirgreiðslu skv. 1. eða 2. mgr. skilyrði um að bætur sem framleiðandi kann að eiga rétt á frá þriðja aðila renni sem fyrirgreiðslunni nemur í ríkissjóð.


3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 10. júní 2011.