Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 863, 141. löggjafarþing 291. mál: tekjustofnar sveitarfélaga (hlutverk Jöfnunarsjóðs).
Lög nr. 139 28. desember 2012.

Lög um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum (hlutverk Jöfnunarsjóðs og heimild til skerðingar á framlögum hans).


1. gr.

     Í upphafi III. kafla laganna kemur ný grein, 8. gr., svohljóðandi:
     Hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum úr sjóðnum á grundvelli ákvæða laga, reglugerða og vinnureglna sem settar eru um starfsemi sjóðsins. Þá greiðir sjóðurinn framlög til samtaka sveitarfélaga, stofnana þeirra og annarra aðila í samræmi við ákvæði laga.

2. gr.

     8. gr. laganna verður 8. gr. a.

3. gr.

     Í stað tilvísunarinnar „8. gr.“ í a- og b-lið 10. gr., c-, d- og e-lið 11. gr., 2. mgr. 12. gr., 1. mgr. 13. gr. og 1. og 2. mgr. 13. gr. a laganna kemur: 8. gr. a.

4. gr.

     Við 18. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Í reglugerð er heimilt að kveða á um að þau sveitarfélög sem hafa heildarskatttekjur af útsvari og fasteignaskatti sem teljast verulega umfram landsmeðaltal skuli ekki njóta framlaga úr Jöfnunarsjóði skv. d-lið 11. gr. og 1. mgr. 13. gr.

5. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2013.

Samþykkt á Alþingi 21. desember 2012.