Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1530, 144. löggjafarþing 791. mál: efling tónlistarnáms (samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga, gildistími bráðabirgðaákvæða o.fl.).
Lög nr. 72 10. júlí 2015.

Lög um breytingar á ýmsum lögum vegna samkomulags milli ríkis og sveitarfélaga um eflingu tónlistarnáms (gildistími bráðabirgðaákvæða o.fl.).


I. KAFLI
Breyting á lögum um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla, nr. 75/1985, með síðari breytingum.

1. gr.

     1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða í lögunum orðast svo:
     Í samræmi við fjárlög fyrir árið 2015 og með vísan til samkomulags milli ríkis og sveitarfélaga um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms frá 13. maí 2011, með síðari breytingum, greiðir ríkissjóður 520 millj. kr. í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga á árinu 2015 til að standa straum af kennslukostnaði að viðbættu álagi fyrir stjórnunarkostnað vegna söngnáms á miðstigi og söng- og hljóðfæranáms á framhaldsstigi.

II. KAFLI
Breyting á lögum um námsgögn, nr. 71/2007, með síðari breytingum.

2. gr.

     Ákvæði til bráðabirgða II í lögunum orðast svo:
     Á árinu 2015 greiðist framlag skv. 1. mgr. 6. gr., 54 millj. kr., af Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, f.h. sveitarfélaga. Framlagið skal innheimt af úthlutun framlaga Jöfnunarsjóðs til sveitarfélaga í hlutfalli við íbúafjölda 1. janúar 2015.

III. KAFLI
Breyting á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008, með síðari breytingum.

3. gr.

     4. mgr. ákvæðis til bráðabirgða II í lögunum orðast svo:
     Þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. 1. mgr. skal framlag samkvæmt þeirri málsgrein, á árinu 2015, 44,6 millj. kr., greitt af Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, f.h. sveitarfélaga. Framlagið skal innheimt af úthlutun framlaga Jöfnunarsjóðs til sveitarfélaga í hlutfalli við íbúafjölda 1. janúar 2015.

IV. KAFLI
Breyting á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum.

4. gr.

     Ákvæði til bráðabirgða XV í lögunum orðast svo:
     Á árinu 2015 greiðir Jöfnunarsjóður sveitarfélaga kostnað sveitarfélaga vegna eftirtalinna verkefna:
  1. Sumardvalarheimilis í Reykjadal, 29,2 millj. kr.
  2. Tölvumiðstöðvar fatlaðra, 8,9 millj. kr.
  3. Vistheimilisins Bjargs, 63,3 millj. kr.
  4. Lausnar á bráðavanda tónlistarskóla sem kenna nemendum á 4. stigi, 30 millj. kr.

     Kostnaður vegna verkefna skv. 1. mgr. skal innheimtur af úthlutun framlaga Jöfnunarsjóðs til sveitarfélaga í hlutfalli við íbúafjölda 1. janúar 2015.

5. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 30. júní 2015.