Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1470, 145. löggjafarþing 456. mál: ársreikningar (einföldun og innleiðing ársreikningatilskipunar 2013/34/ESB, EES-reglur).
Lög nr. 73 16. júní 2016.

Lög um breytingu á lögum um ársreikninga, nr. 3/2006, með síðari breytingum (einföldun og innleiðing ársreikningatilskipunar 2013/34/ESB).


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:
  1. 1. mgr. orðast svo:
  2.      Lög þessi gilda um félög með takmarkaðri ábyrgð félagsaðila eins og greinir í 1. og 2. tölul. og félög með ótakmarkaðri ábyrgð félagsaðila eins og greinir í 3. tölul.:
    1. Hlutafélög, einkahlutafélög, samlagshlutafélög, samvinnufélög og samvinnusambönd, sparisjóði og skráð útibú erlendra félaga og sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur, sbr. lög nr. 33/1999.
    2. Félög sem hafa verðbréf sín skráð á skipulegum verðbréfamarkaði í ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins, í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum.
    3. Sameignarfélög og önnur félög með ótakmarkaðri ábyrgð félagsaðila, svo og samlagsfélög, ef félagsaðilar þeirra eru eingöngu félög sem talin eru upp í 1. tölul., sem og samlagsfélög þar sem ábyrgðaraðilar eru félög sem talin eru upp í 1. og 2. tölul. Enn fremur gilda lög þessi um sameignarfélög, og önnur félög með ótakmarkaðri ábyrgð félagsaðila, svo og samlagsfélög, enda séu þau skráð í firmaskrá og séu meðalstór eða stór félög, sbr. ákvæði c- og d-liðar 11. tölul. 2. gr.

  3. Í stað „4. tölul.“ í 2. og 3. mgr. kemur: 3. tölul.


2. gr.

     2. gr. laganna orðast svo:
     Í lögum þessum er merking hugtaka sem hér segir:
  1. Alþjóðlegir reikningsskilastaðlar: Reikningsskilastaðlar (IAS/IFRS) samkvæmt skilgreiningu 2. gr. reglugerðar (EB) nr. 1606/2002 sem framkvæmdastjórn ESB hefur samþykkt skv. 3. gr. reglugerðar (EB) nr. 1606/2002.
  2. Ársreikningaskrá: Skrá sem starfrækt er í því skyni að taka á móti, varðveita og veita aðgang að skilaskyldum gögnum ásamt því að hafa eftirlit með að þessi gögn séu í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og settra reikningsskilareglna.
  3. Ársverk: Jafngildi vinnuframlags eins manns í fullu starfi í eitt ár. Vinna þeirra sem ekki störfuðu allt árið, vinna þeirra sem voru í hlutastarfi, óháð tímalengd, og vinna árstíðabundinna starfsmanna reiknast sem brot af ársverki. Til starfsmanna teljast:
    1. starfsmenn,
    2. eigendur og/eða framkvæmdastjórar sem starfa hjá félaginu.
         Lærlingar eða iðnnemar sem eru í námi eða starfsþjálfun samkvæmt samningi og starfa ekki gegn endurgjaldi teljast ekki til starfsmanna. Sama á við um starfsmenn sem eru í fæðingarorlofi og foreldraorlofi.
  4. Dótturfélag: Félag sem móðurfélag hefur yfirráð yfir, þ.m.t. öll dótturfélög endanlegs móðurfélags.
  5. Eign: Fjármunur sem félag hefur yfirráð yfir á grundvelli viðskipta eða í tengslum við atburði sem hafa átt sér stað og sem talið er að félagið muni hafa fjárhagslegan ávinning af í framtíðinni.
  6. Eignarhaldsfélag: Félag sem hefur það eitt að markmiði að eignast hluti í öðrum félögum og fara með umsýslu þeirra og skila arði af þeim, án þess að taka sjálft beinan eða óbeinan þátt í að reka félögin, þó með fyrirvara um rétt þeirra sem hluthafa.
  7. Eignarhluti: Hlutdeild félagsaðila í hlutafélögum, einkahlutafélögum og eigin fé annarra félaga.
  8. Eignatengd félög: Tvö eða fleiri félög innan samstæðu.
  9. Eining tengd almannahagsmunum:
    1. lögaðili sem er með skráð lögheimili á Íslandi og hefur verðbréf sín skráð á skipulegum verðbréfamarkaði í ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins, í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum,
    2. lífeyrissjóður sem hefur fullgilt starfsleyfi,
    3. lánastofnun eins og hún er skilgreind í lögum um fjármálafyrirtæki,
    4. félag sem hefur starfsleyfi til að reka vátryggingastarfsemi hér á landi samkvæmt lögum um vátryggingastarfsemi.
  10. Fastafjármunir: Eignir sem eru ætlaðar til notkunar í starfsemi fyrirtækis í a.m.k. 12 mánuði frá reikningsskiladegi.
  11. Félag: Félag skv. 1. gr. sem semja skal ársreikning og samstæðureikning samkvæmt lögum þessum:
    1. örfélag: félag sem við uppgjörsdag fer ekki yfir mörkin á a.m.k. tveimur af þremur eftirfarandi viðmiðunum:
      1. heildareignum: 20.000.000 kr.,
      2. hreinni veltu: 40.000.000 kr.,
      3. meðalfjölda ársverka á fjárhagsárinu: 3,
    2. lítið félag: félag sem við uppgjörsdag fer ekki yfir mörkin á a.m.k. tveimur af þremur eftirfarandi viðmiðunum:
      1. heildareignum: 600.000.000 kr.,
      2. hreinni veltu: 1.200.000.000 kr.,
      3. meðalfjölda ársverka á fjárhagsárinu: 50,
    3. meðalstórt félag: félag sem er ekki lítið félag og sem við uppgjörsdag fer ekki yfir mörkin á a.m.k. tveimur af þremur eftirfarandi viðmiðunum:
      1. heildareignum: 3.000.000.000 kr.,
      2. hreinni veltu: 6.000.000.000 kr.,
      3. meðalfjölda ársverka á fjárhagsárinu: 250,
    4. stórt félag: félag sem við uppgjörsdag fer yfir mörkin á a.m.k. tveimur af þremur eftirfarandi viðmiðunum:
      1. heildareignum: 3.000.000.000 kr.,
      2. hreinni veltu: 6.000.000.000 kr.,
      3. meðalfjölda ársverka á fjárhagsárinu: 250,
    5. fara skal með fyrirtæki skv. 1. gr. sem er eining tengd almannahagsmunum sem stórt félag án tillits til hreinnar veltu, niðurstöðutölu efnahagsreiknings eða fjölda ársverka á fjárhagsárinu.
         Við útreikning viðmiðunarmarka móðurfélags skal miða við stærðir í samstæðureikningi fyrir þau félög sem semja slíkan reikning en leggja skal saman viðmiðunarmörk móðurfélags og allra dótturfélaga ef móðurfélagið semur ekki samstæðureikning. Ef hrein velta er ekki lýsandi fyrir starfsemi félags skal miða við aðrar tekjur, þ.m.t. tekjur af fjármálagerningum og söluhagnað.
         Flokkun félaga skal ekki breytast nema félag annaðhvort fari yfir eða undir viðmiðunarmörk viðkomandi og síðastliðins reikningsárs.
  12. Félagsaðili: Hluthafi í hlutafélagi eða eigandi eignarhluta í öðru félagi sem lög þessi taka til.
  13. Fjáreign: Sérhver eign sem felst í reiðufé, rétti samkvæmt samningi til að fá greitt reiðufé eða aðra fjáreign frá öðrum aðila, rétti samkvæmt samningi til að skipta á skjölum við annan aðila með kjörum sem geta verið hagstæð, eða skírteini fyrir hlut í eigu annars aðila.
  14. Fjáreignir tilgreindar á gangvirði gegnum rekstur við upphaflega skráningu: Fjármálagerningar sem ekki teljast vera veltufjáreignir en félag hefur kosið að færa á gangvirði og gangvirðisbreytingar í rekstrarreikning.
  15. Fjárfestingarfasteign: Fasteign, land, bygging eða hluti byggingar, sem ætluð er til öflunar tekna, svo sem til útleigu eða í öðru ágóðaskyni, en ekki til notkunar í rekstri félags við framleiðslu, vörslu vörubirgða, þjónustu í rekstri félagsins, í stjórnunarlegum tilgangi eða til sölu í hefðbundnum rekstrartilgangi.
  16. Fjárfestingarfélag:
    1. félag sem hefur það eitt að markmiði að festa fé sitt í ýmiss konar verðbréfum, fasteignum og öðrum eignum, í því skyni að dreifa áhættu við fjárfestingar og afla félagsaðilum fjárhagslegs ávinnings af umsýslu eignanna,
    2. félag tengt fjárfestingarfélögum með fastafjármuni, ef eina markmið þess er að eignast hluti sem greiddir eru að fullu og gefnir hafa verið út af fjárfestingarfélögum.
  17. Fjármálagerningur: Fjármálagerningur samkvæmt skilgreiningu laga um verðbréfaviðskipti.
  18. Framleiðslukostnaður: Innkaupsverð hráefnis, kostnaðarverð óvaranlegra neysluvara og annar kostnaður sem má rekja til viðkomandi vöru. Sanngjarnt hlutfall fasts kostnaðar eða breytilegs óbeins kostnaðar, sem rekja má til vörunnar, er fellt inn í verðið að því marki sem slíkur kostnaður tengist framleiðslutímabilinu. Dreifingarkostnaður fellur þó ekki undir þessa skilgreiningu.
  19. Gangvirði: Verðið sem fengist við sölu á eign eða yrði greitt við yfirfærslu skuldar í eðlilegum viðskiptum á milli markaðsaðila á matsdegi.
  20. Glögg mynd: Glögg mynd felst í áreiðanlegri framsetningu á áhrifum viðskipta, öðrum atburðum og skilyrðum í samræmi við skilgreiningar og reglur um skráningu eigna, skulda, tekna og gjalda sem fram koma í lögum þessum, reglugerðum og settum reikningsskilareglum.
  21. Hlutdeild: Réttur til eigin fjár annarra félaga, hvort sem skírteini hefur verið gefið út fyrir honum eða ekki, sem ætlað er að efla starfsemi félagsins sem réttinn á með því að mynda varanleg tengsl við þau. Eignarhald á hluta af eigin fé annars félags telst hlutdeild ef það er a.m.k. 20%.
  22. Hlutdeildarfélag: Félag, þó ekki dótturfélag, sem annað félag á hlutdeild í og það félag hefur veruleg áhrif á rekstrar- og fjármálastefnu hins félagsins. Félag er álitið hafa veruleg áhrif í öðru félagi ef það á 20% eða meira af atkvæðisrétti félagsaðila í því fyrirtæki.
  23. Hrein velta: Tekjur af sölu og þjónustu í reglulegri starfsemi að frádregnum afslætti og sköttum sem tengjast sölunni beint.
  24. Kaupverð: Verð sem greiða skal og útgjöld sem falla til að frádregnum hugsanlegum lækkunum sem verða á kostnaðarverði þess sem keypt er.
  25. Langtímakröfur og áhættufjármunir: Kröfur eða aðrar fjárfestingar sem reiknað er með að verði áfram í eign viðkomandi í a.m.k. eitt ár. Langtímakröfur og áhættufjármunir í ársreikningum fyrirtækja eru hlutabréf í öðrum félögum, önnur verðbréf, ásamt öðrum sérstaklega skilgreindum langtímakröfum.
  26. Langtímaskuldir: Allar aðrar skuldir en þær sem falla undir ákvæði 37. tölul.
  27. Matsgrundvöllur: Þær aðferðir sem beitt er við mat á virði einstakra flokka eigna og skuldbindinga í reikningsskilum, svo sem kostnaðarverðsmat eða gangvirðismat.
  28. Mikilvægi: Upplýsingar eru mikilvægar ef það að þeim sé sleppt eða þær séu rangar getur haft áhrif á efnahagslegar ákvarðanir sem notendur reikningsskilanna kunna að taka á grundvelli þeirra. Mikilvægi einstakra liða skal metið í tengslum við aðra sambærilega liði.
  29. Móðurfélag: Félag sem hefur yfirráð í öðru félagi.
  30.      Við útreikning á atkvæðamagni í dótturfélögum og hlutdeildarfélögum skal:
    1. leggja saman atkvæðamagn móðurfélags og dótturfélaga í viðkomandi félagi,
    2. draga frá heildaratkvæðamagninu í viðkomandi félagi atkvæðamagn sem er í höndum þess sjálfs eða dótturfélaga þess og
    3. draga frá atkvæðamagni móðurfélagsins það atkvæðamagn sem það hefur til tryggingar ef félagið beitir aðeins atkvæðisréttinum í samræmi við fyrirmæli þess sem setti trygginguna, eða ef umráðin eru liður í lánastarfsemi og atkvæðisréttinum er aðeins beitt í þágu þess sem setti trygginguna.

  31. Óefnisleg eign: Eign sem er aðgreinanleg og ópeningaleg og er ekki í hlutkenndu formi.
  32. Reikningsskilaaðferðir: Meginreglur, matsgrundvöllur, reglur og starfshættir sem beitt er við gerð ársreiknings.
  33. Rekstrarhæfi: Félag er talið vera rekstrarhæft nema stjórnendur þess ætli sér að leysa félagið upp eða hætta rekstri þess eða hafa ekki raunhæft val um annað en að hætta starfsemi félagsins. Við mat á rekstrarhæfi skulu stjórnendur taka tillit til allra fyrirliggjandi upplýsinga um framtíðarhorfur í rekstri félags.
  34. Samstæða: Móðurfélag og öll dótturfélög þess:
    1. lítil samstæða: samstæða sem á samstæðugrundvelli fer ekki yfir mörkin á a.m.k. tveimur af þremur eftirfarandi viðmiðunum við uppgjörsdag móðurfélagsins:
      1. niðurstöðutölu efnahagsreiknings: 600.000.000 kr.,
      2. hreinni veltu: 1.200.000.000 kr.,
      3. meðalfjölda ársverka á fjárhagsárinu: 50,
    2. meðalstór samstæða: samstæða, þó ekki lítil samstæða, sem á samstæðugrundvelli fer ekki yfir mörkin á a.m.k. tveimur af þremur eftirfarandi viðmiðunum við uppgjörsdag móðurfélagsins:
      1. niðurstöðutölu efnahagsreiknings: 3.000.000.000 kr.,
      2. hreinni veltu: 6.000.000.000 kr.,
      3. meðalfjölda ársverka á fjárhagsárinu: 250,
    3. stór samstæða: samstæða sem á samstæðugrundvelli fer yfir mörkin á a.m.k. tveimur af þremur eftirfarandi viðmiðunum við uppgjörsdag móðurfélagsins:
      1. niðurstöðutölu efnahagsreiknings: 3.000.000.000 kr.,
      2. hreinni veltu: 6.000.000.000 kr.,
      3. meðalfjölda ársverka á fjárhagsárinu: 250.
         Flokkun samstæðu skal ekki breytast nema samstæða annaðhvort fari yfir eða hætti að fara yfir viðmiðunarmörk viðkomandi og síðastliðins reikningsárs.
  35. Samstæðureikningur: Reikningsskil þar sem reikningar móðurfélags og dótturfélaga þess eru sameinaðir í eitt.
  36. Settar reikningsskilareglur: Reglur sem reikningsskilaráð gefur út, sbr. 119. gr., og alþjóðlegir reikningsskilastaðlar, sbr. 1. tölul.
  37. Skammtímakröfur: Kröfur sem gert er ráð fyrir að fáist greiddar innan tólf mánaða.
  38. Skammtímaskuldir: Skuldir sem uppfylla eitt af eftirfarandi skilyrðum:
    1. skuld er haldið í þeim tilgangi að hagnast á skammtímaverðbreytingum,
    2. skuldin er gerð upp innan tólf mánaða frá dagsetningu efnahagsreiknings eða
    3. ekki er til staðar réttur til að fresta greiðslu skuldarinnar lengur en í tólf mánuði frá dagsetningu efnahagsreiknings.
  39. Skipulegur verðbréfamarkaður: Markaður með verðbréf samkvæmt skilgreiningu laga um kauphallir.
  40. Skuld: Núverandi skuldbinding félags sem hefur orðið til vegna viðskipta eða atburða sem hafa átt sér stað og gert er ráð fyrir að uppgjör skuldarinnar muni hafa í för með sér útstreymi verðmæta sem fela í sér fjárhagslegan ávinning.
  41. Tekjur: Aukning eigna eða lækkun skulda á yfirstandandi reikningstímabili vegna afhendingar á vörum eða þjónustu eða vegna annarrar starfsemi félags, annarrar en þeirrar sem stafar af framlögum eigenda félagsins í hlutverki þeirra sem eigendur félagsins.
  42. Tengdur aðili: Hefur sömu merkingu og samkvæmt viðeigandi alþjóðlegum reikningsskilastaðli sem settur er á grundvelli reglugerðar (EB) nr. 1606/2002 sem framkvæmdastjórn ESB hefur samþykkt.
  43. Útgjöld: Lækkun eigna eða hækkun skulda á yfirstandandi reikningstímabili vegna móttöku á vörum eða þjónustu eða vegna annarrar starfsemi eða atburða í rekstri félags, annarra en þeirra sem stafa af úttektum eigenda í hlutverki þeirra sem eigendur félagsins.
  44. Varanlegir rekstrarfjármunir: Efnislegar eignir sem eru notaðar til framleiðslu á vörum eða þjónustu, til útleigu eða í stjórnunarlegum tilgangi og eru ætlaðar til nota lengur en í eitt ár.
  45. Veltufjáreignir: Þær fjáreignir sem hafa verið keyptar í þeim tilgangi að hagnast á skammtímaverðbreytingum eða á miðlaraþóknun.
  46. Veltufjármunir: Þær eignir sem ekki teljast til fastafjármuna samkvæmt skilgreiningu 10. tölul.
  47. Verðbréf: Verðbréf samkvæmt skilgreiningu á fjármálagerningi í lögum nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti.
  48. Virðisbreyting: Breytingar á verðgildi einstakra eigna eða skuldbindinga sem staðfestast við dagsetningu efnahagsreiknings hvort sem breytingin er varanleg eða ekki.
  49. Yfirráð: Hefur sömu merkingu og samkvæmt viðeigandi alþjóðlegum reikningsskilastaðli sem settur er á grundvelli reglugerðar (EB) nr. 1606/2002 sem framkvæmdastjórn ESB hefur samþykkt.


3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
  1. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Sé ekki mælt fyrir um tiltekið atriði í lögum þessum eða reglugerðum skal fara eftir viðeigandi ákvæðum í settum reikningsskilareglum.
  2. 2. mgr. orðast svo:
  3.      Stjórn og framkvæmdastjóri bera ábyrgð á gerð, skilum og birtingu ársreiknings fyrir hvert reikningsár. Í félögum sem hafa ekki formlega stjórn hvílir þessi skylda á öllum félagsaðilum sameiginlega. Í ársreikningi skal koma fram nafn félags, félagsform, kennitala félagsins og aðsetur. Ársreikningurinn skal að lágmarki hafa að geyma rekstrarreikning, efnahagsreikning og skýringar. Ársreikningur lítilla, meðalstórra og stórra félaga skal einnig hafa að geyma skýrslu stjórnar og ársreikningur meðalstórra og stórra félaga skal einnig hafa að geyma sjóðstreymisyfirlit.
  4. Á eftir orðinu „þau“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: einnig.
  5. Við bætast þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
  6.      Í stað ársreiknings skv. 1. mgr. er örfélögum heimilt að semja rekstraryfirlit og efnahagsyfirlit, byggð á skattframtali félagsins. Teljast slík rekstraryfirlit og efnahagsyfirlit gefa glögga mynd af afkomu og efnahag félagsins í skilningi 20. tölul. 2. gr. Ársreikningaskrá skal gera örfélögum kleift, við rafræn skil til skrárinnar, að nota innsendar upplýsingar til ríkisskattstjóra til að semja rekstraryfirlitið og efnahagsyfirlitið. Ekki er skylt að skoðunarmaður yfirfari slík reikningsyfirlit. Ráðherra setur reglugerð um framsetningu rekstraryfirlits og efnahagsyfirlits og önnur atriði skv. 1. málsl. við beitingu 3. málsl.
         Undanþáguheimild skv. 7. mgr. gildir ekki fyrir:
    1. félög sem falla undir skilgreiningu laga þessara á einingum tengdum almannahagsmunum,
    2. önnur félög en fram koma í a-lið og falla undir ákvæði 2. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi,
    3. félög sem falla undir skilgreiningu laga þessara á fjárfestingarfélögum,
    4. félög sem falla undir skilgreiningu laga þessara á eignarhaldsfélögum,
    5. félög sem nýta sér undanþáguheimildir IV. kafla frá beitingu kostnaðarverðsreikningsskila.

         Félag sem nýtir sér heimild skv. 7. mgr. til að semja rekstraryfirlit og efnahagsyfirlit byggð á skattframtali félagsins skal, ef við á, upplýsa um eftirfarandi:
    1. skuldbindingar, ábyrgðir og ábyrgðarskuldbindingar sem ekki koma fram í efnahagsreikningi,
    2. fyrirframgreiðslur og lánveitingar til stjórnenda og eigenda félagsins, þ.m.t. upplýsingar um vaxtakjör, skilmála, endurgreiðslur stjórnenda og eigenda og niðurfellingar á skuldum stjórnenda og eigenda í heild eða að hluta og
    3. nafnverð hluta sem félag á í sjálfu sér og hlutfall þeirra af heildarhlutafé; hafi félag eignast hlut í sjálfu sér á árinu skal það upplýsa um ástæður kaupanna, heildarfjölda keyptra hluta á árinu, hlutfall þeirra af heildarhlutafé, nafnverð hlutanna og kaupverð þeirra og hafi félag selt hlut í sjálfu sér á árinu skal það upplýsa um heildarfjölda seldra hluta og söluverð þeirra.



4. gr.

     2. mgr. 5. gr. laganna orðast svo:
     Ef ákvæði laga þessara nægja ekki til að gefa glögga mynd af afkomu, efnahag og breytingu á handbæru fé skal félagið veita viðbótarupplýsingar svo að reikningurinn gefi glögga mynd. Ef ákvæði laga þessara leiða til þess að reikningurinn gefi villandi mynd skal vikið frá þeim í undantekningartilvikum til þess að reikningurinn gefi glögga mynd í skilningi 20. tölul. 2. gr. og skal félagið þá upplýsa um eftirfarandi atriði í skýringum:
  1. að stjórnendur félagsins telji að ársreikningurinn gefi glögga mynd af fjárhagsstöðu, afkomu og breytingum á handbæru fé ef við á,
  2. að gerð og framsetning ársreikningsins sé í samræmi við lög þessi fyrir utan frávik frá tilteknum ákvæðum laga þessara í því skyni að ársreikningurinn gefi glögga mynd,
  3. í hverju frávikið er fólgið, ástæðu þess að beiting laganna hefði haft það í för með sér að reikningurinn hefði ekki gefið glögga mynd og hvaða reikningshaldslegu aðferð var beitt þess í stað og
  4. hvaða fjárhagslegu áhrif það hefði haft á einstaka liði ársreikningsins hefði ákvæðum laga verið beitt í stað þess að víkja frá þeim.


5. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
  1. Í stað orðsins „er“ í 1. málsl. 4. mgr. kemur: skal.
  2. 3. málsl. 4. mgr. fellur brott.
  3. Í stað orðsins „árs“ í 6. mgr. kemur: reikningsárs.


6. gr.

     2. og 3. málsl. 2. mgr. 7. gr. laganna orðast svo: Birti félag ársreikning sinn jafnframt í annarri mynt en starfrækslugjaldmiðli skal í skýringum geta um hver starfrækslugjaldmiðill félagsins er og hvaða aðferðum er beitt við gerð ársreikningsins. Hafi félag fengið heimild til að færa bókhald og semja ársreikning í erlendum gjaldmiðli skulu allar fjárhæðir í þeim reikningi sem sendur er ársreikningaskrá til varðveislu og birtingar vera í sömu mynt og skal texti ársreiknings, og samstæðureiknings ef félag gerir slíkan reikning, ávallt vera á íslensku en að auki á ensku ef þörf krefur.

7. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. laganna:
  1. Orðin „tveimur mánuðum“ í 1. málsl. 1. mgr. falla brott.
  2. Á eftir orðinu „krónum“ í 3. mgr. kemur: eða nýjum starfrækslugjaldmiðli, sbr. 8. gr.


8. gr.

     11. gr. laganna orðast svo:
     Semja skal ársreikning miðað við eftirfarandi grunnforsendur:
  1. Gera skal ráð fyrir að félagið haldi starfsemi sinni áfram. Leggist starfsemi niður að hluta skal taka tillit til þess varðandi mat og framsetningu ársreikningsins.
  2. Reikningsskilaaðferðum skal beitt með hliðstæðum hætti frá ári til árs. Ef ákvæði laga þessara, reglugerða eða settra reikningsskilareglna kveða ekki á um beitingu á tilteknum reikningsskilaaðferðum skulu stjórnendur nota dómgreind sína við val á reikningsskilaaðferð sem er viðeigandi miðað við þarfir notenda ársreikningsins og áreiðanleg þannig að hún gefi glögga mynd af afkomu félagsins, fjárhagsstöðu þess og breytingum á handbæru fé.
  3. Við mat á einstökum liðum skal gætt tilhlýðilegrar varkárni og skal þannig m.a.:
    1. aðeins tilgreina hagnað sem áunninn er á reikningsskiladegi,
    2. taka tillit til allra skulda sem myndast kunna á reikningsárinu eða í tengslum við fyrri reikningsár, jafnvel þótt slíkt komi fyrst í ljós eftir lok reikningsárs en áður en ársreikningurinn er gerður,
    3. sýna í reikningsskilum allar matsbreytingar sem taka til skerðingar á verðgildi einstakra eigna, sbr. 30. gr., án tillits til þess hvaða áhrif það hefur á eigið fé og afkomu.
  4. Fjárhæðir sem færðar eru í efnahagsreikning eða rekstrarreikning skulu vera reiknaðar á rekstrargrunni.
  5. Einstaka þætti eigna- og skuldaliða skal meta til verðs hvern fyrir sig.
  6. Efnahagsreikningur við upphaf hvers reikningsárs skal samsvara efnahagsreikningi við lok fyrra reikningsárs.
  7. Óheimilt er að jafna út eignir á móti skuldum eða tekjur á móti gjöldum nema slíkt sé sérstaklega heimilað í öðrum greinum laga þessara eða slík jöfnun sé í samræmi við settar reikningsskilareglur.
  8. Einstaka liði í rekstrarreikningi og efnahagsreikningi skal færa og setja fram miðað við efni eða fyrirkomulag viðkomandi liðar.
  9. Ekki þarf að uppfylla skilyrði laga þessara um færslu, mat, framsetningu og skýringar ef viðkomandi liður telst ekki einn og sér eða ásamt öðrum vera mikilvægur, sbr. 28. tölul. 2. gr.

     Uppsetning efnahagsreiknings, rekstrarreiknings og sjóðstreymis, ef við á, svo og reikningsskilaaðferðir, mega ekki breytast frá ári til árs nema í þeim undantekningartilvikum að með breytingunni fáist gleggri mynd eða breytingin sé nauðsynleg til að taka upp nýjar reglur í samræmi við breytingar á lögum eða nýjar eða breyttar reikningsskilareglur.
     Hafi félag breytt uppsetningu efnahagsreiknings, rekstrarreiknings eða sjóðstreymis, ef við á, svo og reikningsskilaaðferðum í samræmi við ákvæði 2. mgr. skal það upplýsa um ástæðu fyrir breytingunni í skýringum.

9. gr.

     12. gr. laganna orðast svo:
     Ef vikið er frá ákvæði 2. tölul. 1. mgr. 11. gr. skal beita hinni nýju reikningsskilaaðferð afturvirkt, nema við breytingu á lögum eða við upptöku nýrra eða breyttra reikningsskilareglna sé sérstaklega kveðið á um að þess þurfi ekki. Ef það er sérstökum vandkvæðum bundið að ákvarða áhrifin af breytingunni á samanburðarfjárhæðir fyrir eitt eða fleiri tímabil skal beita hinni nýju aðferð á bókfært verð eigna og skulda í upphafi fyrsta tímabils þegar notkun aðferðarinnar er gerleg og jafnframt skal leiðrétta viðeigandi liði á meðal eigin fjár og skal að lágmarki upplýsa um eftirfarandi atriði í skýringum:
  1. ástæðu þess að breytt var um reikningsskilaaðferð, í hverju breytingin er fólgin og ástæðu þess að breytingin leiðir til gleggri myndar hafi ástæður breytinga verið þær að ná fram gleggri mynd,
  2. ef breytingin hefur áhrif á fjárhæðir í ársreikningnum á núverandi reikningsskilatímabili og á fyrri tímabilum skal félagið, nema það sé bundið sérstökum vandkvæðum, upplýsa um áhrifin á hvern lið í ársreikningnum sem breytingin hefur áhrif á og
  3. ef það er sérstökum vandkvæðum bundið að ákvarða áhrifin á fjárhæðir í ársreikningnum skal greina frá ástæðu þess.


10. gr.

     13. gr. laganna orðast svo:
     Breyti félag um reikningsskilaaðferð á grundvelli ákvæða laga, reglugerða eða reikningsskilastaðla um slíka breytingu skulu þeir liðir í ársreikningnum, sem það hefur áhrif á, breytast í samræmi við nýja aðferð. Mismunurinn færist á eigið fé. Breytast samanburðarfjárhæðir til samræmis við hina nýju aðferð. Gera skal grein fyrir þessum breytingum í skýringum.
     Ef reikningshaldslegu mati er breytt frá fyrra reikningsári skulu áhrifin koma fram í rekstrarreikningi á því tímabili sem matsbreytingin er gerð á, og á síðari tímabilum, ef við á. Samanburðarfjárhæðir fyrri ára haldast óbreyttar.
     Ef óljóst er hvort um breytingu á reikningshaldslegu mati eða reikningsskilaaðferð er að ræða skal flokka breytinguna sem matsbreytingu.
     Ef ársreikningur fyrra reikningsárs hefur verið rangur í þeim mæli að hann hefur ekki gefið glögga mynd skulu áhrif af leiðréttingunni færast á eigið fé í ársbyrjun og samanburðarfjárhæðir leiðréttast samsvarandi. Gera skal grein fyrir þessum breytingum í skýringum.

11. gr.

     15. gr. laganna fellur brott.

12. gr.

     16. gr. laganna orðast svo:
     Félög mega að uppfylltum ákvæðum settra reikningsskilareglna telja til eignar óefnislegar eignir og skal þeirra þá getið í skýringum. Óheimilt er að eignfæra kostnað sem fallið hefur til vegna óefnislegrar eignar og gjaldfærður hefur verið á fyrri reikningsárum.
     Félög sem eignfæra þróunarkostnað skv. 1. mgr. skulu færa sömu fjárhæð af óráðstöfuðu eigin fé á sérstakan lið meðal eigin fjár sem óheimilt er að úthluta arði af. Þann lið skal leysa upp til jafns við fjárhæð árlegrar afskriftar eignfærðs þróunarkostnaðar. Einnig skal leysa upp liðinn ef eignin er seld, tekin úr notkun eða fullafskrifuð.

13. gr.

     Í stað orðsins „má“ í 18. gr. laganna kemur: skal.

14. gr.

     2. málsl. 19. gr. laganna fellur brott.

15. gr.

     21. gr. laganna fellur brott.

16. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 23. gr. laganna:
  1. Í stað orðsins „endingartíma“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: nýtingartíma.
  2. Á eftir 1. málsl. 1. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Val á afskriftaraðferð skal miðast við notkun eignar á nýtingartíma hennar.


17. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 24. gr. laganna:
  1. 1. mgr. orðast svo:
  2.      Kostnaður, sem eignfærður er, sbr. 16. gr., vegna óefnislegra eigna, skal afskrifaður með kerfisbundnum hætti á áætluðum nýtingartíma viðkomandi eigna. Val á afskriftaraðferð skal miðast við notkun á viðkomandi eign á nýtingartíma hennar. Ef þessar eignir hafa ekki ákveðinn nýtingartíma er þó heimilt að meta þær árlega í samræmi við settar reikningsskilareglur og skulu þær sæta árlegu virðisrýrnunarprófi eða oftar ef vísbendingar um virðisrýrnun hafa komið fram. Ávallt skal afskrifa viðskiptavild á 10 árum og einnig skal afskrifa þróunarkostnað á 10 árum ef ekki er hægt að skilgreina nýtingartíma hans.
  3. Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
  4.      Ef það er sérstökum vandkvæðum bundið að ákvarða nýtingartíma óefnislegrar eignar skal miða við að nýtingartími eignarinnar sé 10 ár og jafnframt skal í skýringum greina frá ástæðum fyrir vandkvæðum við að áætla nýtingartímann.


18. gr.

     Við 1. mgr. 28. gr. laganna bætist nýr málsliður, sem verður 1. málsl., svohljóðandi: Ársreikningur félaga skv. c- og d-lið 11. tölul. 2. gr. skal innihalda sjóðstreymisyfirlit.

19. gr.

     Í stað orðsins „Eignarleigusamningar“ í 5. mgr. 29. gr. laganna kemur: Fjármögnunarleigusamningar.

20. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 30. gr. laganna:
  1. Í stað orðsins „markaðsverð“ í 1. mgr. kemur: gangvirði.
  2. Við 3. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Hafi viðskiptavild sætt niðurfærslu, sbr. 1. mgr., er ekki heimilt að færa bókfært verð viðskiptavildar til fyrra horfs.
  3. 2. málsl. 4. mgr. orðast svo: Gera skal grein fyrir þeim í skýringum.


21. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 31. gr. laganna:
  1. 1. mgr. orðast svo:
  2.      Heimilt er að færa varanlega rekstrarfjármuni á gangvirði. Séu varanlegir rekstrarfjármunir endurmetnir skal endurmat fara fram árlega.
  3. 4. og 5. mgr. orðast svo:
  4.      Hagnað eða tap sem myndast þegar eign skv. 1. mgr. er seld eða tekin úr notkun eða forsendur fyrir endurmatinu eru ekki lengur fyrir hendi skal færa í rekstrarreikning.
         Óheimilt er að úthluta arði úr endurmatsreikningi.


22. gr.

     Í stað orðsins „raunvirði“ í 1. mgr. 32. gr. laganna kemur: gangvirði.

23. gr.

     Í stað orðsins „raunvirði“ í 1. málsl. 35. gr. laganna kemur: virði.

24. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 36. gr. laganna:
  1. 1. málsl. 1. mgr. orðast svo: Heimilt er að meta fjármálagerninga til gangvirðis og skal flokka þá annaðhvort sem fjáreign á gangvirði í gegnum rekstrarreikning eða sem fjáreign til sölu.
  2. 2. málsl. 1. mgr. fellur brott.
  3. Í stað orðanna „Ákvæði þetta“ í 2. mgr. kemur: Ákvæði 1. mgr.
  4. 3. mgr. orðast svo:
  5.      Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skulu afleiðusamningar metnir á gangvirði.


25. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 38. gr. laganna:
  1. 1. mgr. orðast svo:
  2.      Í rekstrarreikning skal færa þær breytingar á virði fjármálagerninga og skuldbindinga sem metnar eru í samræmi við 37. gr. Færa skal sömu fjárhæð vegna matsbreytingar á fjáreignum tilgreindum á gangvirði við upphaflega skráningu af óráðstöfuðu eigin fé á gangvirðisreikning á meðal eigin fjár sem óheimilt er að úthluta arði af að teknu tilliti til skattáhrifa eftir því sem við á.
  3. Í stað orðsins „verðbreyting“ í 1. tölul. 2. mgr. kemur: matsbreyting.
  4. Í stað orðanna „verðbreytingar á virði fjármálagerninga sem aflað er í þeim tilgangi að selja aftur“ í 2. tölul. 2. mgr. kemur: matsbreytingu fjáreignar til sölu.
  5. Í stað orðsins „verðbreytingar“ í 3. tölul. 2. mgr. kemur: matsbreytingar.
  6. Í stað orðsins „breytinga“ í 3. mgr. kemur: matsbreytinga.
  7. Í stað orðsins „verðbreytingunni“ í 4. mgr. kemur: matsbreytingu.


26. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 39. gr. laganna:
  1. Í stað orðsins „fjárfestingareignum“ í 1. málsl. 1. mgr. og 2. mgr. kemur: fjárfestingarfasteignum.
  2. 2. málsl. 1. mgr. fellur brott.


27. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 41. gr. laganna:
  1. 3. málsl. 1. mgr. orðast svo: Hlutdeild í bundnum eiginfjárreikningum hjá dóttur- eða hlutdeildarfélögum skal færa á samsvarandi bundna eiginfjárreikninga félagsins.
  2. 3. málsl. 2. mgr. orðast svo: Ef mismunurinn telst viðskiptavild skal hún afskrifuð með kerfisbundnum hætti á 10 árum, sbr. 24. gr.
  3. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
  4.      Nemi hlutdeild sem færð er í rekstrarreikningi hærri fjárhæð en sem nemur mótteknum arði eða þeim arði sem ákveðið hefur verið að úthluta skal mismunurinn færður á bundinn hlutdeildarreikning á meðal eigin fjár. Sé hlutdeild félagsins í dóttur- eða hlutdeildarfélagi seld eða afskrifuð skal leysa hlutdeildarreikning upp og færa breytinguna á óráðstafað eigið fé eða ójafnað tap eftir atvikum.


28. gr.

     42. gr. laganna fellur brott ásamt fyrirsögn.

29. gr.

     43. gr. laganna orðast svo:
     Í skýringum í ársreikningi skal a.m.k. veita upplýsingar um þau atriði sem tilgreind eru í 44.–64. gr., auk þeirra upplýsinga sem krafist er samkvæmt öðrum ákvæðum laga þessara. Enn fremur skulu veittar upplýsingar um:
  1. heiti félagsins, félagsform, heimilisfesti aðalskrifstofu félagsins og ef við á hvort verið sé að slíta félaginu,
  2. grundvöll reikningsskilanna auk helstu reikningsskilaaðferða, þ.m.t. matsaðferðir og útskýringar á viðkomandi reikningsskilaaðferðum,
  3. fjárhæðir og eðli einstakra liða í rekstrarreikningi og efnahagsreikningi sem eru óvenjulegir miðað við stærð eða tíðni,
  4. það gengi sem miðað er við þegar fjárhæðir í reikningsskilunum eru byggðar á erlendum gjaldmiðlum og til samanburðar það gengi sem við var miðað í reikningsskilum fyrra árs.

     Þegar skýringar við einstaka liði rekstrarreiknings og efnahagsreiknings eru settar fram skulu þær vera í þeirri röð sem viðkomandi liðir eru settir fram í í rekstrarreikningi og efnahagsreikningi.

30. gr.

     44. gr. laganna orðast svo:
     Veita skal upplýsingar um eftirfarandi þegar varanlegir rekstrarfjármunir eru endurmetnir skv. 31. gr.:
  1. aðferðir sem beitt var við endurmatið, ásamt upplýsingum um helstu forsendur sem liggja að baki matsaðferðum, upplýsingum um afskriftir endurmetinna varanlegra rekstrarfjármuna og hvort endurmatið hafi verið unnið af óháðum aðila eða ekki,
  2. fyrir hvern flokk varanlegra rekstrarfjármuna sem hefur verið endurmetinn skal upplýsa um hvert bókfært verð viðkomandi eigna hefði verið ef endurmat hefði ekki farið fram og
  3. hreyfingar á endurmatsreikningi á árinu, þ.m.t. matsbreytingar ársins og uppsafnaðar matsbreytingar við upphaf og lok fjárhagsárs ásamt upplýsingum um skattalega meðferð viðkomandi liða.


31. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 45. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „eru metnir til gangvirðis skv. 37. gr.“ í 1. málsl. kemur: fjárfestingarfasteignir eða eignir sem verða til við eldi lifandi dýra og ræktun plantna eru metnar til gangvirðis skv. 37. eða 39. gr.
  2. Í stað orðanna „hvort sem breytingin hefur verið færð á rekstrarreikning eða á gangvirðisreikning“ í 2. tölul. kemur: og annarra eigna skv. 1.–3. tölul. 2. mgr. 37. gr.


32. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 46. gr. laganna:
  1. 1. mgr. fellur brott.
  2. Í stað „3. mgr. 36. gr.“ í 2. mgr. kemur: 17. tölul. 2. gr.


33. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 56. gr. laganna:
  1. Í stað „1. og 2. tölul. 1. mgr. 1. gr.“ kemur: c- og d-lið 11. tölul. 2. gr.
  2. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
  3.      Félög skv. 9. tölul. og c- og d-lið 11. tölul. 2. gr. skulu upplýsa um heildarfjárhæð þóknana til hvers endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtækis vegna endurskoðunar á ársreikningi og samstæðureikningi. Félög skv. 1. málsl. skulu einnig upplýsa um heildarfjárhæðir þóknana til hvers endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtækis vegna annarrar vinnu, þ.m.t. vinnu við aðstoð vegna skattskila fyrirtækisins og rekstrarráðgjafar.


34. gr.

     Í stað orðanna „starfsmanna að meðaltali“ í 58. gr. laganna kemur: ársverka.

35. gr.

     Í stað „1. og 2. tölul. 1. mgr. 1. gr.“ í 1. málsl. 59. gr. laganna kemur: c- og d-lið 11. tölul. 2. gr.

36. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 63. gr. laganna:
  1. 1. málsl. orðast svo: Félög skv. c- og d-lið 11. tölul. 2. gr. skulu gera grein fyrir viðskiptum við tengda aðila, þ.m.t. á hverju tengslin við viðkomandi aðila byggjast, fjárhæð slíkra viðskipta og aðrar upplýsingar um viðskiptin sem nauðsynlegar eru til að unnt sé að leggja mat á fjárhagsstöðu félagsins.
  2. 2. málsl. fellur brott.


37. gr.

     Í stað „1. og 2. tölul. 1. mgr. 1. gr.“ í 64. gr. laganna kemur: 9. tölul. og c- og d-lið 11. tölul. 2. gr.

38. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 65. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „skýrslu stjórnar“ í 6. málsl. 3. mgr. kemur: skilum á ársreikningi.
  2. Við bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
  3.      Eigi félag eigin hluti skal gera grein fyrir fjölda þeirra og nafnverði. Hafi félagið aflað eða látið af hendi eigin hluti á reikningsárinu skal jafnframt greina frá ástæðu þess að hlutanna var aflað eða þeir látnir af hendi og fjölda og nafnverði þeirra hluta sem félagið aflaði eða lét af hendi ásamt upplýsingum um endurgjald hlutanna.
         Leiki vafi á rekstrarhæfi skal gera grein fyrir því í skýrslu stjórnar.


39. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 66. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „Í skýrslu stjórna félaga skv. 1. og 2. tölul. 1. mgr. 1. gr. skal“ í 1. mgr. kemur: Félög skv. 9. tölul. og c- og d-lið 11. tölul. 2. gr. þar sem eignarhald eða notkun fjármálagerninga skiptir verulegu máli við mat á eignum, skuldum, fjárhagsstöðu og hagnaði eða tapi skulu.
  2. 4.–6. tölul. 1. mgr. falla brott.
  3. Á eftir 1. mgr. koma fjórar nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
  4.      Í félögum þar sem rannsókna- og þróunarstarfsemi skiptir verulegu máli fyrir rekstur félagsins skal gera grein fyrir slíkri starfsemi.
         Upplýsa skal um mikilvægar vísbendingar um ófjárhagslegan árangur, þ.m.t. upplýsingar um umhverfis- og starfsmannamál og þekkingarforða félagsins ef hann skiptir verulegu máli fyrir tekjuöflun í framtíðinni.
         Félög skulu upplýsa um tilvist útibúa félagsins erlendis.
         Heimilt er að upplýsa um þau atriði sem kveðið er á um í 1.–4. mgr. í skýringum með ársreikningi í stað skýrslu stjórnar.
  5. Í stað „1. tölul.“ í 2. mgr. kemur: 2. tölul.


40. gr.

     Í stað „1. tölul.“ í 66. gr. b laganna kemur: 2. tölul.

41. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 66. gr. c laganna:
  1. Í stað „1. tölul. 1. mgr. 1. gr.“ í 1. mgr. kemur: a-lið 9. tölul. 2. gr. eða 2. tölul. 1. mgr. 1. gr.
  2. Í stað orðanna „samningu reikningsskila“ í 2. tölul. 2. mgr. kemur: reikningsskilaferlið.
  3. Í stað orðanna „stjórnar, framkvæmdastjórnar og eftirlitsstjórnar og nefnda þeirra“ í 3. tölul. 2. mgr. kemur: fulltrúanefndar, stjórnar, framkvæmdastjórnar og nefnda stjórnar.
  4. Við 2. mgr. bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Lýsing á stefnunni um fjölbreytileika í tengslum við stjórn, framkvæmdastjórn og eftirlitsstjórn félagsins með tilliti til þátta á borð við aldur, kyn eða menntunarlegan og faglegan bakgrunn, markmið stefnunnar, hvernig henni er komið til framkvæmda og niðurstöður skýrslutímabilsins. Ef engri slíkri stefnu er fylgt skal ástæða þess tilgreind í skýrslunni.


42. gr.

     Á eftir 66. gr. c laganna koma tvær nýjar greinar, 66. gr. d og 66. gr. e, ásamt fyrirsögnum, svohljóðandi:
     
     a. (66. gr. d.)
Ófjárhagsleg upplýsingagjöf.
     Félag sem fellur undir 9. tölul. og d-lið 11. tölul. 2. gr. og móðurfélög stórra samstæðna skulu láta fylgja í yfirliti með skýrslu stjórnar upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að leggja mat á þróun, umfang, stöðu og áhrif félagsins í tengslum við umhverfis-, félags- og starfsmannamál. Jafnframt skal gera grein fyrir stefnu félagsins í mannréttindamálum og hvernig félagið spornar við spillingar- og mútumálum. Yfirlitið skal enn fremur innihalda eftirfarandi:
  1. stutta lýsingu á viðskiptalíkani félagsins,
  2. lýsingu á stefnu félagsins í tengslum við mál samkvæmt þessari grein, ásamt lýsingu á því hvaða áreiðanleikakönnunarferli félagið framfylgir,
  3. yfirlit yfir árangur af stefnu félagsins í málum samkvæmt þessari grein,
  4. lýsingu á megináhættum sem tengjast þessum málum í rekstri félagsins, þ.m.t., eftir því sem við á og í réttu hlutfalli, um viðskiptatengsl þess, vörur eða þjónustu, sem líkleg eru til að hafa skaðleg áhrif á þessum sviðum, og hvernig félagið tekst á við þá áhættu og
  5. ófjárhagslega lykilmælikvarða sem eru viðeigandi fyrir viðkomandi fyrirtæki.

     Ef félagið hefur ekki stefnu í tengslum við eitt eða fleiri mál samkvæmt þessari grein skal gera skýra og rökstudda grein fyrir því í yfirlitinu.
     Í yfirlitinu skv. 1. mgr. skulu einnig, þar sem við á, koma fram frekari skýringar varðandi upphæðir sem greint er frá í ársreikningi.
     Þegar félag sem um ræðir í 1. mgr. gerir samstæðureikning er nægilegt að upplýsingar skv. 1.–2. mgr. nái eingöngu til samstæðunnar.
     Dótturfélag er undanþegið upplýsingagjöf skv. 1.–3. mgr. ef 4. mgr. á við.
     
     b. (66. gr. e.)
Skýrsla um greiðslur til stjórnvalda.
     Félög með starfsemi í námuiðnaði eða við skógarhögg sem falla undir 9. tölul. og d-lið 11. tölul. 2. gr. skulu semja og birta skýrslu um greiðslur til stjórnvalda á ársgrundvelli. Ráðherra setur reglugerð um framkvæmd þessarar greinar.
     Þessi skylda á ekki við um fyrirtæki sem er á innlendum markaði og er dóttur- eða móðurfélag ef eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt:
  1. móðurfélagið lýtur íslenskum lögum,
  2. upplýsingar um greiðslur til stjórnvalda sem fyrirtækið innir af hendi eru innifaldar í samstæðuskýrslu um greiðslur til hins opinbera, sem móðurfélagið semur, í samræmi við reglugerð skv. 1. mgr.


43. gr.

     2. mgr. 67. gr. laganna fellur brott.

44. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 68. gr. laganna:
  1. 1. mgr. orðast svo:
  2.      Móðurfélag þarf ekki að semja samstæðureikning ef samstæðan í heild fer ekki fram úr stærðarmörkum lítillar samstæðu nema um sé að ræða einingu tengda almannahagsmunum.
  3. Við 1. málsl. 3. mgr. bætist: eða ef öll dótturfélög þess má undanskilja frá samstæðureikningsskilum, sbr. 70. gr.


45. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 70. gr. laganna:
  1. Fremst í 3. tölul. 1. mgr. kemur: í algjörum undantekningartilvikum.
  2. 3. mgr. fellur brott.


46. gr.

     Í stað orðanna „fyrir lok“ í 1. málsl. 2. mgr. 72. gr. laganna kemur: fyrir eða eftir lok.

47. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 73. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „og skýringar“ í 1. mgr. kemur: skýringar og skýrslu stjórnar, ásamt áritun endurskoðanda eða undirritun skoðunarmanns.
  2. Við 2. málsl. 3. mgr. bætist: þ.m.t. fella niður viðskipti innan samstæðu og bakfæra óinnleysta afkomu af þeim viðskiptum.
  3. Í stað orðanna „má“ og „tekur við stjórn þess“ í 5. mgr. kemur: skal; og: öðlast yfirráð þess.
  4. Í stað orðanna „má“ og „lætur af stjórn þess“ í 6. mgr. kemur: skal; og: missir yfirráð þess.


48. gr.

     3. mgr. 74. gr. laganna orðast svo:
     Hlutdeild minni hluta í eigin fé dótturfélaga skal færð sem sérstakur liður á meðal eigin fjár. Í rekstrarreikningi skal sýna skiptingu á hagnaði milli eigenda móðurfélags annars vegar og minnihlutaeigenda í dótturfélögum hins vegar.

49. gr.

     76. gr. laganna orðast svo:
     Ef dótturfélag, sem er hluti samstæðu, semur reikningsskil sín í öðrum gjaldmiðli en móðurfélagið ber að umreikna reikningsskil þess í gjaldmiðil móðurfélagsins áður en samstæðureikningur er gerður með eftirfarandi aðgerð:
  1. eignir og skuldir í sérhverjum efnahagsreikningi, ásamt samanburðartölum, skal umreikna á lokagengi miðað við dagsetningu þess efnahagsreiknings,
  2. tekjur og gjöld í sérhverjum rekstrarreikningi, ásamt samanburðartölum, skal umreikna á gengi á viðskiptadögum og
  3. allan gengismismun sem leiðir af a- og b-lið skal færa sem aðgreindan þátt meðal eigin fjár.

     Við umreikning skv. 1. mgr. er heimilt að nota meðalgengi tímabilsins við umreikning tekju- og gjaldaliða enda hafi gengið ekki sveiflast verulega á tímabilinu.
     Þegar gengismunur skv. 1. mgr. tengist erlendri starfsemi sem er hluti af samstæðu, sem er ekki að öllu leyti í eigu móðurfélags, skal sá hluti hans sem hægt er að rekja til hlutdeildar minni hluta færður sem hluti af hlutdeild minni hluta í efnahagsreikningi samstæðunnar.

50. gr.

     3. og 4. málsl. 3. mgr. 79. gr. laganna orðast svo: Viðskiptavild skal ávallt vera afskrifuð á 10 árum, sbr. 24. gr. Neikvæð viðskiptavild skal tekjufærast á 10 árum.

51. gr.

     Í stað „1. tölul.“ í 1. mgr. 87. gr. a, 87. gr. b, 87. gr. c og 87. gr. e laganna kemur: 2. tölul.

52. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 87. gr. d laganna:
  1. Í stað fjárhæðarinnar „4.600.000 kr.“ í 1. málsl. kemur: 16.000.000 kr.
  2. 2. málsl. orðast svo: Fjárhæð þessi er grunnfjárhæð sem er bundin gengi evru 19. júlí 2013 (159,13).


53. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 90. gr. laganna:
  1. Í stað „1. tölul.“ í 1. mgr. kemur: 2. tölul.
  2. Síðari málsliður 2. mgr. fellur brott.
  3. 3. mgr. fellur brott.
  4. Í stað „1. tölul. 1. mgr. 1. gr. og 3. mgr. þessarar greinar“ í 4. mgr. kemur: 2. tölul. 1. mgr. 1. gr.


54. gr.

     Við 91. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Taki félag ákvörðun um að hætta beitingu staðlanna skal það tilkynna ársreikningaskrá um þá fyrirætlun sína fyrir upphaf nýs reikningsárs.

55. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 92. gr. laganna:
  1. 1. mgr. orðast svo:
  2.      Félagi skv. 1. gr. er heimilt að beita alþjóðlegum reikningsskilastöðlum við gerð ársreiknings síns. Sama gildir um samstæðureikning félagsins ef við á.
  3. 2. málsl. 2. mgr. fellur brott.
  4. Við 3. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Taki félag ákvörðun um að hætta beitingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla, eftir að hafa beitt þeim samfleytt í fimm ár, skal það tilkynna ársreikningaskrá um þá fyrirætlun sína fyrir upphaf nýs reikningsárs.


56. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 94. gr. laganna:
  1. Orðin „sbr. 92. gr.“ í 1. málsl. 1. mgr. falla brott.
  2. Í stað orðanna „hvers eftirlits“ í 5. mgr. kemur: eftirlits ársins.


57. gr.

     Í stað orðanna „sbr. 1. tölul. 1. mgr. 1. gr.“ í 1. mgr. 95. gr. laganna kemur: sbr. 2. tölul. 1. mgr. 1. gr.

58. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 96. gr. laganna:
  1. Við 1. málsl. 1. mgr. bætist: til að endurskoða ársreikning.
  2. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
  3.      Félög sem nýta sér heimild í 3. gr. til að skila rekstraryfirliti og efnahagsyfirliti byggðum á skattframtali félagsins eru undanþegin skyldunni til að kjósa einn eða fleiri endurskoðendur, endurskoðunarfyrirtæki eða skoðunarmenn ársreikninga.


59. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 97. gr. laganna:
  1. 1. mgr. orðast svo:
  2.      Þeir aðilar sem kosnir eru til endurskoðunarstarfa skulu uppfylla hæfisskilyrði 2. gr. laga um endurskoðendur, nr. 79/2008.
  3. 4. málsl. 2. mgr. orðast svo: Ráðherra setur reglugerð um nánari skilyrði sem skoðunarmönnum ber að uppfylla hvað varðar hæfi og óhæði.


60. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 98. gr. laganna:
  1. 1.–3. tölul. 1. mgr. orðast svo:
    1. niðurstöðutala efnahagsreiknings: 200.000.000 kr.,
    2. hrein velta: 400.000.000 kr.,
    3. meðalfjöldi ársverka á fjárhagsárinu: 50.
  2. 2. mgr. orðast svo:
  3.      Félög sem flokkast sem einingar tengdar almannahagsmunum falla ekki undir 1. mgr.


61. gr.

     2. og 3. mgr. 99. gr. laganna falla brott.

62. gr.

     Við 2. mgr. 102. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ráðherra setur reglugerð um hvað fólgið skuli í vinnu og verksviði skoðunarmanna við yfirferð á ársreikningi.

63. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 104. gr. laganna:
  1. 1. mgr. orðast svo:
  2.      Endurskoðendur skulu að lokinni endurskoðun undirrita og dagsetja áritun sína og skal áritunin fylgja ársreikningnum sem og samstæðureikningnum ef hann er gerður.
  3. 3. málsl. 2. mgr. fellur brott.
  4. 3. mgr. orðast svo:
  5.      Skoðunarmenn skulu að lokinni yfirferð ársreiknings undirrita og dagsetja staðfestingu á yfirferð sinni á ársreikningnum sem og samstæðureikningnum ef hann er gerður í samræmi við reglugerð sem ráðherra setur og skal staðfestingin fylgja reikningnum. Ef skoðunarmaður telur að ársreikningur eða samstæðureikningur innihaldi verulegar rangfærslur skal hann taka það fram sérstaklega.


64. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 109. gr. laganna:
  1. Á eftir orðinu „ársreiknings“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: og samstæðureiknings, ef við á.
  2. Í stað orðanna „í rafrænu formi“ í 4. málsl. 1. mgr. kemur: á rafrænu formi.
  3. 2. mgr. orðast svo:
  4.      Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er félögum sem nýtt hafa sér heimild í 3. gr. til að skila rekstraryfirliti og efnahagsyfirliti byggðum á skattframtali félagsins heimilt að skila slíkum ársreikningi innan þess frests sem ríkisskattstjóri veitir skattaðilum til að skila framtölum sínum, sbr. ákvæði 2. mgr. 93. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003.
  5. Við 3. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ráðherra setur með reglugerð ákvæði um gjaldtöku.


65. gr.

     1. mgr. 110. gr. laganna fellur brott.

66. gr.

     111. gr. laganna fellur brott.

67. gr.

     Í stað „4. tölul.“ í 1. mgr. 114. gr. og 1., 2. og 3. mgr. 115. gr. laganna kemur: 3. tölul.

68. gr.

     116. gr. laganna fellur brott.

69. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 117. gr. laganna:
  1. Á eftir orðinu „krafist“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: allra.
  2. 2. mgr. orðast svo:
  3.      Í því skyni að sannreyna hvort félög uppfylli ákvæði laganna um stærðarflokkun hefur ársreikningaskrá heimild til að afla upplýsinga hjá ríkisskattstjóra um nafn og kennitölu þeirra félaga sem falla undir stærðarflokka skv. 11., 29. og 33. tölul. 2. gr.


70. gr.

     118. gr. laganna orðast svo:
     Ráðherra skal skipa fimm sérfróða menn til fjögurra ára í senn í nefnd sem nefnist reikningsskilaráð. Skal einn nefndarmanna tilnefndur af Félagi löggiltra endurskoðenda, annar af samstarfsnefnd háskólastigsins, þriðji af Viðskiptaráði Íslands, fjórði af ársreikningaskrá en einn nefndarmaður skal skipaður án tilnefningar. Ráðherra skipar formann reikningsskilaráðs úr hópi nefndarmanna.

71. gr.

     XII. kafli laganna orðast svo, og jafnframt fellur 126. gr. brott:
     
     a. (120. gr.)
Stjórnvaldssektir vegna skila á ársreikningi.
     Ársreikningaskrá skal leggja stjórnvaldssektir á þau félög sem vanrækja skyldu samkvæmt lögum þessum til að standa skil á ársreikningi eða samstæðureikningi til opinberrar birtingar innan þeirra fresta sem kveðið er á um í 109. gr. Þegar frestur skv. 109. gr. til skila á ársreikningi eða samstæðureikningi er liðinn skal ársreikningaskrá leggja á viðkomandi félag stjórnvaldssekt að fjárhæð 600.000 kr. og jafnframt krefjast úrbóta.
     Skili félag ársreikningi eða samstæðureikningi innan 30 daga frá tilkynningu um álagningu stjórnvaldssektar skal ársreikningaskrá lækka sektarfjárhæðina um 90%. Ef úrbætur eru gerðar innan tveggja mánaða frá tilkynningu sektarfjárhæðar skal lækka sektarfjárhæðina um 60%. Ef úrbætur eru gerðar innan þriggja mánaða frá tilkynningu sektarfjárhæðar skal lækka sektarfjárhæðina um 40%.
     Uppfylli ársreikningur eða samstæðureikningur ekki ákvæði laga þessara að mati ársreikningaskrár skal hún tilkynna félagi um þá afstöðu, gefa því kost á úrbótum og möguleika á að koma að andmælum. Ef ekki berast fullnægjandi skýringar eða úrbætur innan 30 daga skal lögð á félagið stjórnvaldssekt að fjárhæð 600.000 kr.
     Leggi félag fram fullnægjandi upplýsingar eða skýringar með ársreikningi eða samstæðureikningi innan 30 daga frá tilkynningu um álagningu stjórnvaldssektar skal ársreikningaskrá lækka sektarfjárhæðina um 90%. Ef úrbætur eru gerðar innan tveggja mánaða frá tilkynningu sektarfjárhæðar skal lækka sektarfjárhæðina um 60%. Ef úrbætur eru gerðar innan þriggja mánaða frá tilkynningu sektarfjárhæðar skal lækka sektarfjárhæðina um 40%.
     Stjórnvaldssektirnar eru aðfararhæfar. Sektir renna í ríkissjóð að frádregnum kostnaði við innheimtuna. Ákvörðun ársreikningaskrár um álagningu sektar skv. 3. mgr. er kæranleg til yfirskattanefndar, sbr. lög nr. 30/1992.
     Stjórnvaldssektum verður beitt óháð því hvort lögbrot eru framin af ásetningi eða gáleysi.
     
     b. (121. gr.)
     Ef ársreikningi eða samstæðureikningi hefur ekki verið skilað innan átta mánaða frá því að frestur skv. 109. gr. til skila á ársreikningi eða samstæðureikningi er liðinn eða frá því að ársreikningaskrá hefur komist að þeirri niðurstöðu að skýringar eða upplýsingar með ársreikningi eða samstæðureikningi sem lagður hefur verið fram til opinberrar birtingar hafi ekki verið fullnægjandi skal ársreikningaskrá krefjast skipta á búi félagsins. Ef ákvörðun ársreikningaskrár, um að skýringar eða upplýsingar með ársreikningi eða samstæðureikningi hafi ekki verið fullnægjandi, er kærð til yfirskattanefndar skal miða upphaf frestsins við það tímamark þegar niðurstaða yfirskattanefndar liggur fyrir. Ráðherra setur nánari fyrirmæli um meðferð slíkra mála hjá ársreikningaskrá í reglugerð.
     Þegar héraðsdómara hefur borist krafa um skipti skv. 1. mgr. skal hann fara með hana eftir fyrirmælum laga um gjaldþrotaskipti o.fl. um meðferð kröfu lánardrottins um að bú skuldara verði tekið til gjaldþrotaskipta.
     Héraðsdómari skal kveða upp úrskurð um hvort orðið verði við kröfu um að bú félags verði tekið til skipta. Sé krafan tekin til greina skal farið með búið eftir fyrirmælum laga um skipti á dánarbúum o.fl. um meðferð dánarbús þar sem erfingjar taka ekki á sig ábyrgð á skuldbindingum þess látna að öðru leyti en því að hluthafar njóta ekki þeirrar stöðu sem erfingjar njóta við slík skipti fyrr en leitt er í ljós eftir lok kröfulýsingarfrests að eignir búsins muni hrökkva fyrir skuldum.
     
     c. (122. gr.)
Sektir eða fangelsi.
     Það varðar viðurlögum skv. 124. gr. að brjóta gegn eftirtöldum ákvæðum laga þessara og reglum settum á grundvelli þeirra:
  1. 11. tölul. 2. gr. ef félag er ranglega flokkað sem lítið félag eða örfélag í því skyni að komast hjá að birta þær upplýsingar sem meðalstórum og stórum félögum ber að birta.
  2. 3. gr. um skyldu til að semja ársreikning í samræmi við lög þessi, reglugerðir og settar reikningsskilareglur eftir því sem við á.
  3. 5. gr. ef ársreikningur, samstæðureikningur eða sjóðstreymi gefur ekki glögga mynd af afkomu, efnahag og breytingu á handbæru fé.
  4. 11. gr. um grunnforsendur ársreiknings.
  5. 14. gr. um efnahagsreikning.
  6. 16. gr. um eignfærslu þróunarkostnaðar og óefnislegra réttinda.
  7. 17. gr. um færslu kostnaðar við stofnun félags eða hækkun hlutafjár.
  8. 18. gr. um afföll og lántökukostnað af seldum eða keyptum verðbréfum.
  9. 20. gr. um tekjur og gjöld reikningsárs.
  10. 22. gr. um tekjur og gjöld sem tengjast ekki reglulegri starfsemi.
  11. 23. gr. um varanlega rekstrarfjármuni sem nýtast takmarkaðan tíma.
  12. 26. gr. um gjöld sem stofnað er til á reikningsárinu en varða síðari reikningsár.
  13. 28. gr. um sjóðstreymi.
  14. 29.–42. gr. um matsreglur.
  15. 43. gr. um skýringar í ársreikningi.
  16. 65. og 66. gr. um upplýsingagjöf í skýrslu stjórnar með ársreikningi.
  17. 66. gr. a um skyldu stjórnar félaga sem fengið hafa skráningu fyrir einn eða fleiri flokka hlutabréfa á skipulegum verðbréfamarkaði til upplýsingagjafar.
  18. 66. gr. b um undirritun yfirlýsingar stjórnarmanna í félagi sem gefið hefur út verðbréf sem tekin hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði innan Evrópska efnahagssvæðisins.
  19. 66. gr. c um birtingu yfirlýsingar um stjórnarhætti.
  20. 66. gr. d um birtingu ófjárhagslegra upplýsinga.
  21. 67. gr. um skyldu til að semja samstæðureikning.
  22. 73. gr. um skyldu til að semja samstæðureikning samkvæmt ákvæðum VII. kafla.
  23. 74. gr. um eignarhluti í dótturfélögum.
  24. 75. gr. um aðferðir við mat á eignum og skuldum samstæðu.
  25. 77. gr. um samstæðureikning.
  26. 79. gr. um kaupaðferð við stofnun samstæðu.
  27. 82.–84. gr. um skýringar með samstæðureikningi.
  28. 85. gr. um skýrslu stjórnar um samstæðu.
  29. 86. gr. um reikningsskil við samruna og skiptingu.
  30. 87. gr. a um skyldu félags sem gefið hefur út hlutabréf eða skuldabréf sem tekin hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði í ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins til að semja árshlutareikning vegna fyrstu sex mánaða reikningsársins.
  31. 87. gr. b um árshlutaskýrslu stjórnar félaga skv. 2. tölul. 1. mgr. 1. gr. vegna fyrstu sex mánaða reikningsársins.
  32. 87. gr. e um skyldu félags sem gefið hefur út hlutabréf eða skuldabréf sem tekin hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði í ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins til að birta árshlutareikning.
  33. 90. gr. um skyldu félags skv. 2. tölul. 1. mgr. 1. gr. til að beita alþjóðlegum reikningsskilastöðlum við gerð samstæðureiknings síns.
  34. 91. gr. um skyldu félags, sem ekki uppfyllir lengur skráningu á skipulögðum verðbréfamarkaði í ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins, í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum, til að beita alþjóðlegum reikningsskilastöðlum.
  35. 96. gr. um val á endurskoðanda, endurskoðunarfyrirtæki eða skoðunarmönnum ársreikninga.
  36. 2. mgr. 97. gr. um hæfi skoðunarmanna.
  37. 99. gr. um skyldu móðurfélags, sem skylt er að semja samstæðureikning skv. VII. kafla, til að kjósa einn eða fleiri endurskoðendur eða endurskoðunarfyrirtæki sem jafnframt skulu endurskoða dótturfélag þess ef þess er nokkur kostur.
  38. 102. gr. um endurskoðun og yfirferð ársreiknings.
  39. 103. gr. um upplýsingaskyldu stjórnar félags og framkvæmdastjóra við endurskoðendur og skoðunarmenn.
  40. 1. og 2. mgr. 104. gr. um áritun endurskoðenda á ársreikning og samstæðureikning.
  41. 3. mgr. 104. gr. um undirritun skoðunarmanna á ársreikning og samstæðureikning.
  42. 105. gr. um ábendingar og athugasemdir endurskoðanda eða skoðunarmanns.
  43. 108. gr. um bann við því að endurskoðendur eða skoðunarmenn og samstarfsmenn þeirra veiti einstökum félagsaðilum eða óviðkomandi aðilum upplýsingar um hag félagsins.
  44. 108. gr. a um skipun endurskoðunarnefndar við einingu tengda almannahagsmunum.
  45. 108. gr. d um skyldu endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtækis til að gera endurskoðunarnefnd árlega grein fyrir störfum sínum og óhæði og skila skriflegri skýrslu um mikilvæg atriði sem fram hafa komið við endurskoðunina.

     
     d. (123. gr.)
     Endurskoðendur eða skoðunarmenn gerast sekir um refsiverð brot gegn lögum þessum með athöfnum eða athafnaleysi því sem hér greinir:
  1. Ef þeir taka að sér að framkvæma endurskoðun eða yfirferð ársreiknings án þess að uppfylla hæfisskilyrði laganna.
  2. Ef þeir haga störfum sínum andstætt ákvæðum laga þessara eða í ósamræmi við góða endurskoðunarvenju.
  3. Ef þeir með áritun eða undirritun sinni gefa rangar eða villandi upplýsingar eða láta hjá líða að geta um mikilsverð atriði er snerta rekstrarafkomu eða efnahag félags.

     
     e. (124. gr.)
     Hver sá sem af ásetningi eða stórfelldu gáleysi brýtur gegn ákvæðum laga þessara á þann hátt sem lýst er í 122. og 123. gr. skal sæta sektum eða fangelsi allt að sex árum, enda liggi ekki þyngri refsing við broti samkvæmt öðrum lögum. Alvarleg brot gegn 122. og 123. gr. varða refsingu skv. 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga eða fésektum ef málsbætur eru miklar.
     Heimilt er að gera upptækan með dómi beinan eða óbeinan hagnað sem hlotist hefur af broti gegn ákvæðum laga þessara er varða sektum eða fangelsi.
     Tilraun til brots eða hlutdeild í brotum samkvæmt lögum þessum er refsiverð eftir því sem segir í almennum hegningarlögum.
     Gera má lögaðila fésekt fyrir brot gegn lögum þessum óháð því hvort brotið megi rekja til saknæms verknaðar fyrirsvarsmanns eða starfsmanns lögaðilans. Hafi fyrirsvarsmaður hans eða starfsmaður gerst sekur um brot á lögum þessum má auk þeirrar refsingar, sem hann sætir, gera lögaðilanum sekt og sviptingu starfsréttinda, enda sé brotið drýgt til hagsbóta fyrir lögaðilann eða hann hafi notið hagnaðar af brotinu.
     
     f. (125. gr.)
     Héraðssaksóknari fer með rannsókn alvarlegra brota á lögum þessum. Teljist brot ekki svo alvarleg að varði við 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga fer skattrannsóknarstjóri ríkisins með rannsóknir vegna brota á lögunum. Skattrannsóknarstjóri getur á hvaða stigi rannsóknar sem er vísað máli til rannsóknar lögreglu af sjálfsdáðum, svo og eftir ósk sökunautar ef hann vill ekki hlíta því að málið verði fengið yfirskattanefnd til úrlausnar.
     Yfirskattanefnd úrskurðar sektir vegna brota á lögum þessum, annarra en brota gegn 120. gr., nema brot sæti rannsókn og dómsmeðferð héraðssaksóknara skv. 1. mgr. Skattrannsóknarstjóri ríkisins getur á hvaða stigi rannsóknar sem er vísað máli til héraðssaksóknara af sjálfsdáðum, svo og eftir ósk sökunautar ef hann vill ekki hlíta því að málið verði fengið yfirskattanefnd til úrlausnar.
     Sakir samkvæmt lögum þessum fyrnast á sex árum miðað við upphaf rannsóknar á vegum héraðssaksóknara eða skattrannsóknarstjóra ríkisins, gegn manni sem sökunaut, enda verði ekki óeðlilegar tafir á rannsókn máls eða ákvörðun refsingar.

72. gr.

     2. mgr. 127. gr. laganna orðast svo:
     Viðmiðunarmörkin í 11. og 33. tölul. 2. gr. og 1. og 2. tölul. 1. mgr. 98. gr. eru grunnfjárhæðir sem miðast við gengi evru 19. júlí 2013. Ráðherra er heimilt að breyta þessum fjárhæðum til samræmis við breytingar á fjárhæðum í tilskipun 2013/34/ESB eða ef verulegar breytingar verða á gengi evru.

73. gr.

     128. gr. laganna orðast svo:
     Lög þessi fela í sér innleiðingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2013/34/ESB frá 26. júní 2013 um árleg reikningsskil, samstæðureikningsskil og tilheyrandi skýrslur tiltekinna tegunda fyrirtækja, um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/43/EB og niðurfellingu tilskipana ráðsins 78/660/EBE og 83/349/EBE, eins og hún var tekin upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 293/2015 frá 30. október 2015, og breytingu á henni með tilskipun 2014/95/ESB, reglugerð (EB) nr. 1606/2002 að því er varðar ársreikninga félaga með takmarkaða ábyrgð og samstæðureikningsskil þeirra, svo og reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1569/2007.

74. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda fyrir reikningsár sem hefst 1. janúar 2016 eða síðar nema ákvæði 55. gr. og d-liðar 64. gr. sem koma þegar til framkvæmda.

75. gr.

     Við gildistöku laga þessara verða eftirfarandi breytingar á öðrum lögum:
  1. Lög um hlutafélög, nr. 2/1995, með síðari breytingum: 4. tölul. 1. mgr. 107. gr. laganna fellur brott.
  2. Lög um einkahlutafélög, nr. 138/1994, með síðari breytingum: 3. tölul. 1. mgr. 82. gr. laganna fellur brott.


Samþykkt á Alþingi 2. júní 2016.