Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 807, 144. löggjafarþing 423. mál: varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum (kostnaður við hættumat).
Lög nr. 127 22. desember 2014.

Lög um breytingu á lögum nr. 49/1997, um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum, með síðari breytingum (hættumat eldgosa, vatnsflóða og sjávarflóða).


1. gr.

     Við 1. mgr. 1. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Jafnframt er heimilt að taka þátt í kostnaði við vinnu á hættumati vegna annarrar náttúruvár eins og nánar greinir í lögum þessum.

2. gr.

     Við 2. málsl. 1. mgr. 4. gr. laganna bætist: eins og það er skilgreint í reglum sem ráðherra setur skv. 6. mgr.

3. gr.

     Í stað 1. málsl. 1. mgr. 13. gr. laganna koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Fé ofanflóðasjóðs, sbr. 12. gr., skal notað til að greiða kostnað við rekstur sjóðsins og ofanflóðanefndar, svo og kostnað við varnir gegn ofanflóðum. Kostnaður við varnir gegn ofanflóðum greiðist sem hér segir.

4. gr.

     Ákvæði til bráðabirgða II í lögunum orðast svo:
     Þrátt fyrir 1. mgr. 13. gr. laganna er heimilt að nota fé ofanflóðasjóðs til að taka þátt í greiðslu kostnaðar við hættumat vegna eldgosa, vatnsflóða og sjávarflóða frá 1. janúar 2015 til 31. desember 2017.

5. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2015.

Samþykkt á Alþingi 16. desember 2014.