Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1619, 140. löggjafarþing 779. mál: innheimtulög (vörslusviptingar innheimtuaðila).
Lög nr. 78 29. júní 2012.

Lög um breytingu á innheimtulögum, nr. 95/2008, með síðari breytingum (vörslusviptingar innheimtuaðila).


1. gr.

     Við lokamálslið 2. mgr. 1. gr. laganna bætist: þ.m.t. vörslusviptingu.

2. gr.

     Á eftir 6. gr. laganna kemur ný grein, 6. gr. a, er orðast svo:
     Innheimtuaðili skal, hvort sem er við frum- eða milliinnheimtu, afla skriflegs samþykkis skuldara áður en lausafé er tekið úr vörslum skuldara, enda sé skuldari í vanskilum með afborganir eða lánskostnað. Skal innheimtuaðili jafnframt láta skuldara í té afrit skriflegs samþykkis í síðasta lagi samtímis afhendingu lausafjármunar. Liggi slíkt samþykki ekki fyrir verður innheimtuaðili að leita aðfarar eftir reglum aðfararlaga, nr. 90/1989.

3. gr.

     Við 1. mgr. 18. gr. laganna bætist nýr stafliður, b-liður, svohljóðandi: 6. gr. a um vörslusviptingu.

4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 18. júní 2012.