Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 992, 146. löggjafarþing 392. mál: Lánasjóður íslenskra námsmanna (lánshæfi aðfaranáms).
Lög nr. 39 14. júní 2017.

Lög um breytingu á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna, nr. 21/1992 (lánshæfi aðfaranáms).


1. gr.

     Við 2. mgr. 1. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Sjóðnum er heimilt samkvæmt nánari úthlutunarreglum að veita námsmönnum námslán til aðfaranáms, allt að 60 stöðluðum framhaldsskólaeiningum, sé námið skipulagt af viðurkenndum háskóla og samþykkt af ráðherra, óháð því hvort námið fer fram innan háskóla eða innan viðurkennds skóla á framhaldsskólastigi á grundvelli samnings við viðurkenndan háskóla.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 31. maí 2017.