Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 173, 140. löggjafarþing 104. mál: fjármálafyrirtæki (varnarþing í riftunarmálum).
Lög nr. 146 21. október 2011.

Lög um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, með síðari breytingum (varnarþing í riftunarmálum).


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 4. mgr. 103. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „24 mánuðir“ í 2. málsl. kemur: 30 mánuðir.
  2. Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Mál sem slitastjórn höfðar á grundvelli þessa ákvæðis skulu þingfest fyrir þeim héraðsdómi þar sem fjármálafyrirtæki var tekið til slita skv. 3. og 4. mgr. 101. gr.


2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 20. október 2011.