Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 805, 144. löggjafarþing 422. mál: úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (aukin skilvirkni).
Lög nr. 139 22. desember 2014.

Lög um breytingu á lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, nr. 130/2011, með síðari breytingum (fjölgun nefndarmanna, afgreiðsla kærumála eldri úrskurðarnefndar).


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
  1. 1. málsl. orðast svo: Ráðherra skipar níu menn í nefndina og sjö til vara.
  2. 4. og 5. málsl. orðast svo: Einn nefndarmanna skal vera staðgengill forstöðumanns og varaformaður nefndarinnar. Hann skal uppfylla sömu hæfisskilyrði og formaður, hafa starfið að aðalstarfi og skipaður til fimm ára að undangenginni auglýsingu í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
  3. Í stað orðanna „Einn skal“ í 9. málsl. kemur: Tveir skulu.


2. gr.

     Við 2. mgr. 3. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Formanni er heimilt að ákveða að úrskurðarnefndin starfi deildaskipt.

3. gr.

     Ákvæði til bráðabirgða I í lögunum orðast svo:
     Staðgengill forstöðumanns úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, sem jafnframt er varamaður formanns úrskurðarnefndarinnar, skal hafa forgangsrétt til stöðu nefndarmanns sem er jafnframt varaformaður úrskurðarnefndarinnar, sbr. 4. og 5. málsl. 2. gr., með starfskjörum samkvæmt úrskurði kjararáðs. Ákvæði 7. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, gilda ekki um starfið.

4. gr.

     Ákvæði til bráðabirgða II í lögunum orðast svo:
     Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála skal taka við og ljúka afgreiðslu þeirra kærumála sem eru óafgreidd hjá úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála.

5. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 16. desember 2014.