Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1276, 143. löggjafarþing 592. mál: loftslagsmál (losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi, EES-reglur).
Lög nr. 52 27. maí 2014.

Lög um breytingu á lögum um loftslagsmál, nr. 70/2012, með síðari breytingum (EES-reglur).


1. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Frestur flugrekenda til að skila skýrslu fyrir árið 2013 samkvæmt ákvæði 21. gr. framlengist um eitt ár, til 31. mars 2015, og skylda flugrekenda til að standa skil á losunarheimildum skv. 17. gr. vegna losunar árið 2013 framlengist til 30. apríl 2015. Ekki verður breyting á skyldu flugrekenda til að vakta losun sína skv. 21. gr.
     Ráðherra skal setja reglugerð til innleiðingar á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 421/2014 um breytingu á tilskipun 2003/87/EB um að koma á fót kerfi fyrir viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda innan Bandalagsins með tilliti til framkvæmdar á alþjóðasamningi um beitingu sameiginlegrar markaðstengdrar heildarráðstöfunar um alþjóðlega losun frá flugi frá árinu 2020.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 16. maí 2014.