Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1014, 145. löggjafarþing 25. mál: fæðingar- og foreldraorlof (andvanafæðing).
Lög nr. 18 29. mars 2016.

Lög um breytingu á lögum nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof, með síðari breytingum (andvanafæðing).


1. gr.

     Í stað orðanna „sameiginlegan rétt á fæðingarorlofi í allt að þrjá mánuði“ í 1. málsl. 1. mgr. 12. gr. laganna kemur: sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs í allt að þrjá mánuði hvort um sig.

2. gr.

     Við 1. mgr. 16. gr. og 1. mgr. 21. gr. laganna bætist: eða fæðist andvana eftir 22 vikna meðgöngu.

3. gr.

     Í stað orðanna „sameiginlegan rétt til fæðingarstyrks í allt að þrjá mánuði“ í 1. málsl. 1. mgr. 20. gr. laganna kemur: sjálfstæðan rétt til fæðingarstyrks í allt að þrjá mánuði hvort um sig.

4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 15. mars 2016.