Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1535, 140. löggjafarþing 663. mál: viðurkenning á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi (reglugerðarheimild fagráðherra).
Lög nr. 63 25. júní 2012.

Lög um breytingu á lögum um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi, nr. 26/2010.


1. gr.

     Á eftir 2. mgr. 9. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
     Ráðherra sem í hlut á, í samræmi við löggjöf og reglur um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands, er heimilt að gefa út reglugerðir með samsvarandi hætti og segir í 2. mgr. fyrir þær starfsstéttir sem undir hann heyra.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 12. júní 2012.