Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 782, 144. löggjafarþing 404. mál: uppbygging innviða vegna atvinnustarfsemi í landi Bakka (gildistími laganna).
Lög nr. 131 22. desember 2014.

Lög um breytingu á lögum nr. 41/2013, um heimild til handa ráðherra, f.h. ríkissjóðs, til að fjármagna uppbyggingu innviða vegna atvinnustarfsemi í landi Bakka í Norðurþingi.


1. gr.

     1. mgr. 1. gr. laganna orðast svo:
     Vegna fyrirhugaðrar stofnunar og reksturs atvinnustarfsemi á iðnaðarsvæði í landi Bakka í Norðurþingi, þar sem gert er ráð fyrir verulegri fjárfestingu sem hafi jákvæð þjóðhagsleg, samfélagsleg og efnahagsleg áhrif á Húsavík og nágrenni þess, og í þeim tilgangi að byggja upp nauðsynlega innviði vegna iðnaðarsvæðisins, er:
  1. ráðherra, f.h. ríkissjóðs, heimilt, að fengnum heimildum í fjárlögum, að semja við Vegagerðina um gerð vegtengingar milli Húsavíkurhafnar og iðnaðarsvæðisins á Bakka sem kostar allt að 1.800 millj. kr., miðað við verðlag í lok árs 2012,
  2. ráðherra sem fer með lánsfjármál ríkissjóðs heimilt, f.h. ríkissjóðs, að fengnum heimildum í fjárlögum, að semja við hafnarsjóð Húsavíkurhafnar um víkjandi lán til hafnarframkvæmda fyrir allt að 819 millj. kr., miðað við verðlag í lok árs 2012.


2. gr.

     Í stað ártalsins „2015“ í 3. gr. laganna kemur: 2016.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 16. desember 2014.