Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 934, 141. löggjafarþing 130. mál: almenn hegningarlög (mútubrot).
Lög nr. 5 31. janúar 2013.

Lög um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940, með síðari breytingum (mútubrot).


1. gr.

     Við 18. tölul. 6. gr. laganna bætist: og í viðbótarbókun við þann samning frá 15. maí 2003.

2. gr.

     Við 19. gr. d laganna bætist: og sviptingu réttinda skv. 2. mgr. 68. gr.

3. gr.

     Við 3. mgr. 68. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Sama gildir um lögaðila, en þó skal varanleg svipting réttinda aðeins ákveðin ef brot er stórfellt.

4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 109. gr. laganna:
  1. Á eftir orðunum „opinberum starfsmanni“ í 1. mgr. kemur: alþingismanni eða gerðarmanni.
  2. Í stað orðanna „3 árum“ í 1. mgr. kemur: 4 árum.
  3. 2. mgr. orðast svo:
  4.      Sömu refsingu skal sá sæta sem beinir slíku að erlendum opinberum starfsmanni, erlendum kviðdómanda, erlendum gerðarmanni, manni sem á sæti á erlendu fulltrúaþingi sem hefur stjórnsýslu með höndum, starfsmanni alþjóðastofnunar, manni sem á sæti á þingi slíkrar stofnunar eða á opinberu löggjafarþingi í erlendu ríki, dómara sem á sæti í alþjóðlegum dómstóli eða starfsmanni við slíkan dómstól, í því skyni að fá hann til að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert sem tengist opinberum skyldum hans.


5. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 128. gr. laganna:
  1. Á eftir orðunum „opinber starfsmaður“ í 1. mgr. kemur: alþingismaður eða gerðarmaður.
  2. 2. mgr. orðast svo:
  3.      Sömu refsingu skal sæta erlendur opinber starfsmaður, erlendur kviðdómandi, erlendur gerðarmaður, maður sem á sæti á erlendu fulltrúaþingi sem hefur stjórnsýslu með höndum, starfsmaður alþjóðastofnunar, maður sem á sæti á þingi slíkrar stofnunar eða á opinberu löggjafarþingi í erlendu ríki, dómari sem á sæti í alþjóðlegum dómstóli eða starfsmaður við slíkan dómstól, sem heimtar, tekur við eða lætur lofa sér eða öðrum gjöfum eða öðrum ávinningi, sem hann á ekki tilkall til, í sambandi við framkvæmd starfa síns.


6. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 264. gr. a laganna:
  1. Á eftir orðunum „fyrirtæki í atvinnurekstri“ í 1. og 2. mgr. kemur: þar á meðal fyrirtæki að hluta eða í heild í opinberri eigu.
  2. Í stað orðanna „2 árum“ í 1. og 2. mgr. kemur: 3 árum.


7. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 24. janúar 2013.