Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 869, 141. löggjafarþing 456. mál: greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi (álagningarstofnar eftirlitsgjalds).
Lög nr. 132 28. desember 2012.

Lög um breytingu á lögum um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 99/1999, með síðari breytingum (álagningarstofnar eftirlitsgjalds).


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
  1. Í stað „0,0338%“ í a-lið 1. tölul. 1. mgr. kemur: 0,0323%.
  2. Í stað „0,0303%“ í b-lið 1. tölul. 1. mgr. kemur: 0,0292%.
  3. Í stað „0,356%“ í 2. tölul. 1. mgr. kemur: 0,404%.
  4. Í stað „0,192%“ í 3. tölul. 1. mgr. kemur: 0,223%.
  5. Í stað „0,41%“ í 4. og 5. tölul. 1. mgr. kemur: 0,51%.
  6. Í stað „0,033%“, „0,025%“ og „300.000 kr.“ í 6. tölul. 1. mgr. kemur: 0,0344%; 0,015%; og: 200.000 kr.
  7. Í stað „0,7%“ í 7. tölul. 1. mgr. kemur: 0,71%.
  8. Í stað „0,81%“ í 8. tölul. 1. mgr. kemur: 0,82%.
  9. Í stað „0,011%“, „1.140.000 kr.“, „1.720.000 kr.“, „3.000.000 kr.“, „5.580.000 kr.“ og „6.470.000 kr.“ í 9. tölul. 1. mgr. kemur: 0,0114%; 1.200.000 kr.; 1.930.000 kr.; 3.370.000 kr.; 6.260.000 kr.; og: 7.260.000 kr.
  10. Í stað „0,0043%“ í 11. tölul. 1. mgr. kemur: 0,0068%.
  11. Í stað „0,0092%“ í 12. tölul. 1. mgr. kemur: 0,0088%.
  12. 9. mgr. orðast svo:
  13.      Fjármálafyrirtæki sem er stýrt af slitastjórn eða bráðabirgðastjórn samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, óháð því hvort viðkomandi fyrirtæki hefur starfsleyfi, takmarkað starfsleyfi eða starfsleyfi þess hefur verið afturkallað, greiðir fastagjald. Gjaldið miðast við það starfsleyfi sem fyrirtækið hafði áður en það fór undir yfirráð slitastjórnar eða bráðabirgðastjórnar og greiðist samkvæmt eftirfarandi sundurliðun: Viðskiptabankar 6.000.000 kr., aðrar lánastofnanir 3.000.000 kr. og önnur fjármálafyrirtæki 1.000.000 kr. Gjald samkvæmt þessari málsgrein greiðist þangað til slitum er lokið en um gjaldið fer skv. 110. gr. laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl. Fyrirtæki greiðir eftirlitsgjald samkvæmt viðeigandi töluliðum 1. mgr. þar til það fer undir yfirráð slitastjórnar eða bráðabirgðastjórnar en hlutfallslega skv. 2. málsl. þessarar málsgreinar frá því tímamarki.


2. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2013.

Samþykkt á Alþingi 21. desember 2012.