Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 534, 143. löggjafarþing 152. mál: sveitarstjórnarlög (eignarhlutir í orkufyrirtækjum).
Lög nr. 10 29. janúar 2014.

Lög um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011, með síðari breytingum (reikningsskil vegna eignarhluta í veitu- og orkufyrirtækjum).


1. gr.

     Ákvæði til bráðabirgða III í lögunum orðast svo:
     Að ósk viðkomandi sveitarfélags er eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga og ráðherra sveitarstjórnarmála skylt við útreikning á afkomu og fjárhagsstöðu þess skv. 64. gr. að undanskilja tekjur, útgjöld, eignir, skuldir og skuldbindingar sem hljótast af eignarhlutum þess í veitu- og orkufyrirtækjum í allt að tíu ár frá gildistöku laganna, enda verði það fyrir umtalsvert meiri útgjöldum og/eða beri umtalsvert meiri skuldir en annars væri vegna eignarhlutanna.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 21. janúar 2014.