Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1663, 140. löggjafarþing 728. mál: upprunaábyrgð á raforku (EES-reglur).
Lög nr. 81 29. júní 2012.

Lög um breytingu á lögum nr. 30/2008, um upprunaábyrgð á raforku sem framleidd er með endurnýjanlegum orkugjöfum o.fl., með síðari breytingum (innleiðing EES-gerðar).


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „og/eða“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: eða.
  2. Í stað 3. málsl. 1. mgr. koma tveir nýir málsliðir sem hljóða svo: Skal form og efni slíkra upprunaábyrgða vera í samræmi við ákvæði laga þessara og tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/28/EB frá 23. apríl 2009 um að hvetja til notkunar orku frá endurnýjanlegum orkugjöfum og niðurfellingu tilskipana 2001/77/EB og 2003/30/EB og tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2004/8/EB frá 11. febrúar 2004 um að auka samvinnslu raf- og varmaorku sem byggist á eftirspurn eftir notvarma á innri orkumarkaðinum og um breytingu á tilskipun 92/42/EBE. Form upprunaábyrgða skal staðfest af Orkustofnun.
  3. Í stað orðanna „síðustu 3, 6 eða 12“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: síðustu tveggja til tólf.


2. gr.

     Í stað orðanna „tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2001/77/EB frá 27. september 2001 um að auka framleiðslu raforku með endurnýjanlegum orkugjöfum til notkunar á innri raforkumarkaði“ í 1. mgr. 7. gr. laganna kemur: tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/28/EB frá 23. apríl 2009 um að hvetja til notkunar orku frá endurnýjanlegum orkugjöfum og niðurfellingu tilskipana 2001/77/EB og 2003/30/EB.

3. gr.

     10. gr. laganna orðast svo:
     Lög þessi fela í sér innleiðingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/28/EB frá 23. apríl 2009 um að hvetja til notkunar orku frá endurnýjanlegum orkugjöfum og niðurfellingu tilskipana 2001/77/EB og 2003/30/EB eins og hún var tekin upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 162/2011 19. desember 2011.

4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 19. júní 2012.