Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 285, 146. löggjafarþing 150. mál: almannatryggingar (leiðrétting).
Lög nr. 9 28. febrúar 2017.

Lög um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007, með síðari breytingum (leiðrétting).


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 16. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „elli- og örorkulífeyri skv. 17. og 18. gr. og ráðstöfunarfé skv. 48. og 56. gr.“ í 3. mgr. kemur: örorkulífeyri skv. 18. gr.
  2. Í stað orðanna „tekjutryggingu skv. 22. gr.“ í 4. mgr. kemur: ellilífeyri skv. 17. gr., tekjutryggingu skv. 22. gr. og ráðstöfunarfé skv. 48. og 56. gr.


2. gr.

     Í stað orðanna „3. mgr.“ í 2. málsl. 8. mgr. 48. gr. laganna kemur: 4. mgr.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi og gilda um þá sem höfðu öðlast rétt til ellilífeyris, sbr. 17. gr., eða ráðstöfunarfjár, sbr. 8. mgr. 48. gr. og 1. mgr. 56. gr. laga um almannatryggingar, 1. janúar 2017 og síðar.

Samþykkt á Alþingi 27. febrúar 2017.