Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1273, 145. löggjafarþing 545. mál: matvæli, slátrun og eftirlit með fóðri (eftirlit, verkaskipting, EES-reglur).
Lög nr. 40 24. maí 2016.

Lög um breytingu á lögum um matvæli, lögum um slátrun og sláturafurðir og lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru (eftirlit, verkaskipting, EES-samningurinn).


I. KAFLI
Breyting á lögum um matvæli, nr. 93/1995, með síðari breytingum.

1. gr.

     A-liður 6. gr. laganna orðast svo: allri frumframleiðslu matvæla, annarra en matjurta.

2. gr.

     Í stað 2. og 3. málsl. 1. mgr. 9. gr. laganna koma fjórir nýir málsliðir, svohljóðandi: Matvælafyrirtæki sem annast frumframleiðslu matjurta þurfa ekki starfsleyfi en skulu tilkynna heilbrigðisnefnd um starfsemi sína. Matvælafyrirtæki sem stunda sauðfjár- eða hrossarækt þurfa ekki starfsleyfi en skulu tilkynna Matvælastofnun um starfsemi sína áður en hún hefst. Matvælafyrirtæki sem framleiða kapla-, geita- eða sauðamjólk skulu hafa starfsleyfi. Matvælafyrirtæki sem annast frumframleiðslu spíra skulu hafa starfsleyfi.

II. KAFLI
Breyting á lögum um slátrun og sláturafurðir, nr. 96/1997, með síðari breytingum.

3. gr.

     17. gr. a laganna orðast svo:
     Ráðherra er heimilt að innleiða með reglugerð heilbrigðisreglur varðandi aukaafurðir dýra og afurðir unnar úr þeim.

III. KAFLI
Breyting á lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, nr. 22/1994, með síðari breytingum.

4. gr.

     5. mgr. 7. gr. laganna orðast svo:
     Ráðherra er heimilt að innleiða með reglugerð heilbrigðisreglur varðandi aukaafurðir dýra og afurðir unnar úr þeim.

5. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 12. maí 2016.