Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1259, 143. löggjafarþing 249. mál: útlendingar (EES-reglur og kærunefnd).
Lög nr. 64 27. maí 2014.

Lög um breytingu á lögum nr. 96/2002, um útlendinga, með síðari breytingum (EES-reglur, innleiðing, kærunefnd, hælismál).


1. gr.

     Á eftir 3. gr. laganna koma tvær nýjar greinar er orðast svo, ásamt fyrirsögnum:
     
     a. (3. gr. a.)
Kærunefnd útlendingamála. Hlutverk, valdsvið og skipan.
     Kærunefnd útlendingamála er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem úrskurðar í málum sem til hennar eru kærð á grundvelli 30. gr. Úrskurðum nefndarinnar er ekki unnt að skjóta til æðra stjórnvalds.
     Við úrlausn mála hefur kærunefnd útlendingamála sömu valdheimildir og ráðherra sem úrskurðaraðili á æðra stjórnsýslustigi.
     Ráðherra skipar kærunefnd útlendingamála til fimm ára í senn. Nefndin skal skipuð þremur mönnum og jafnmörgum til vara. Nefndarmenn skulu vera sérfróðir um mál er lög þessi ná til.
     Til þess að hljóta skipun í kærunefnd útlendingamála skulu nefndarmenn fullnægja almennum skilyrðum 6. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins auk þess að fullnægja sérstökum skilyrðum samkvæmt lögum þessum. Heimilt er að framlengja skipun nefndarmanna að fengnu samþykki tilnefningaraðila.
     Ráðherra skipar formann nefndarinnar til fimm ára í senn að undangenginni auglýsingu í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Skal formaður nefndarinnar hafa starfið að aðalstarfi. Hann skal uppfylla starfsgengisskilyrði héraðsdómara. Kjararáð ákveður laun og önnur starfskjör formanns nefndarinnar. Ráðherra ákveður þóknun annarra nefndarmanna. Við val á formanni nefndarinnar skal ráðherra skipa þriggja manna nefnd til að meta hæfi umsækjenda. Nefndin skal láta ráðherra í té skriflega og rökstudda umsögn um umsækjendur um starfið. Í umsögn nefndarinnar skal tekin afstaða til þess hvaða umsækjandi sé hæfastur til að hljóta starfið. Óheimilt er að skipa umsækjanda sem nefndin hefur ekki talið hæfastan meðal umsækjenda. Aðrir nefndarmenn eru skipaðir af ráðherra til fimm ára í senn. Annar skal tilnefndur af Mannréttindaskrifstofu Íslands og hafa sérþekkingu á sviði útlendingamála, einkum hvað varðar dvöl og búsetu útlendinga hér á landi. Hinn skal tilnefndur af Mannréttindastofnun Háskóla Íslands og hafa sérþekkingu á sviði útlendingamála, einkum hvað varðar málefni flóttamanna og rétt til alþjóðlegrar verndar. Varamenn þeirra skulu skipaðir með sama hætti og uppfylla sömu hæfisskilyrði og aðalmenn. Ráðherra ákveður hvor nefndarmanna skuli vera varamaður formanns.
     Formaður kærunefndar útlendingamála hefur yfirstjórn hennar með höndum. Hann fer með fyrirsvar nefndarinnar út á við og ber ábyrgð á fjárhag hennar og daglegum rekstri. Formaður úthlutar málum til meðferðar. Formaður ræður starfsfólk í samræmi við samþykktar fjárheimildir og ákvæði laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Varaformaður er staðgengill formanns og gegnir störfum hans þegar formaður er forfallaður eða fjarstaddur.
     Kærunefndin skal að jafnaði birta úrskurði sína, eða eftir atvikum útdrætti úr þeim, sem fela í sér efnislega niðurstöðu með aðgengilegum og skipulegum hætti. Úrskurðirnir skulu birtir án nafna, kennitalna eða annarra persónugreinanlegra auðkenna aðila að viðkomandi málum. Kærunefnd útlendingamála skal árlega gefa út skýrslu um starfsemi sína. Kostnaður vegna kærunefndar útlendingamála greiðist úr ríkissjóði.
     
     b. (3. gr. b.)
Málsmeðferð fyrir kærunefnd útlendingamála.
     Að jafnaði skulu allir nefndarmenn sitja fundi kærunefndar til að fjalla um hvert mál sem nefndinni berst.
     Nefndinni er heimilt að fela formanni, eða varamanni hans, að úrskurða í málum sem nefndin hefur til meðferðar er varða vegabréfsáritanir, ákvarðanir er varða málsmeðferð hjá Útlendingastofnun og beiðnir um frestun réttaráhrifa ákvarðana Útlendingastofnunar.
     Nefndinni er heimilt að kveðja sérfróða aðila sér til ráðgjafar og aðstoðar við úrskurð í einstökum málum. Skulu þeir starfa með nefndinni við undirbúning og meðferð máls eftir ákvörðun formanns.
     Nefndin skal meta að nýju alla þætti málsins. Hún getur ýmist staðfest ákvörðun að niðurstöðu til, breytt henni eða hrundið að nokkru eða öllu leyti. Þá getur nefndin einnig vísað málinu til meðferðar að nýju til þeirrar stofnunar sem tók þá ákvörðun er kærð var.
     Málsmeðferð skal að jafnaði vera skrifleg en í málum skv. 44. gr., 44. gr. a og 45. gr. og í öðrum málum, þar sem kærunefnd telur ástæðu til, skal umsækjandi eiga þess kost að koma fyrir nefndina og tjá sig um efni máls eða einstök atriði þess eftir atvikum. Þá getur nefndin, telji hún ástæðu til, kallað til aðra en umsækjanda í öðrum málum.
     Formaður, eða varamaður hans, stýrir störfum nefndarinnar við umfjöllun máls. Þegar nefndarmenn eru ekki sammála ræður meiri hluti niðurstöðu máls.
     Ákvæði stjórnsýslulaga gilda um meðferð mála fyrir nefndinni ef ekki er öðruvísi mælt fyrir í lögum þessum.
     Ráðherra er heimilt að kveða nánar um starfshætti og störf kærunefndar útlendingamála í reglugerð.

2. gr.

     Í stað „eða 20. gr.“ í e-lið 5. mgr. 6. gr., „20. gr.“ í 1. mgr. 12. gr. h og „1. mgr. 20. gr.“ í b-lið 1. mgr. 15. gr. laganna kemur: 20. gr. eða 20. gr. a; 20. gr. og 20. gr. a; og: 1. mgr. 20. gr. eða 1. mgr. 20. gr. a.

3. gr.

     Á eftir 7. mgr. 6. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
     Ráðherra setur reglur um íslenskan hluta upplýsingakerfis um vegabréfsáritanir, þar á meðal persónuvernd við skráningu og meðferð upplýsinga í því kerfi. Með íslenskum hluta upplýsingakerfis um vegabréfsáritanir er átt við rafrænt gagnasafn sem starfrækt er hér á landi og tengt sameiginlegu upplýsingakerfi á Schengen-svæðinu.

4. gr.

     Við 4. mgr. 12. gr. f laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Sama gildir um útlending sem uppfyllir skilyrði a–e-liðar 1. mgr. 12. gr. g þó að hann hafi ekki leyfi á þeim grundvelli ef hann hefur dvalið hér á landi í tvö ár hið minnsta vegna málsmeðferðar stjórnvalda um umsókn um hæli.

5. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 18. gr. laganna:
  1. Í stað „b- eða c-lið 1. mgr. 20. gr.“ í e-lið 1. mgr. kemur: c- eða d-lið 1. mgr. 20. gr. eða b- eða c-lið 1. mgr. 20. gr. a.
  2. Á eftir i-lið 1. mgr. kemur nýr stafliður, j-liður, svohljóðandi: endanleg ákvörðun stjórnvalds í Schengen-ríki um frávísun eða brottvísun liggur fyrir á grundvelli þess að ástæða sé til að ætla að hann hafi framið alvarleg afbrot eða vegna rökstudds gruns um að hann muni fremja slík afbrot innan Schengen-svæðisins.


6. gr.

     Í stað 20. gr. laganna koma fjórar nýjar greinar er orðast svo, ásamt fyrirsögnum:
     
     a. (20. gr.)
Brottvísun útlendings án dvalarleyfis.
     Heimilt er að vísa útlendingi úr landi sem er án dvalarleyfis ef:
  1. hann dvelst ólöglega í landinu,
  2. hann hefur brotið alvarlega eða margsinnis gegn einu eða fleiri ákvæðum laganna, hefur af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi gefið efnislega rangar eða augljóslega villandi upplýsingar í máli samkvæmt lögum þessum eða kemur sér hjá að hlíta ákvörðun sem felur í sér að hann skuli yfirgefa landið,
  3. hann hefur á síðustu fimm árum afplánað refsingu erlendis eða verið dæmdur þar til refsingar fyrir háttsemi sem að íslenskum lögum getur varðað fangelsi lengur en þrjá mánuði; samsvarandi gildir um sérstakar ráðstafanir sem ákvarðaðar eru vegna slíkrar refsiverðrar háttsemi,
  4. hann hefur verið dæmdur hér á landi til refsingar eða til að sæta öryggisráðstöfunum fyrir háttsemi sem getur varðað fangelsi lengur en þrjá mánuði eða oftar en einu sinni verið dæmdur á síðustu þremur árum til fangelsisrefsingar,
  5. stjórnvald í Schengen-ríki hefur tekið endanlega ákvörðun um frávísun hans eða brottvísun fyrir brot gegn ákvæðum laga um komu og dvöl útlendinga,
  6. það er nauðsynlegt vegna öryggis ríkisins eða almannahagsmuna.

     Svo framarlega sem 21. gr. á ekki við skal vísa útlendingi úr landi sem er án dvalarleyfis ef:
  1. hann hefur ekki yfirgefið landið innan veitts frests, sbr. 2. mgr. 33. gr.,
  2. honum er ekki veittur frestur til að yfirgefa landið af sjálfsdáðum í samræmi við 2. mgr. 33. gr.:
    1. vegna þess að hætta er á að hann muni koma sér undan framkvæmd ákvörðunar,
    2. vegna þess að umsókn hans um dvalarleyfi eða hæli hefur verið synjað þar sem hún þykir bersýnilega tilhæfulaus eða vegna þess að veittar voru rangar eða villandi upplýsingar,
    3. vegna þess að hann er talinn ógna allsherjarreglu, öryggi ríkisins eða almannahagsmunum, sbr. 2. mgr. 33. gr.

     
     b. (20. gr. a.)
Brottvísun útlendings sem hefur dvalarleyfi.
     Heimilt er að vísa útlendingi úr landi sem hefur dvalarleyfi ef:
  1. hann hefur brotið alvarlega eða margsinnis gegn einu eða fleiri ákvæðum laganna eða af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi gefið efnislega rangar eða augljóslega villandi upplýsingar í máli samkvæmt lögum þessum,
  2. hann hefur á síðustu fimm árum afplánað refsingu í útlöndum eða verið dæmdur þar til refsingar fyrir háttsemi sem að íslenskum lögum getur varðað fangelsi lengur en eitt ár; samsvarandi gildir um sérstakar ráðstafanir sem ákvarðaðar eru vegna slíkrar refsiverðrar háttsemi,
  3. hann hefur verið dæmdur hér á landi til refsingar eða til að sæta öryggisráðstöfunum fyrir háttsemi sem getur varðað fangelsi lengur en eitt ár eða oftar en einu sinni verið dæmdur á síðustu þremur árum til fangelsisrefsingar,
  4. það er nauðsynlegt vegna öryggis ríkisins eða almannahagsmuna.

     Hafi brotið verið framið áður en útlendingi var veitt dvalarleyfi gilda ákvæði 20. gr.
     
     c. (20. gr. b.)
Brottvísun útlendings sem hefur búsetuleyfi.
     Heimilt er að vísa útlendingi úr landi sem hefur búsetuleyfi ef:
  1. hann hefur afplánað refsingu eða verið dæmdur til refsingar fyrir háttsemi sem að íslenskum lögum getur varðað þriggja ára fangelsi eða meira og hefur átt sér stað á síðustu fimm árum erlendis eða á síðasta ári hér á landi; samsvarandi gildir um sérstakar ráðstafanir sem ákvarðaðar eru vegna slíkrar refsiverðrar háttsemi,
  2. það er nauðsynlegt vegna öryggis ríkisins eða almannahagsmuna.

     Hafi brotið verið framið áður en útlendingi var veitt búsetuleyfi gilda ákvæði 20. gr. a.
     
     d. (20. gr. c.)
Áhrif brottvísunar og endurkomubann.
     Við endanlega ákvörðun um brottvísun falla útgefin dvalar-, atvinnu- og búsetuleyfi útlendings úr gildi.
     Brottvísun felur í sér bann við komu til landsins síðar. Endurkomubannið getur verið varanlegt eða tímabundið en skal að jafnaði ekki gilda skemur en tvö ár.
     Samkvæmt umsókn má fella úr gildi endurkomubann enda hafi aðstæður breyst frá því að ákvörðun um brottvísun var tekin. Þegar sérstaklega stendur á, að jafnaði þó ekki fyrr en að tveimur árum liðnum, má samkvæmt umsókn heimila þeim sem vísað hefur verið brott að heimsækja landið án þess þó að endurkomubann falli úr gildi.
     Ráðherra er heimilt með reglugerð að setja frekari reglur um endurkomubann, þar á meðal lengd endurkomubanns.

7. gr.

     21. gr. laganna orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Vernd gegn frávísun og brottvísun. Takmarkanir við ákvörðun um brottvísun.
     Útlendingi, sem fæddur er hér á landi, er óheimilt að vísa frá eða úr landi hafi hann frá fæðingu átt hér óslitið fasta búsetu samkvæmt þjóðskrá.
     Norrænum ríkisborgara, sem búsettur hefur verið hér á landi lengur en þrjá mánuði, má því aðeins vísa frá eða úr landi að refsiverð háttsemi hans geti varðað eins árs fangelsi eða meira.
     Brottvísun skal ekki ákveða ef hún, með hliðsjón af málsatvikum, alvarleika brots og tengslum útlendings við landið, felur í sér ósanngjarna ráðstöfun gagnvart útlendingi eða nánustu aðstandendum hans. Sérstaklega skal taka tillit til þess ef um barn eða nánasta aðstandanda barns er að ræða og skal það sem barni er fyrir bestu haft að leiðarljósi við ákvörðun.
     Ákvæði 1. málsl. 3. mgr. á ekki við þegar brottvísun er nauðsynleg vegna öryggis ríkisins eða almannahagsmuna, sbr. f-lið 1. mgr. 20. gr., d-lið 1. mgr. 20. gr. a og b-lið 1. mgr. 20. gr. b.
     Ráðherra er heimilt með reglugerð að kveða nánar á um mat á aðstæðum skv. 3. mgr.

8. gr.

     Í stað „a–i-lið“ í 1. málsl. 1. mgr. 22. gr. laganna kemur: a–j-lið.

9. gr.

     Á eftir 1. mgr. 23. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
     Ákvarðanir sem varða barn skulu teknar með það sem því er fyrir bestu að leiðarljósi, því tryggður réttur til að tjá skoðanir sínar í málum sem það varðar og tekið tillit til skoðana barnsins í samræmi við aldur þess og þroska.

10. gr.

     Við 30. gr. laganna bætist ný málsgrein, 1. mgr., svohljóðandi:
     Ákvörðun um frávísun á grundvelli k-liðar 1. mgr. 18. gr. og c- og d-liðar 1. mgr. 41. gr. og um brottvísun á grundvelli f-liðar 1. mgr. 20. gr., d-liðar 1. mgr. 20. gr. a, b-liðar 1. mgr. 20. gr. b og 42. gr. er kæranleg til ráðuneytisins. Aðrar ákvarðanir er heimilt að kæra til kærunefndar útlendingamála.

11. gr.

     2. mgr. 30. gr. a laganna fellur brott.

12. gr.

     31. gr. laganna orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Hvenær ákvörðun getur komið til framkvæmda.
     Ákvörðun um frávísun skv. 18. gr. má framkvæma þegar í stað. Synjun á umsókn um endurnýjun dvalarleyfis eða um búsetuleyfi, sem sótt er um innan frests skv. 2. mgr. 14. gr., má ekki framkvæma fyrr en ákvörðunin er endanleg. Sama gildir um ákvörðun um afturköllun skv. 16. gr. og um ákvörðun um brottvísun útlendings sem hefur dvalarleyfi eða búsetuleyfi, EES- eða EFTA-borgara sem hefur skráð sig hér á landi skv. VI. kafla eða norræns ríkisborgara sem hefur dvalist hér á landi lengur en þrjá mánuði. Að öðru leyti gilda ákvæði 29. gr. stjórnsýslulaga um frestun réttaráhrifa.
     Heimilt er að fresta um hæfilegan tíma framkvæmd ákvörðunar sem felur í sér að útlendingur skuli yfirgefa landið ef það telst nauðsynlegt vegna sérstakra aðstæðna hans eða ómögulegt er að framkvæma ákvörðun að svo stöddu.
     Áður en ákvörðun er tekin, sem felur í sér að fylgdarlaust barn skuli yfirgefa landið, skal tryggja barninu aðstoð barnaverndarnefndar til að tryggja að það sem barninu er fyrir bestu sé haft að leiðarljósi. Áður en slík ákvörðun kemur til framkvæmda skal Útlendingastofnun ganga úr skugga um það að í ríkinu sem vísað er til séu til staðar fjölskyldumeðlimir, forsjáraðilar eða fullnægjandi móttökuaðstaða fyrir börn.
     Synjun á umsókn um dvalarleyfi sem sótt er um í fyrsta sinn og á umsókn um endurnýjun sem greinir í 1. mgr. og sótt er um að liðnum fresti skv. 2. mgr. 14. gr. er ekki heimilt að framkvæma fyrr en útlendingnum hefur verið gefinn kostur á að leggja fram kæru.

13. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 32. gr. laganna:
  1. 2. málsl. 3. mgr. fellur brott.
  2. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
  3.      Ákvarðanir í málum skv. c-lið 1. mgr. má ekki framkvæma fyrr en útlendingur hefur fengið færi á að leggja fram kæru eða niðurstaða liggur fyrir í máli þar sem útlendingur hefur óskað eftir frestun réttaráhrifa. Beiðni um frestun réttaráhrifa skal lögð fram innan 24 klukkustunda frá birtingu ákvörðunar. Kærunefnd útlendingamála skal að jafnaði taka afstöðu til framkominnar beiðni um frestun réttaráhrifa innan tveggja virkra daga frá móttöku slíkrar beiðni. Að öðru leyti gilda ákvæði 29. gr. stjórnsýslulaga um frestun réttaráhrifa.


14. gr.

     33. gr. laganna orðast svo:
     Við synjun á umsókn um dvalarleyfi eða endurnýjun á dvalarleyfi þar sem útlendingur er staddur hér á landi skal skýrt kveðið á um heimild hans til áframhaldandi dvalar hér á landi.
     Í málum skv. 1. mgr. og í öðrum tilvikum þar sem útlendingur hefur ekki rétt til dvalar hér á landi eða ákvörðun felur í sér að útlendingur skuli yfirgefa landið skal lagt skriflega fyrir hann að hverfa á brott. Að jafnaði skal útlendingi veittur frestur í sjö til 30 daga til að yfirgefa landið sjálfviljugur. Heimilt er að veita styttri frest eða fella hann niður ef:
  1. hætta er á að útlendingur muni koma sér undan framkvæmd ákvörðunar, sbr. 3. mgr. 33. gr. a,
  2. umsókn útlendings um dvalarleyfi eða hæli telst bersýnilega tilhæfulaus eða hann hefur vísvitandi gefið misvísandi eða rangar upplýsingar við umsókn,
  3. slíkt telst nauðsynlegt vegna öryggis ríkisins eða almannahagsmuna,
  4. útlendingur fellur undir c- eða d-lið 1. mgr. 46. gr. a um að umsókn hans um hæli verði ekki tekin til efnismeðferðar hér á landi,
  5. útlendingi er vísað úr landi á grundvelli b-, c- eða d-liðar 1. mgr. 20. gr., 20. gr. a eða 20. gr. b,
  6. útlendingi er frávísað eða brottvísað á ytri landamærum Schengen-svæðisins.

     Þegar það telst nauðsynlegt vegna sanngirnissjónarmiða er Útlendingastofnun heimilt að veita lengri frest en þann sem tilgreindur er í 2. mgr. Við mat á því hvort veittur skuli lengri frestur skal hvert tilvik kannað sérstaklega með hliðsjón af aðstæðum útlendings.
     Meðan á fresti skv. 2. mgr. stendur eða þegar framkvæmd ákvörðunar hefur verið frestað skv. 31. gr. skal tryggt að útlendingur fái eins og kostur er að dveljast með fjölskyldu sinni, sé hún til staðar í landinu, og fái nauðsynlega heilbrigðisþjónustu og að tekið sé tillit til sérþarfa hans er kunna að vera fyrir hendi vegna viðkvæmrar stöðu hans. Börnum skal einnig tryggður aðgangur að skyldunámi.
     Útlendingur skal tilkynna Útlendingastofnun um fyrirhugaða brottför sína og leggja fram sönnun þess að hann hafi yfirgefið landið. Ef útlendingurinn fer ekki úr landi svo sem fyrir hann er lagt, frestur skv. 2. mgr. er ekki veittur eða líkur eru á að hann muni ekki fara sjálfviljugur má lögregla færa hann úr landi. Ef sérstaklega stendur á má færa útlendinginn til annars lands en þess sem hann kom frá. Ef útlendingur hefur gilda heimild til dvalar í öðru EES- eða EFTA-ríki skal hann fluttur til þess lands. Ákvarðanir sem varða framkvæmd verða ekki kærðar sérstaklega. Útlendingi, sem fellur undir ákvæðið og ekki hefur gild ferðaskilríki, er skylt að afla sér þeirra.
     Málshöfðun fyrir dómstólum til ógildingar á endanlegri ákvörðun um að útlendingur skuli yfirgefa landið frestar ekki framkvæmd hennar. Að kröfu útlendings getur kærunefnd útlendingamála þó ákveðið að fresta réttaráhrifum endanlegrar ákvörðunar sé talin ástæða til þess. Krafa þess efnis skal gerð ekki síðar en sjö dögum frá birtingu endanlegrar ákvörðunar. Frestun á réttaráhrifum skal bundin því skilyrði að útlendingur beri málið undir dómstóla innan fimm daga frá birtingu ákvörðunar um frestun réttaráhrifa úrskurðar og óski eftir að málið hljóti flýtimeðferð. Nú er beiðni um flýtimeðferð synjað og skal þá mál höfðað innan sjö daga frá því að beiðni um það er synjað. Þó getur kærunefnd útlendingamála tekið ákvörðun um að fresta framkvæmd hennar ef sýnt er fram á að verulega breyttar aðstæður hafi skapast frá því að ákvörðun var tekin.
     Lögregla annast framkvæmd ákvarðana um frávísun og brottvísun.
     Ráðherra setur reglugerð um eftirlit með framkvæmd brottvísana.

15. gr.

     Á eftir 33. gr. laganna kemur ný grein, 33. gr. a, er orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Þvingunarúrræði til að tryggja framkvæmd ákvörðunar.
     Til að tryggja að ákvörðun skv. 33. gr. verði framkvæmd og í þeim tilvikum sem ætla má að útlendingur komi sér undan framkvæmd hennar eða útlendingur sýnir af sér hegðun sem gefur til kynna að af honum stafi hætta getur lögregla lagt fyrir útlendinginn að:
  1. tilkynna sig,
  2. afhenda vegabréf eða annað kennivottorð, sbr. 5. gr., og
  3. halda sig á ákveðnu afmörkuðu svæði.

     Fyrirmæli sem greinir í 1. mgr. má því aðeins gefa að ástæða sé til að ætla að útlendingur muni koma sér undan framkvæmd ákvörðunar skv. 33. gr. eða í þeim tilvikum sem útlendingur sýnir af sér hegðun sem gefur til kynna að af honum stafi hætta fyrir samfélagið. Fyrirmælin gilda ekki lengur en í fjórar vikur nema útlendingurinn samþykki það eða dómari ákveði annað samkvæmt reglum um meðferð sakamála.
     Við mat á því hvort ástæða sé til að ætla að útlendingur muni koma sér undan framkvæmd ákvörðunar skv. 33. gr. er heimilt að taka tillit til almennrar reynslu af undankomu. Að öðru leyti ber að taka mið af aðstæðum í sérhverju tilviki. Framkvæma skal heildarmat á aðstæðum í máli útlendings þar sem m.a. er litið til þess hvort:
  1. útlendingur hefur áður komið sér undan framkvæmd ákvörðunar sem fól í sér að hann skyldi yfirgefa landið, t.d. með því að virða ekki veittan frest skv. 2. mgr. 33. gr.,
  2. útlendingur hefur látið uppi andstöðu sína við að yfirgefa landið sjálfviljugur,
  3. útlendingi hefur verið vísað úr landi,
  4. útlendingur hefur verið dæmdur til refsingar eða annarrar öryggisráðstöfunar hér á landi,
  5. útlendingur hefur ekki verið samstarfsfús við að upplýsa hver hann er,
  6. útlendingur hefur forðast eða hindrað undirbúning heimfarar,
  7. útlendingur hefur gefið rangar upplýsingar til stjórnvalda hér á landi vegna umsóknar um dvalarleyfi eða hæli,
  8. útlendingur ber ábyrgð á röskun á friði í eða við móttökustöð eða húsnæði hælisleitenda,
  9. útlendingur er talinn ógna öryggi ríkisins eða almannahagsmunum.

     Ef nauðsyn ber til að tryggja framkvæmd er heimilt að handtaka útlendinginn og úrskurða í gæsluvarðhald samkvæmt lögum um meðferð sakamála, eftir því sem við á. Samsvarandi gildir ef útlendingur gerir ekki það sem nauðsynlegt er til að afla sér ferðaskilríkja, sbr. 5. mgr. 33. gr., og tilgangurinn er að færa útlendinginn fyrir fulltrúa lands sem við á í því skyni að fá útgefin ferðaskilríki.
     Gæsla skal ekki ákveðin lengur en í tvær vikur. Gæslutíma má því aðeins framlengja að útlendingurinn fari ekki sjálfviljugur úr landi og líkur séu á að hann muni annars koma sér undan framkvæmd ákvörðunar sem greinir í 33. gr. Má þá framlengja frestinn í allt að tvær vikur en þó ekki oftar en tvisvar.
     Útlending má hvorki handtaka né úrskurða í gæsluvarðhald ef það, með hliðsjón af eðli máls og atvikum að öðru leyti, mundi fela í sér ósanngjarna ráðstöfun eða dómarinn telur fullnægjandi að útlendingurinn sæti þess í stað úrræðum skv. 1. mgr.
     Þvingunarúrræðum skv. 1. og 4. mgr. má beita þegar ákvörðun um að útlendingur skuli yfirgefa landið er tekin og þegar mál sem getur leitt til slíkrar ákvörðunar er til meðferðar.

16. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 34. gr. laganna:
  1. Í stað „5. mgr. 33. gr.“ í 1. mgr. kemur: 4. mgr. 33. gr. a.
  2. Í stað „3. og 4. mgr. 33. gr.“ í 1. mgr. kemur: 1. og 2. mgr. 33. gr. a.
  3. Í stað „b- og c-lið 1. mgr. 20. gr., b-lið 2. mgr. 21. gr. og 2. mgr. 42. gr.“ í 2. mgr. kemur: c- og d-lið 1. mgr. 20. gr., b- og c-lið 1. mgr. 20. gr. a, a-lið 1. mgr. 20. gr. b og 3. málsl. 2. mgr. 42. gr.
  4. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
  5.      Ráðherra setur nánari reglur um störf og þóknun talsmanna samkvæmt ákvæði þessu.


17. gr.

     Í stað 35.–43. gr. laganna koma 18 nýjar greinar er orðast svo, ásamt fyrirsögnum:
     
     a. (35. gr.)
Gildissvið.
     Ákvæði þessa kafla gilda um rétt útlendinga sem eru ríkisborgarar ríkis sem fellur undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES), hér eftir nefndir EES-borgarar, og stofnsamning Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA), hér eftir nefndir EFTA-borgarar, til að koma til landsins og dveljast hér á landi.
     Ákvæði kaflans gilda einnig um aðstandendur EES- og EFTA-borgara sem fylgja EES- eða EFTA-borgara til landsins eða koma til hans. Ákvæði kaflans gilda enn fremur um aðstandendur íslenskra ríkisborgara sem fylgja íslenskum ríkisborgara eða koma til íslensks ríkisborgara sem snýr aftur til Íslands eftir að hafa nýtt rétt sinn til frjálsrar farar samkvæmt EES-samningnum eða stofnsamningi EFTA í öðru EES- eða EFTA-ríki.
     
     b. (35. gr. a.)
Koma og dvöl.
     Réttur til dvalar samkvæmt ákvæðum þessa kafla veitir rétt til að dveljast hvar sem er á Íslandi nema takmarkanir hafi verið settar samkvæmt lögum þessum eða reglum settum samkvæmt þeim.
     Réttur til dvalar samkvæmt ákvæðum þessa kafla kemur ekki í veg fyrir að útlendingur skv. 1. mgr. 35. gr. fái dvalarleyfi samkvæmt öðrum ákvæðum laganna.
     Útlendingur, sem hvorki er ríkisborgari EES- eða EFTA-ríkis né aðstandandi slíks borgara, má koma til landsins án sérstaks leyfis til að veita þjónustu í allt að 90 starfsdaga á almanaksári sé hann sannanlega starfsmaður þjónustuveitanda á Evrópska efnahagssvæðinu eða í EFTA-ríki.
     Ekki má neita EES- eða EFTA-borgara um að fá að njóta réttinda sinna á þeim grundvelli einum að viðkomandi sé ekki handhafi skráningarvottorðs skv. 39. gr., vottorðs eða skírteinis sem staðfestir rétt til ótímabundinnar dvalar skv. 39. gr. b, skjals sem vottar að umsókn um dvalarskírteini fyrir aðstandendur hafi verið lögð fram eða dvalarskírteinis skv. 39. gr. a þar eð viðkomandi getur fært sönnur á rétt með ýmsum öðrum skjölum.
     Aðstandendur, sem eru ekki EES- eða EFTA-borgarar, skulu vera undanþegnir kvöð um vegabréfsáritun ef þeir eru handhafar gilds dvalarskírteinis skv. 39. gr. a. Slíkar vegabréfsáritanir skulu að öðrum kosti gefnar út án endurgjalds eins fljótt og hægt er og hljóta flýtimeðferð samkvæmt almennum reglum þar um.
     Hafi EES- eða EFTA-borgari, eða aðstandandi sem er ekki EES- eða EFTA-borgari, ekki nauðsynleg ferðaskilríki eða tilskildar vegabréfsáritanir, sé þeirra krafist, skal áður en slíkum einstaklingum er vísað frá gefa þeim tækifæri til að afla nauðsynlegra skjala eða fá þau send innan sanngjarns tíma eða til að fá framburð sinn staðfestan eða fá viðurkennt á annan hátt að þeir falli undir réttinn til frjálsrar farar og dvalar.
     Ráðherra er heimilt að setja frekari fyrirmæli samkvæmt þessu ákvæði í reglugerð, m.a. um flýtimeðferð skv. 5. mgr.
     
     c. (35. gr. b.)
Dvöl aðstandenda EES- eða EFTA-borgara.
     Aðstandandi EES- eða EFTA-borgara, sem fellur undir ákvæði þessa kafla, á rétt til að dveljast með honum hér á landi. Aðstandendur EES- eða EFTA-borgara, sem hafa dvalarrétt eða rétt til ótímabundinnar dvalar hér á landi, skulu óháð ríkisfangi eiga rétt á að stunda atvinnu eða gerast sjálfstætt starfandi einstaklingar hér á landi.
     Aðstandandi EES- og EFTA-borgara er:
  1. maki og sambúðarmaki ef aðilar eru í skráðri sambúð eða sambúð sem er staðfest með öðrum hætti,
  2. niðjar viðkomandi, maka hans eða sambúðarmaka í beinan legg sem eru yngri en 21 árs eða á framfæri EES- eða EFTA-borgarans,
  3. ættingjar viðkomandi, maka eða sambúðarmaka hans í beinan legg sem eru á framfæri EES- eða EFTA-borgarans.

     
     d. (36. gr.)
Réttur til dvalar í allt að þrjá mánuði.
     EES- eða EFTA-borgara, sem framvísar gildu vegabréfi eða kennivottorði, er heimilt að koma til landsins án sérstaks leyfis og dveljast hér á landi í allt að þrjá mánuði frá komu hans til landsins svo lengi sem vera hans verður ekki ósanngjörn byrði á kerfi félagslegrar aðstoðar.
     EES- eða EFTA-borgara, sem fellur undir skilgreiningu 1. mgr. og er í atvinnuleit, er heimilt að dveljast hér á landi í allt að sex mánuði frá komu til landsins. Hið sama gildir um aðstandendur EES- eða EFTA-borgarans.
     Dvöl í öðru norrænu landi skal ekki draga frá dvalartímanum.
     Ákvæði 1. mgr. gildir einnig um aðstandanda EES- eða EFTA-borgara, sem er ekki EES- eða EFTA-borgari, að því tilskildu að aðstandandinn fylgi eða komi til EES- eða EFTA-borgarans og hafi gilt vegabréf.
     Ráðherra er heimilt að setja frekari fyrirmæli samkvæmt þessu ákvæði í reglugerð, m.a. um útreikninga á lengd dvalar. Ráðherra sem fer með málefni félagsþjónustu sveitarfélaga er heimilt að setja frekari fyrirmæli í reglugerð um skilgreiningu hugtaksins ósanngjörn byrði á kerfi félagslegrar aðstoðar, að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga.
     
     e. (36. gr. a.)
Réttur til dvalar lengur en í þrjá mánuði fyrir EES- eða EFTA-borgara.
     EES- eða EFTA-borgari á rétt til dvalar hér á landi lengur en þrjá mánuði ef hann fullnægir einhverju af eftirgreindum skilyrðum:
  1. er launþegi eða sjálfstætt starfandi einstaklingur hér á landi eða,
  2. ætlar að veita eða njóta þjónustu hér á landi og fullnægir jafnframt skilyrðum c-liðar, eftir því sem við á,
  3. hefur nægilegt fé sér til handa og aðstandendum sínum til að verða ekki byrði á kerfi félagslegrar aðstoðar á meðan á dvöl stendur og fellur undir sjúkratryggingu sem ábyrgist alla áhættu meðan dvöl hans hér á landi varir,
  4. er innritaður hjá viðurkenndri námsstofnun með það að meginmarkmiði að öðlast þar menntun eða starfsþjálfun, fellur undir sjúkratryggingu sem ábyrgist alla áhættu meðan dvöl hans hér á landi varir og getur sýnt fram á trygga framfærslu.

     Krefja má EES- eða EFTA-borgara um að framvísa fullnægjandi ferðaskilríkjum og gögnum sem staðfesta að hann uppfylli skilyrði a-, b- eða c-liðar 1. mgr., sbr. þó 4. mgr. 35. gr. a. Þá má krefja EES- eða EFTA-borgara um að framvísa fullnægjandi ferðaskilríkjum og sýna fram á með yfirlýsingu, eða jafngildum aðferðum, að hann uppfylli skilyrði d-liðar 1. mgr., sbr. þó 4. mgr. 35. gr. a.
     EES- eða EFTA-borgari, sem dvelst á landinu, sbr. a-lið 1. mgr., en hættir að vera launþegi eða sjálfstætt starfandi einstaklingur, heldur stöðu sinni sem slíkur við eftirfarandi aðstæður:
  1. á meðan hann er tímabundið óvinnufær vegna veikinda eða slyss,
  2. hann staðfestir að hann sé atvinnulaus án eigin atbeina eftir að hafa unnið við launað starf í meira en eitt ár og er jafnframt í virkri atvinnuleit á grundvelli laga um atvinnuleysistryggingar,
  3. hann staðfestir að hann sé atvinnulaus án eigin atbeina eftir að ráðningarsamningi sem er til skemmri tíma en eins árs er lokið eða hefur án eigin atbeina misst atvinnu á því tímabili og er jafnframt í virkri atvinnuleit á grundvelli laga um atvinnuleysistryggingar; í því tilviki skal hann halda stöðu sinni sem launþegi í a.m.k. sex mánuði,
  4. hefji hann starfsnám; sé ekki um að ræða atvinnuleysi fyrir eigin atbeina skal hann einungis halda stöðu sinni sem launþegi ef starfsnámið tengist fyrra starfi hans.

     Ráðherra er heimilt að setja nánari reglur samkvæmt þessu ákvæði í reglugerð, m.a. um gögn skv. 2. mgr., um skilgreiningu á nægilegu fé, sbr. c-lið 1. mgr., um viðurkenndar námsstofnanir skv. d-lið 1. mgr. og um rétt EES- eða EFTA-borgara sem fellur undir a-lið 1. mgr. til áframhaldandi dvalar að loknu starfi, svo og aðstandenda hans.
     
     f. (37. gr.)
Réttur til dvalar lengur en í þrjá mánuði fyrir aðstandendur sem eru EES- eða EFTA-borgarar.
     EES- eða EFTA-borgara, sem fylgir eða kemur til EES- eða EFTA-borgara sem hefur dvalarrétt skv. a-, b- eða c-lið 1. mgr. 36. gr. a, er heimilt að dveljast á landinu á meðan réttur EES- eða EFTA-borgarans til dvalar varir. Þetta ákvæði hefur ekki áhrif á sjálfstæðan rétt EES- eða EFTA-borgarans til dvalar skv. 36. gr. a.
     EES- eða EFTA-borgari, sem er maki, sambúðarmaki eða barn eða ungmenni yngra en 21 árs og fylgir eða kemur til EES- eða EFTA-borgara sem á rétt til dvalar skv. d-lið 1. mgr. 36. gr. a, má dveljast á landinu á meðan réttur EES- eða EFTA-borgarans til dvalar varir.
     Ef EES- eða EFTA-borgari fer af landi brott eða fellur frá njóta aðstandendur hans sem eru EES- eða EFTA-borgarar réttar til dvalar svo lengi sem þeir uppfylla skilyrði 1. mgr. 36. gr. a. Barn EES- eða EFTA-borgara og það foreldri sem fer með forsjá þess mega dveljast á landinu svo lengi sem barnið er innritað til náms hjá viðurkenndri námsstofnun.
     Þrátt fyrir lögskilnað, ógildingu hjúskapar eða slit á sambúð heldur aðstandandi EES- eða EFTA-borgara dvalarrétti sínum svo lengi sem hann uppfyllir skilyrði 1. mgr. 36. gr. a.
     
     g. (37. gr. a.)
Réttur til dvalar lengur en í þrjá mánuði fyrir aðstandendur EES- eða EFTA-borgara og aðra útlendinga sem eru ekki EES- eða EFTA-borgarar.
     Ákvæði 1. og 2. mgr. 37. gr. gilda, eftir því sem við á, um útlendinga sem eru ekki EES- eða EFTA-borgarar en eru aðstandendur EES- eða EFTA-borgara sem hafa dvalarrétt skv. a-, b- eða c-lið 1. mgr. 36. gr. a. Hið sama gildir um maka, sambúðarmaka eða barn eða ungmenni yngra en 21 árs sem fylgir eða kemur til EES- eða EFTA-borgara sem hefur dvalarrétt skv. d-lið 1. mgr. 36. gr. a.
     Við andlát EES- eða EFTA-borgara heldur aðstandandi sem er ekki EES- eða EFTA-borgari dvalarrétti sínum hafi viðkomandi dvalist á landinu sem aðstandandi EES- eða EFTA-borgara í minnst eitt ár fyrir andlát EES- eða EFTA-borgarans svo lengi sem hann uppfyllir skilyrði a-, b- eða c-liðar 1. mgr. 36. gr. a eða dvelst á landinu sem aðstandandi einstaklings sem uppfyllir þau skilyrði. Barn EES- eða EFTA-borgara og það foreldri sem fer með forsjá þess mega dveljast á landinu ef EES- eða EFTA-borgarinn fer af landi brott eða fellur frá, óháð skilyrðum greinarinnar að öðru leyti, svo lengi sem barnið býr hér á landi og er innritað hjá viðurkenndri námsstofnun.
     Þrátt fyrir lögskilnað, ógildingu eða slit á sambúð heldur maki eða sambúðarmaki EES- eða EFTA-borgara sem er ekki EES- eða EFTA-borgari dvalarrétti sínum svo lengi sem hann uppfyllir skilyrði a-, b- eða c-liðar 1. mgr. 36. gr. a að því tilskildu að:
  1. hjúskapur eða sambúð hafi varað í minnst þrjú ár, þar af eitt ár hér á landi, þegar skilnaður eða ógilding á sér stað eða sambúð er slitið,
  2. forsjá barns EES- eða EFTA-borgarans hafi með samningi eða dómi verið fengin viðkomandi maka eða sambúðarmaka,
  3. viðkomandi maki, sambúðarmaki eða barn/börn hafi orðið fyrir ofbeldi eða annarri alvarlegri misnotkun í hjúskapnum eða sambúðinni,
  4. viðkomandi maki eða sambúðarmaki fái með samkomulagi eða dómi umgengnisrétt við barn hér á landi.

     
     h. (38. gr.)
Réttur EES- eða EFTA-borgara til ótímabundinnar dvalar.
     EES- eða EFTA-borgari, sem skv. 36. gr. a eða 37. gr. hefur dvalist löglega á landinu samfellt í minnst fimm ár, á rétt til ótímabundinnar dvalar hér á landi. Réttur til ótímabundinnar dvalar er óháður skilyrðum 36. gr. a og 37. gr. Réttur til ótímabundinnar dvalar fellur niður dveljist viðkomandi utan landsins lengur en í tvö ár samfellt.
     Dvöl erlendis í skemmri tíma en samtals sex mánuði á ári, dvöl erlendis vegna herþjónustu eða dvöl í eitt skipti að hámarki í eitt ár af ríkum ástæðum, svo sem vegna meðgöngu, fæðingar, alvarlegra veikinda, náms eða starfsnáms eða starfa sem viðkomandi er sendur til í öðru landi, telst ekki rof á samfelldri dvöl skv. 1. mgr.
     EES- eða EFTA-borgari, sem dvalist hefur hér á landi skv. a-lið 1. mgr. 36. gr. a, öðlast rétt til ótímabundinnar dvalar þrátt fyrir að hafa ekki haft samfellda búsetu í fimm ár ef hann:
  1. hefur við starfslok náð lögbundnum ellilífeyrisaldri hér á landi eða hættir í launuðu starfi til að fara snemma á eftirlaun að því tilskildu að hafa dvalist á landinu samfellt lengur en í þrjú ár og starfað hér á landi í minnst tólf mánuði samfellt þegar hann hættir störfum,
  2. hefur dvalist hér á landi í meira en tvö ár samfellt en hefur orðið að hætta störfum sökum varanlegrar örorku eða,
  3. hefur starfað í öðru EES- eða EFTA-ríki eftir að hafa starfað og dvalist hér á landi samfellt í þrjú ár og telst hafa dvalist hér áfram enda hafi hann snúið aftur til heimilis síns hér á landi a.m.k. einu sinni í viku.

     Ef örorka skv. b-lið 3. mgr. er tilkomin vegna vinnuslyss eða atvinnusjúkdóms sem veitir rétt til bóta úr almannatryggingum, að hluta eða að öllu leyti, falla kröfur um lengd dvalar niður.
     EES- eða EFTA-borgari, sem er aðstandandi einstaklings sem nýtur réttar til ótímabundinnar dvalar skv. 3. mgr. og býr hjá honum, öðlast rétt til ótímabundinnar dvalar frá þeim tíma þegar réttur til ótímabundinnar dvalar hins hefst skv. 3. mgr.
     EES- eða EFTA-borgari, sem er aðstandandi einstaklings sem nýtur réttar til dvalar skv. a-lið 1. mgr. 36. gr. a og býr hjá honum, öðlast rétt til ótímabundinnar dvalar við andlát þess fyrrnefnda jafnvel þrátt fyrir að hinn látni hafi ekki öðlast rétt til ótímabundinnar dvalar skv. 1. eða 3. mgr. ef:
  1. hinn látni hafði dvalist á landinu í minnst tvö ár samfellt fyrir andlátið,
  2. hinn látni lést í vinnuslysi eða úr vinnutengdum sjúkdómi.

     Ráðherra er heimilt að setja nánari fyrirmæli samkvæmt þessu ákvæði í reglugerð, m.a. um skilgreiningu á samfelldri dvöl.
     
     i. (38. gr. a.)
Réttur aðstandenda sem eru ekki EES- eða EFTA-borgarar til ótímabundinnar dvalar.
     Aðstandandi EES- eða EFTA-borgara, sem er ekki EES- eða EFTA-borgari en hefur búið með EES- eða EFTA-borgara, sbr. 1. mgr. 37. gr. a, og hefur dvalist löglega á landinu samfellt í fimm ár, öðlast rétt til ótímabundinnar dvalar hér á landi. Hið sama á við um aðstandanda sem er ekki EES- eða EFTA-borgari og hefur dvalist löglega á landinu í minnst fimm ár, sbr. 1. málsl. 2. mgr. eða 3. mgr. 37. gr. a. Réttur til ótímabundinnar dvalar er óháður skilyrðum 36. gr. a. Réttur til ótímabundinnar dvalar fellur niður dveljist viðkomandi utan landsins lengur en í tvö ár samfellt.
     Dvöl erlendis í skemmri tíma en samtals sex mánuði á ári, dvöl erlendis vegna herþjónustu eða dvöl í eitt skipti að hámarki í eitt ár af ríkum ástæðum, svo sem vegna meðgöngu, fæðingar, alvarlegra veikinda, náms eða starfsnáms eða starfa sem viðkomandi er sendur til í öðru landi, telst ekki rof á samfelldri dvöl skv. 1. mgr.
     Réttur til ótímabundinnar dvalar skv. 5. og 6. mgr. 38. gr. gildir einnig um aðstandendur sem eru ekki EES- eða EFTA-borgarar.
     Ráðherra er heimilt að setja nánari fyrirmæli samkvæmt þessu ákvæði í reglugerð, þar á meðal um skilgreiningu á samfelldri dvöl.
     
     j. (39. gr.)
Skráningarvottorð.
     EES- eða EFTA-borgara og aðstandanda hans sem dvelst hér á landi skv. 36. gr. a eða 37. gr. lengur en í þrjá mánuði ber að skrá sig. Frestur til skráningar er þrír mánuðir frá komu til landsins. Skráningarvottorð skal gefið út eins fljótt og unnt er eftir að viðkomandi leggur fram gögn skv. 2. og 3. mgr.
     Við skráningu EES- eða EFTA-borgara skv. 36. gr. a er stjórnvöldum heimilt að óska eftir að hann leggi fram, auk gilds kennivottorðs eða vegabréfs:
  1. staðfestingu á ráðningu frá vinnuveitanda eða sönnun þess að hann sé sjálfstætt starfandi eða bjóði upp á þjónustu, sbr. a- eða b-lið 1. mgr. 36. gr. a,
  2. staðfestingu á sjúkratryggingu og gögn um að hann hafi nægilegt fjármagn til að framfleyta sjálfum sér og aðstandendum sínum, sbr. c-lið 1. mgr. 36. gr. a,
  3. staðfestingu á innritun viðkomandi til náms hjá viðurkenndri menntastofnun, staðfestingu á sjúkratryggingu og gögn um að hann hafi nægilegt fjármagn til að framfleyta sjálfum sér og aðstandendum sínum, sbr. d-lið 1. mgr. 36. gr. a.

     Við skráningu EES- eða EFTA-borgara, sem dvelst á landinu sem aðstandandi skv. 37. gr., er stjórnvöldum heimilt að óska eftir að hann leggi fram, auk gilds kennivottorðs eða vegabréfs:
  1. gögn til staðfestingar á þeim fjölskyldutengslum sem eru grundvöllur dvalarréttar,
  2. skráningarvottorð EES- eða EFTA-borgarans sem útlendingurinn fylgir til landsins eða kemur til,
  3. staðfestingu á framfærslu þegar réttur viðkomandi sem aðstandanda er háður framfærslu hins, sbr. b- og c-lið 2. mgr. 35. gr. b.

     Ráðherra er heimilt að setja frekari fyrirmæli samkvæmt þessu ákvæði í reglugerð, m.a. um framkvæmd skráningar og útgáfu skráningarvottorðs, um gjald sem heimilt er að taka fyrir útgáfu þess og um skyldu EES- eða EFTA-borgara í atvinnuleit til þess að skrá sig fái hann atvinnu eftir að frestur skv. 1. mgr. rennur út.
     
     k. (39. gr. a.)
Dvalarskírteini fyrir útlendinga sem eru ekki EES- eða EFTA-borgarar og eiga rétt til dvalar skv. 37. gr. a.
     Útlendingur, sem dvelst hér á landi skv. 37. gr. a í meira en þrjá mánuði, skal fá útgefið dvalarskírteini. Umsóknarfrestur er þrír mánuðir frá komu til landsins. Staðfesting á umsókn er gefin út um leið og viðkomandi leggur fram gögn skv. 2. mgr.
     Með umsókn um dvalarskírteini fyrir aðstandanda skulu lögð fram eftirtalin gögn:
  1. gilt vegabréf,
  2. gögn til staðfestingar á þeim fjölskyldutengslum sem eru grundvöllur dvalarréttar,
  3. skráningarvottorð EES- eða EFTA-borgarans sem útlendingurinn fylgir til landsins eða kemur til,
  4. staðfesting á framfærslu þegar réttur aðstandanda er háður framfærslu hins, sbr. b- og c-lið 2. mgr. 35. gr. b.

     Umsókn um dvalarskírteini skal afgreidd innan sex mánaða frá því að hún er lögð fram. Gildistími dvalarskírteinis er fimm ár frá útgáfudegi, eða jafnlangur dvalartíma EES- eða EFTA-borgarans ef hann er styttri en fimm ár. Skírteinið fellur úr gildi ef viðkomandi dvelst utan landsins lengur en í sex mánuði á ári nema sérstakar ástæður séu fyrir hendi.
     Útlendingastofnun tekur ákvörðun um útgáfu skírteinis samkvæmt ákvæði þessu, að fenginni umsókn.
     Ráðherra er heimilt að setja nánari fyrirmæli samkvæmt þessu ákvæði í reglugerð, m.a. um framkvæmd skráningar og útgáfu dvalarskírteinis, um gjald sem heimilt er að taka fyrir útgáfu þess, um nauðsynleg gögn, sbr. 2. mgr., um gildistíma dvalarskírteinis og um nánari skilyrði þess að tímabundin dvöl erlendis hafi ekki áhrif á samfellda dvöl, sbr. 3. mgr.
     
     l. (39. gr. b.)
Vottorð og skírteini um rétt til ótímabundinnar dvalar skv. 38. gr. og 38. gr. a.
     EES- eða EFTA-borgari, sem á rétt til ótímabundinnar dvalar hér á landi skv. 38. gr., fær eftir umsókn vottorð um rétt til ótímabundinnar dvalar svo fljótt sem verða má.
     Útlendingur, sem á rétt til fastrar búsetu á landinu skv. 38. gr. a, fær skírteini til staðfestingar á rétti til ótímabundinnar dvalar á grundvelli umsóknar. Umsókn um slíkt skírteini skal afgreidd fyrir lok gildistíma dvalarskírteinis skv. 39. gr. a.
     Ráðherra er heimilt að setja nánari fyrirmæli samkvæmt þessu ákvæði í reglugerð, þar á meðal um framkvæmd skráningar og útgáfu vottorðs og skírteinis um rétt til ótímabundinnar dvalar og um gjald sem heimilt er að taka fyrir útgáfu þeirra.
     
     m. (40. gr.)
Brottfall dvalarréttar EES- eða EFTA-borgara eða aðstandanda hans.
     Réttur til dvalar samkvæmt ákvæðum þessa kafla fellur niður ef útlendingur hefur vísvitandi veitt rangar upplýsingar eða haldið leyndum upplýsingum sem skipta verulega máli, ef um málamyndagerninga að hætti 3. mgr. 13. gr. er að ræða eða dvöl er í öðrum tilgangi en þeim sem samræmist 36. gr. a, 37. gr. eða 37. gr. a. Sama á við ef um aðra misnotkun er að ræða.
     Heimilt er að synja um útgáfu dvalarskírteinis ef rökstuddur grunur er um að til hjúskapar eða sambúðar hafi verið stofnað í þeim tilgangi einum að afla dvalarleyfis og ekki er sýnt fram á annað með óyggjandi hætti eða ef rökstuddur grunur er um að ekki hafi verið stofnað til hjúskapar með vilja beggja hjóna eða ef stofnun hjúskapar brýtur í bága við allsherjarreglu og meginreglur íslenskra laga.
     Réttur til dvalar hér á landi skv. a- eða b-lið 1. mgr. 36. gr. a fellur ekki niður vegna tímabundinna veikinda eða slyss eða ef um er að ræða þvingað atvinnuleysi EES- eða EFTA-borgara eftir að hann hefur starfað hér á landi lengur en eitt ár.
     Útlendingastofnun tekur ákvörðun um hvort réttur til dvalar samkvæmt ákvæðum þessa kafla fellur niður.
     Ráðherra er heimilt að setja nánari fyrirmæli samkvæmt þessu ákvæði í reglugerð, m.a. um takmarkanir á brottfalli dvalarréttar.
     
     n. (40. gr. a.)
Afturköllun dvalarskírteina eða vottorða og skírteina um rétt til ótímabundinnar dvalar.
     Á grundvelli 40. gr. er heimilt að afturkalla skráningarvottorð, dvalarskírteini og vottorð og skírteini um rétt til ótímabundinnar dvalar.
     Skráningarvottorð og dvalarskírteini er einnig heimilt að afturkalla ef skráning er ógild af öðrum ástæðum.
     Vottorð og skírteini, sem nefnd eru í 1. mgr., skulu afturkölluð þegar réttur til dvalar fellur niður skv. 3. málsl. 1. mgr. 38. gr. og 4. málsl. 1. mgr. 38. gr. a.
     Dvalarskírteini útlendings, sem er ekki EES- eða EFTA-borgari, skal afturkalla ef útlendingurinn fær dvalarleyfi samkvæmt öðrum köflum laganna.
     Útlendingastofnun tekur ákvörðun um afturköllun samkvæmt ákvæði þessu.
     
     o. (41. gr.)
Frávísun EES- eða EFTA-borgara eða aðstandanda hans.
     Heimilt er að vísa EES- eða EFTA-borgara og aðstandanda hans frá landi við komu til landsins eða allt að sjö sólarhringum eftir komu ef:
  1. viðkomandi fullnægir ekki reglum sem settar eru um ferðaskilríki eða komu til landsins, sbr. þó 6. mgr. 35. gr. a,
  2. viðkomandi hefur verið vísað úr landi og endurkomubann er enn í gildi og honum hefur ekki verið veitt heimild til að koma til landsins,
  3. um er að ræða háttsemi sem greinir í 1. mgr. 42. gr.,
  4. það er nauðsynlegt vegna allsherjarreglu, almannaöryggis eða almannaheilbrigðis.

     Lögreglustjóri tekur ákvörðun um frávísun skv. a- og b-lið 1. mgr. en Útlendingastofnun skv. c- og d-lið 1. mgr. Nægilegt er að meðferð máls hefjist innan sjö sólarhringa frestsins.
     Ef meðferð máls skv. 1. mgr. hefur ekki hafist innan sjö sólarhringa er heimilt að vísa EES- eða EFTA-borgara frá landi með ákvörðun Útlendingastofnunar samkvæmt ákvæðum b-, c- og d-liðar 1. mgr. innan þriggja mánaða frá komu til landsins.
     
     p. (42. gr.)
Brottvísun EES- eða EFTA-borgara eða aðstandanda hans.
     Heimilt er að vísa EES- eða EFTA-borgara, eða aðstandanda hans, úr landi ef það er nauðsynlegt með skírskotun til allsherjarreglu, almannaöryggis eða almannaheilbrigðis.
     Brottvísun skv. 1. mgr. er heimilt að ákveða ef framferði viðkomandi felur í sér raunverulega, yfirvofandi og nægilega alvarlega ógn gagnvart grundvallarhagsmunum samfélagsins. Ákvörðun um brottvísun skal ekki eingöngu byggjast á almennum forvarnaforsendum. Ef viðkomandi hefur verið dæmdur til refsingar eða sérstakar ráðstafanir ákvarðaðar er brottvísun af þessari ástæðu því aðeins heimil að um sé að ræða háttsemi sem getur gefið til kynna að viðkomandi muni fremja refsivert brot á ný. Fyrri refsilagabrot nægja ekki ein og sér til þess að brottvísun sé beitt.
     Einnig er heimilt að vísa EES- eða EFTA-borgara, eða aðstandanda hans, úr landi ef hann uppfyllir ekki skilyrði um dvöl skv. 36. gr., 36. gr. a, 37. gr. eða 37. gr. a.
     Einstaklingi, sem hefur rétt til dvalar skv. 36. gr., er heimilt að vísa á brott ef það er talið nauðsynlegt til verndar almannaheilbrigði og stjórnvöld hafa gert öryggisráðstafanir varðandi heilbrigði eigin borgara.
     Útlendingastofnun tekur ákvörðun um brottvísun samkvæmt ákvæði þessu.
     
     q. (42. gr. a.)
Endurkomubann EES- eða EFTA-borgara eða aðstandanda hans.
     Brottvísun skv. 1. og 4. mgr. 42. gr. felur í sér bann við komu inn í landið síðar. Endurkomubann getur verið varanlegt eða tímabundið en þó ekki styttra en tvö ár. Við mat á því skal sérstaklega litið til atriða sem talin eru upp í 1. og 2. mgr. 42. gr.
     Samkvæmt umsókn er heimilt að fella endurkomubann úr gildi ef nýjar aðstæður mæla með því og rökstutt er að orðið hafi verulegar breytingar á þeim aðstæðum sem réttlættu ákvörðun um endurkomubann. Taka skal ákvörðun um hvort fella eigi endurkomubann úr gildi innan sex mánaða frá því að umsókn er lögð fram. Sá sem sætir endurkomubanni hefur ekki rétt til að koma til landsins á meðan fjallað er um umsókn hans.
     Við sérstakar aðstæður getur sá sem vísað hefur verið á brott, eftir umsókn, fengið heimild til stuttrar heimsóknar til landsins án þess að endurkomubannið verði fellt úr gildi en þó að jafnaði ekki fyrr en að ári liðnu frá brottvísun.
     Útlendingastofnun tekur ákvörðun um heimild EES- eða EFTA-borgara eða aðstandanda hans sem vísað hefur verið úr landi til endurkomu.
     
     r. (43. gr.)
Takmarkanir á heimild til brottvísunar skv. 42. gr.
     Brottvísun skal þrátt fyrir ákvæði 42. gr. ekki ákveða ef viðkomandi:
  1. hefur rétt til ótímabundinnar dvalar skv. 38. gr. eða 38. gr. a nema alvarlegar ástæður liggi til þess á grundvelli allsherjarreglu eða almannaöryggis,
  2. er EES- eða EFTA-borgari eða aðstandandi hans og hefur haft fasta búsetu hér á landi í tíu ár nema ákvörðun um brottvísun sé tekin á grundvelli brýnna ástæðna er varða almannaöryggi,
  3. er EES- eða EFTA-borgari eða aðstandandi hans undir lögaldri nema ákvörðun um brottvísun sé tekin á grundvelli brýnna ástæðna er varða almannaöryggi; þetta gildir þó ekki um barn ef brottvísun þess er nauðsynleg til að gæta hagsmuna þess eins og kveðið er á um í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins.

     Brottvísun skal ekki ákveða ef það með hliðsjón af málsatvikum og tengslum EES- eða EFTA-borgara eða aðstandanda hans við landið mundi fela í sér ósanngjarna ráðstöfun gagnvart viðkomandi eða nánustu aðstandendum hans. Við matið skal m.a. tekið mið af lengd dvalar á landinu, aldri, heilsufari, félagslegri og menningarlegri aðlögun, fjölskyldu- og fjárhagsaðstæðum og tengslum viðkomandi við heimaland sitt.
     Brottvísun skal ekki vera sjálfkrafa afleiðing þess að EES- eða EFTA-borgari eða aðstandandi hans hafi leitað sér félagslegrar aðstoðar. Þá skal brottvísun aldrei ákveðin af þeirri ástæðu einni að kennivottorð eða vegabréf sé fallið úr gildi.
     Með fyrirvara um ákvæði 42. gr. er ekki heimilt að vísa brott EES- eða EFTA-borgara eða aðstandanda hans ef viðkomandi:
  1. uppfyllir skilyrði a-liðar 1. mgr. 36. gr. a,
  2. er í atvinnuleit, svo lengi sem viðkomandi getur lagt fram sönnun þess að hann sé í virkri atvinnuleit og hafi raunverulega möguleika á því að fá atvinnu.


18. gr.

     Í stað „j-lið 1. mgr. 18. gr., d-lið 1. mgr. 20. gr. eða a-lið 2. mgr. 21. gr.“ í 4. mgr. 45. gr. laganna kemur: k-lið 1. mgr. 18. gr., f-lið 1. mgr. 20. gr., d-lið 1. mgr. 20. gr. a eða b-lið 1. mgr. 20. gr. b.

19. gr.

     Við 5. mgr. 50. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ráðherra er jafnframt heimilt að mæla nánar fyrir í reglugerð um fyrirkomulag og verklag við afgreiðslu umsókna um hæli.

20. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 50. gr. a laganna:
  1. Við 1. málsl. 1. mgr. bætist: eða Útlendingastofnun.
  2. 1. málsl. 3. mgr. orðast svo: Hafi umsókn um hæli verið lögð fram hjá lögreglu skal Útlendingastofnun strax gert viðvart um að hælisumsókn hafi borist.


21. gr.

     Við 50. gr. b laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Ráðherra getur falið einu tilteknu lögregluembætti eða alþjóðadeild ríkislögreglustjóra að annast rannsókn samkvæmt ákvæði þessu.

22. gr.

     Á eftir 2. mgr. 50. gr. d laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
     Í málum þeim sem greinir í b-lið 1. mgr. er Útlendingastofnun heimilt að styðjast við lista yfir ríki sem almennt eru álitin örugg upprunaríki. Með öruggu upprunaríki er átt við ríki þar sem einstaklingar eiga almennt ekki á hættu að vera ofsóttir eða verða fyrir alvarlegum mannréttindabrotum. Útlendingastofnun er skylt að halda með skipulegum hætti utan um slíkan lista. Skal hann uppfærður reglulega og birtur á vef Útlendingastofnunar.

23. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 56. gr. laganna:
  1. Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
  2.      Ákvæði 1. mgr. á ekki við í þeim tilvikum þegar umsækjandi um hæli er fluttur til annars ríkis sem tekur þátt í samstarfi á grundvelli samninga sem Ísland hefur gert um viðmiðanir og fyrirkomulag við að ákvarða hvaða ríki skuli fara með beiðni um hæli sem lögð er fram á Íslandi eða í einhverju samningsríkjanna, um að taka við umsækjanda, sbr. d-lið 1. mgr. 46. gr. a.
  3. Í stað „42. gr.“ í 2. mgr. kemur: 41. gr.
  4. Í stað tilvísananna „1. eða 2. mgr.“ í 3. mgr., „2. mgr.“ í 4. mgr. og „2. og 4. mgr.“ í 5. mgr. kemur: 1. eða 3. mgr.; 3. mgr.; og: 3. og 5. mgr.


24. gr.

     Á eftir 58. gr. laganna kemur ný grein, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Innleiðing.
     Innleidd er tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/38/EB um rétt borgara Sambandsins og aðstandenda þeirra til frjálsrar farar og dvalar á yfirráðasvæði aðildarríkjanna eins og hún var tekin upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 158/2007 frá 7. desember 2007 um breytingu á V. viðauka (Frelsi launþega til flutninga) og VIII. viðauka (Staðfesturéttur) við EES-samninginn frá 2. maí 1992. Jafnframt er innleidd tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/115/EB um sameiginleg viðmið og skilyrði fyrir brottvísunum ríkisborgara utan EES sem dveljast ólöglega á yfirráðasvæði aðildarríkjanna.

25. gr.

     Ákvæði til bráðabirgða III í lögunum, sbr. 5. gr. laga nr. 26/2014, orðast svo:
     Ákvæði a-liðar 1. mgr. 36. gr. a tekur ekki gildi fyrir ríkisborgara Króatíu fyrr en 1. júlí 2015. Þá taka ákvæði 2. mgr. 36. gr. um heimild EES- eða EFTA-útlendings til dvalar án sérstaks leyfis í sex mánuði ef hann er í atvinnuleit ekki gildi fyrir ríkisborgara Króatíu fyrr en 1. júlí 2015.

26. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi. Þó öðlast a- og b-liður 1. gr. (3. gr. a og 3. gr. b) og lokamálsliður 10. gr. gildi 1. janúar 2015.

Ákvæði til bráðabirgða.
I.
     Frá gildistöku laga þessara er ráðherra heimilt að skipa í kærunefnd útlendingamála skv. a-lið 1. gr. (3. gr. a). Þegar formaður nefndarinnar hefur verið skipaður skal hann undirbúa starfsemi hinnar nýju kærunefndar, þ.m.t. starfsmannahald. Þá skal ráðherra setja þær reglur sem kveðið er á um í b-lið 1. gr. (3. gr. b). Við ráðningu starfsfólks í fyrsta sinn, til að sinna störfum hjá kærunefnd útlendingamála, sbr. a-lið 1. gr. (3. gr. a), skal bjóða því starfsfólki ráðuneytisins sem fer með hliðstæð störf starf hjá nefndinni og gilda þá ekki ákvæði 7. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996. Kærunefndin tekur við þeim réttindum og skyldum sem starfsmenn hafa áunnið sér.

II.
     Fram að gildistöku lokamálsliðar 10. gr. er heimilt að kæra ákvarðanir samkvæmt þeim málslið til ráðuneytisins.

Samþykkt á Alþingi 16. maí 2014.