Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 473, 143. löggjafarþing 185. mál: málefni aldraðra (stjórn Framkvæmdasjóðs).
Lög nr. 135 27. desember 2013.

Lög um breytingu á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999, með síðari breytingum (stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra).


1. gr.

     Lokamálsliður 4. gr. laganna fellur brott.

2. gr.

     3. tölul. 5. gr. laganna fellur brott.

3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. laganna:
  1. Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
  2.      Ráðherra skipar stjórn sjóðsins. Skal einn stjórnarmaður tilnefndur af Landssambandi eldri borgara, einn af Sambandi íslenskra sveitarfélaga og einn af fjárlaganefnd Alþingis. Einn stjórnarmaður skal skipaður án tilnefningar og skal hann vera formaður. Varamenn skulu skipaðir á sama hátt og aðalmenn.
  3. Í stað tilvísunarinnar „2. mgr.“ í 2. málsl. 3. mgr. og 6. mgr. kemur: 3. mgr.
  4. Í stað tilvísunarinnar „3. mgr.“ í 2. málsl. 4. mgr. kemur: 4. mgr.
  5. 1. málsl. 5. mgr. orðast svo: Framlög skv. 3. mgr. og húsaleiga skv. 4. mgr. eru ekki veitt nema ráðherra hafi veitt framkvæmda- og rekstrarleyfi skv. 16. gr.


4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:
  1. 2. og 3. málsl. 1. mgr. orðast svo: Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra annast stjórn sjóðsins. Stjórnin hefur sérstakan ritara og skal kostnaður við störf stjórnarinnar greiddur úr Framkvæmdasjóði aldraðra.
  2. 2. mgr. orðast svo:
  3.      Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra gerir árlega tillögur til ráðherra um úthlutun úr sjóðnum.


5. gr.

     Við 1. málsl. 1. mgr. 16. gr. laganna bætist: sem fer með málefni Framkvæmdasjóðs aldraðra.

6. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 20. desember 2013.