Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1001, 140. löggjafarþing 576. mál: umboðsmaður skuldara (gjaldskyldir aðilar).
Lög nr. 23 22. mars 2012.

Lög um breytingu á lögum um umboðsmann skuldara, nr. 100/2010, með síðari breytingum.


1. gr.

     1. mgr. 5. gr. laganna orðast svo:
     Aðilar sem hafa leyfi til að stunda starfsemi skv. 2. og 3. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, Íbúðalánasjóður, lífeyrissjóðir og vátryggingafélög skulu standa straum af kostnaði við rekstur umboðsmanns skuldara með greiðslu sérstaks gjalds í samræmi við ákvæði laga þessara. Hið sama á við um fjármálafyrirtæki sem er stýrt af skilanefnd, slitastjórn eða bráðabirgðastjórn samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, óháð því hvort viðkomandi fyrirtæki hefur starfsleyfi, takmarkað starfsleyfi eða starfsleyfi þess verið afturkallað, enda stundi það eða hafi stundað starfsemi skv. 2. og 3. tölul. 1. mgr. 3. gr. þeirra laga.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 15. mars 2012.