Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1022, 146. löggjafarþing 574. mál: kjararáð (frestun á framkvæmd lagaákvæða).
Lög nr. 37 14. júní 2017.

Lög um breytingu á lögum um kjararáð, nr. 130/2016 (frestun á framkvæmd lagaákvæða).


1. gr.

     1. málsl. 2. mgr. 4. gr. laganna orðast svo: Kjararáð skal ákvarða föst laun fyrir venjulega dagvinnu og önnur laun sem starfinu fylgja og kveða á um önnur starfskjör.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. tölul. 8. gr. laganna:
  1. 2. málsl. f-liðar orðast svo: Laun og önnur launakjör þeirra skrifstofustjóra í Stjórnarráði sem ekki falla undir úrskurðarvald kjararáðs, lögreglumanna, tollvarða og fangavarða skulu fara eftir kjarasamningum sem stéttarfélög eða samtök þeirra gera við ríkið, sbr. 47. gr.
  2. Við bætist nýr stafliður, svohljóðandi: Við ákvæði til bráðabirgða í lögunum bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
  3.      Ákvæði 1. málsl. 39. gr. og 1. og 2. málsl. 1. mgr., 1. og 2. málsl. 2. mgr og 5. mgr. 39. gr. a um ákvörðun grunnlaunaflokks, undirflokks og viðbótarlauna koma ekki til framkvæmda fyrr en 1. janúar 2018. Fram að þeim tíma mun kjararáð ákvarða laun forstöðumanna samkvæmt lögum nr. 47/2006, sbr. 5. mgr. ákvæðis til bráðabirgða í lögum nr. 130/2016.


3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 31. maí 2017.