Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1399, 141. löggjafarþing 639. mál: virðisaukaskattur (þrengri tímamörk).
Lög nr. 42 5. apríl 2013.

Lög um breytingu á lögum um virðisaukaskatt og lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda (skatteftirlit, skil á virðisaukaskatti).


I. KAFLI
Breyting á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.

1. gr.

     Í stað orðanna „tvö ár“ í 1. mgr. 27. gr. A laganna kemur: tvö uppgjörstímabil.

II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum.

2. gr.

     Við 3. mgr. 29. gr. laganna bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Jafnframt er ríkisskattstjóra heimilt að láta lögreglu stöðva atvinnurekstur launagreiðanda sem hefur ekki sinnt skyldum sínum skv. 2. mgr. 15. gr. eða 1. mgr. 19. gr. Ekki skal beita þessu úrræði nema eftir ítrekuð tilmæli um úrbætur.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 28. mars 2013.