Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 994, 146. löggjafarþing 234. mál: breyting á ýmsum lögum á sviði samgangna (innleiðing alþjóðlegra skuldbindinga, EES-reglur).
Lög nr. 40 14. júní 2017.

Lög um breytingu á ýmsum lögum á sviði samgangna (innleiðing alþjóðlegra skuldbindinga).


I. KAFLI
Breyting á siglingalögum, nr. 34/1985, með síðari breytingum.

1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 177. gr. laganna:
  1. Í stað „2.000.000 SDR“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: 3.020.000 SDR.
  2. Í stað „800 SDR“ í 1. tölul. 2. mgr. kemur: 1.208 SDR.
  3. Í stað „600 SDR“ í 2. tölul. 2. mgr. kemur: 906 SDR.
  4. Í stað „400 SDR“ í 3. tölul. 2. mgr. kemur: 604 SDR.
  5. Í stað „1.000.000 SDR“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: 1.510.000 SDR.
  6. Í stað „400 SDR“ í 1. tölul. 3. mgr. kemur: 604 SDR.
  7. Í stað „300 SDR“ í 2. tölul. 3. mgr. kemur: 453 SDR.
  8. Í stað „200 SDR“ í 3. tölul. 3. mgr. kemur: 302 SDR.


II. KAFLI
Breyting á lögum um loftferðir, nr. 60/1998, með síðari breytingum.

2. gr.

     Í stað 47. gr. og 47. gr. a laganna kemur nýr kafli, V. kafli A, Tilkynning atvika í almenningsflugi, með fimm nýjum greinum, 47. gr. og 47. gr. a – 47. gr. d, svohljóðandi:
     
     a. (47. gr.)
Tilkynningarskylda.
     Öll atvik í almenningsflugi sem geta stofnað flugöryggi í umtalsverða hættu, þ.m.t. þau sem tilkynna ber til rannsóknarnefndar samgönguslysa, sbr. lög um rannsókn samgönguslysa, skulu tilkynnt Samgöngustofu í samræmi við ákvæði þessa kafla. Með atviki er átt við atburð tengdan öryggi sem stofnar eða, ef ekki er gripið til aðgerða eða gerðar úrbætur, getur stofnað loftfari, farþegum eða öðrum einstaklingum í hættu.
     Tilkynningarskylda samkvæmt ákvæði þessu hvílir á flugstjóra eða næstráðanda um borð í loftfari ef flugstjóra er eigi unnt að sinna þeirri skyldu. Jafnframt hvílir hún á þeim sem koma að hönnun og framleiðslu loftfars eða tækjabúnaðar eða einhverjum hluta þess, þeim sem koma að útgáfu lofthæfisstaðfestingarvottorðs eða viðhaldsvottorðs, flugumferðarstjórum og öðrum starfsmönnum í flugleiðsöguþjónustu, viðhaldsaðilum, þeim sem sinna starfi tengdu afgreiðslu loftfars á jörðu niðri og öðrum starfsmönnum í öryggistengdum störfum.
     Fyrirtæki skulu koma á tilkynningakerfi til að auðvelda söfnun upplýsinga um tilkynningarskyld atvik.
     Ráðherra er heimilt að setja reglugerð þar sem kveðið er nánar á um tilkynningarskylduna, m.a. um til hvaða atvika tilkynningarskylda nái, að skyldan taki til fleiri aðila en taldir eru upp í þessari grein, um form úrvinnslu, um öryggisáhættuflokkun, greiningu atvika og eftirfylgni, tímamörk og birtingu skýrslna á grundvelli tilkynninga og annað er máli kann að skipta til að rekja megi orsakir atvika.
     
     b. (47. gr. a.)
Valfrjálsar tilkynningar.
     Fyrirtæki skulu koma á tilkynningakerfi fyrir valfrjálsar tilkynningar, m.a. til að auðvelda söfnun upplýsinga um atvik sem ekki er skylt að tilkynna og um atvik sem tilkynnt eru af einstaklingum sem ekki eru tilkynningarskyldir skv. 47. gr.
     Ráðherra er heimilt að útfæra tilkynningakerfi skv. 1. mgr. í reglugerð.
     
     c. (47. gr. b.)
Gagnagrunnur Samgöngustofu um tilkynnt atvik, miðlægt evrópskt gagnasafn og gagnagrunnar fyrirtækja.
     Tilkynningar og upplýsingar um atvik sem safnað er af Samgöngustofu skal varðveita í sérstökum gagnagrunni til að auðvelda úrvinnslu upplýsinga til eflingar flugöryggi. Óheimilt er að veita þriðja aðila aðgang að upplýsingum eða tilkynningum. Þetta á þó ekki við um upplýsingar sem veittar eru:
  1. erlendum ríkjum, stofnunum eða samtökum á grundvelli þjóðréttarlegra skuldbindinga, ef tilgangurinn er að vinna að auknu flugöryggi,
  2. hagsmunaaðilum sem eru í þeirri stöðu að geta unnið að bættu flugöryggi.

     Samgöngustofa tekur þátt í samstarfi um miðlægt evrópskt gagnasafn og skal stofnunin flytja í gagnasafnið allar upplýsingar um öryggi sem geymdar eru í gagnagrunni Samgöngustofu. Einnig skal flytja upplýsingar um flugslys og alvarleg flugatvik í miðlæga evrópska gagnasafnið.
     Óheimilt er að skrá persónuupplýsingar í gagnagrunn Samgöngustofu og hið miðlæga evrópska gagnasafn.
     Fyrirtæki skulu geyma tilkynningar um atvik sem safnað er samkvæmt þessum kafla í sérstökum gagnagrunni, einum eða fleiri eftir því sem við á.
     Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um gagnagrunn Samgöngustofu, aðgengi að upplýsingum úr gagnagrunninum, miðlæga evrópska gagnasafnið og gagnagrunna fyrirtækja.
     
     d. (47. gr. c.)
Vinnsla upplýsinga.
     Fyrirtæki skulu greina upplýsingar um atvik í því skyni að auðkenna áhættu. Á grundvelli greiningarinnar ákveða fyrirtæki, ef við á, aðgerðir til úrbóta og hrinda þeim í framkvæmd.
     Fyrirtæki, sem auðkennir í kjölfar greiningar skv. 1. mgr. raunverulega eða hugsanlega áhættu í tengslum við flugöryggi, skal tilkynna Samgöngustofu um bráðabirgðaniðurstöður greiningarinnar og hugsanlegar aðgerðir sem fyrirtækið hyggst grípa til. Fyrirtæki skulu tilkynna Samgöngustofu um lokaniðurstöður greiningar um leið og þær liggja fyrir.
     Vinnsla persónuupplýsinga skal aðeins fara fram eftir því sem nauðsyn þykir í þágu flugöryggis.
     Samgöngustofa getur heimilað smærri fyrirtækjum að koma á einföldu fyrirkomulagi við söfnun, vinnslu og varðveislu upplýsinga.
     Ráðherra er heimilt í reglugerð að mæla nánar fyrir um vinnslu og greiningu upplýsinga, um söfnun og vinnslu persónuupplýsinga og gæðaeftirlit fyrirtækja og um eftirfylgni með framkvæmd aðgerða samkvæmt þessari grein.
     
     e. (47. gr. d.)
Sanngirnismenning.
     Tilkynning atvika miðar að því að bæta flugöryggi með það að markmiði að koma í veg fyrir flugslys og flugatvik en ekki að upplýsa hver eigi sök eða beri ábyrgð. Óheimilt er að nota upplýsingar í öðrum tilgangi en þeim sem að framan greinir.
     Fyrirtækjum er óheimilt að láta starfsfólk sem tilkynnir um atvik eða er tilgreint í tilkynningu sæta einhverjum viðurlögum á grundvelli upplýsinganna nema um sé að ræða:
  1. ásetning,
  2. greinilega, grófa og alvarlega vanrækslu í tengslum við augljósa áhættu og algera vanrækslu varðandi þá faglegu ábyrgð að grípa ekki til aðgerða sem augljóslega er þörf á við aðstæður sem fyrirsjáanlega skaða einstaklinga eða eignir eða stofna flugöryggi í alvarlega hættu,
  3. neyslu áfengis eða örvandi eða deyfandi lyfja.
Einnig er óheimilt að beita starfsfólk viðurlögum ef það beinir kvörtun til Samgöngustofu vegna meintra brota fyrirtækis, sbr. 4. mgr.
     Fyrirtæki skulu, í samráði við fulltrúa starfsmanna, samþykkja innri reglur sem lýsa hvernig fyrirtækið tryggir meginreglur um sanngirnismenningu innan þess.
     Telji starfsmaður að brotið hafi verið gegn 1.–3. mgr. þessarar greinar og 2. mgr. 141. gr. getur hlutaðeigandi beint kvörtun til Samgöngustofu og farið fram á að hún láti málið til sín taka. Berist Samgöngustofu slík kvörtun skal hún m.a. leita álits viðkomandi fyrirtækis á kvörtuninni, ganga úr skugga um að upplýsingar sem þar eru veittar eigi við rök að styðjast og jafnframt freista þess að jafna ágreining aðila á skjótan og markvissan hátt.
     Náist ekki samkomulag skv. 4. mgr. skal Samgöngustofa ljúka málinu með rökstuddu áliti. Áliti Samgöngustofu verður ekki skotið til annarra stjórnvalda en aðilar geta lagt ágreining sinn fyrir dómstóla með venjulegum hætti.

3. gr.

     3. mgr. 70. gr. laganna orðast svo:
     Aðili, með samþykki vegna flugverndar, skal tilnefna flugverndarstjóra sem samþykktur er af Samgöngustofu. Flugverndarstjóri skal leiðbeina, innleiða og framfylgja flugverndaráætlun aðilans. Hann starfar sem sérstakur trúnaðarmaður Samgöngustofu um flugverndarmál.

4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 70. gr. d laganna:
  1. Orðið „og“ í lok p-liðar fellur brott.
  2. Við bætist nýr stafliður, svohljóðandi: hæfi flugverndarstjóra, sbr. 3. mgr. 70. gr.


5. gr.

     2. málsl. 73. gr. laganna fellur brott.

6. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 141. gr. laganna:
  1. Í stað „47. gr.“ í 2. mgr. kemur: V. kafla A.
  2. Í stað orðanna „flug- eða flugumferðaratviks“ í 2. mgr. kemur: flugatviks, sem og aðila sem getið er í tilkynningunni.
  3. Við 3. mgr. bætist: eða hún notuð í máli sem kann að varða stjórnsýsluviðurlögum.


III. KAFLI
Breyting á lögum um áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa, nr. 76/2001, með síðari breytingum.

7. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:
  1. Á eftir orðinu „farþegaskipa“ í 1. mgr. kemur: farþegabáta.
  2. Í stað orðanna „tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/25/EB um lágmarksþjálfun sjómanna, með síðari breytingum“ í 3. mgr. kemur: tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/106/EB frá 19. nóvember 2008 um lágmarksþjálfun sjómanna (endurútgefin), með síðari breytingum.


8. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
  1. Á eftir orðunum „12 farþega“ í 3. tölul. kemur: á sjó, ám eða vötnum.
  2. 9. tölul. orðast svo: 2. vélstjóri er sá vélstjóri sem gengur næst yfirvélstjóra og ber ábyrgð á vélum sem knýja skipið og rekstri og viðhaldi vél- og rafbúnaðar þess í forföllum yfirvélstjóra.
  3. Í stað orðsins „alþjóðaradíóreglugerðarinnar“ í 10. tölul. kemur: alþjóðafjarskiptareglna.
  4. Við bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Farþegabátur er hvert fljótandi far, skrásett sem farþegabátur, sem getur flutt að hámarki 12 farþega á sjó, ám eða vötnum, til og frá landinu, milli hafna innan lands og utan.


9. gr.

     Á eftir 4. gr. laganna kemur ný grein, 4. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Heilbrigðiskröfur.
     Þeir sem bera ábyrgð á því að meta heilbrigði sjómanna til starfa á farþega- og flutningaskipum skv. 4. mgr. 4. gr. skulu vera starfandi læknar sem eru viðurkenndir af Samgöngustofu.
     Kröfur um heilbrigði sjómanna skulu vera í samræmi við alþjóðaskuldbindingar íslenska ríkisins, sbr. 3. mgr. 1. gr.
     Ráðherra mælir nánar fyrir um heilbrigðiskröfur sjómanna og viðurkenningu lækna í reglugerð.

10. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
  1. Á undan orðunum „fimm ár“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: allt að.
  2. Á undan orðunum „fimm ára“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: allt að.
  3. Í stað orðanna „eitt ár“ í 2. tölul. 1. mgr. kemur: tólf mánuði.


11. gr.

     Í stað orðanna „tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2001/25/EB“ í 3. mgr. 6. gr. laganna kemur: tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2008/106/EB frá 19. nóvember 2008 um lágmarksþjálfun sjómanna (endurútgefin), með síðari breytingum.

12. gr.

     2.–4. mgr. 9. gr. laganna falla brott.

13. gr.

     11. gr. laganna orðast svo:
     Sá einn sem er lögmætur handhafi skírteinis hefur rétt til starfa um borð í farþegaskipum, farþegabátum og flutningaskipum.
     Ráðherra mælir nánar í reglugerð fyrir um útgáfu skírteina í samræmi við stöðu, skipsstærð, skipsgerð og vélarafl í samræmi við alþjóðaskuldbindingar íslenska ríkisins, sbr. 3. mgr. 1. gr. Samgöngustofu er heimilt að veita undanþágur frá tilteknum kröfum þegar um er að ræða farþegaskip sem sigla á tilteknu farsviði og á tilteknu tímabili, enda sé ekki farið í bága við skuldbindingar sem á íslenska ríkinu hvíla samkvæmt alþjóðasamþykktinni.

14. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „farþegaskip og flutningaskip“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: farþegaskip, farþegabát og flutningaskip.
  2. Í stað orðanna „Farþegaskip og flutningaskip“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: Farþegaskip, farþegabáta og flutningaskip.
  3. 3. mgr. orðast svo:
  4.      Samgöngustofa ákveður mönnun farþegaskipa, farþegabáta og flutningaskipa.
  5. Við greinina bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
  6.      Samgöngustofa gefur út öryggismönnunarskírteini fyrir farþegaskip og flutningaskip þar sem kveðið er á um lágmarksfjölda í áhöfn, samsetningu áhafnar og skírteini fyrir einstakar stöður.


IV. KAFLI
Breyting á lögum um vaktstöð siglinga, nr. 41/2003, með síðari breytingum.

15. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
  1. Við 1. málsl. 1. mgr. bætist: greiða fyrir flutningum á sjó og draga úr stjórnsýslubyrði skipafélaga.
  2. Á eftir g-lið 1. mgr. kemur nýr stafliður, h-liður, svohljóðandi, og breytist röð stafliða samkvæmt því: móttöku og miðlun upplýsinga samkvæmt lögum þessum og reglugerðum settum samkvæmt þeim um samræmda afhendingu og miðlun upplýsinga um flutninga á sjó.


16. gr.

     Á eftir III. kafla A laganna kemur nýr kafli, III. kafli B, Samræmd afhending og miðlun upplýsinga um flutninga á sjó, með þremur nýjum greinum, 16. gr. c – 16. gr. e, ásamt fyrirsögnum, svohljóðandi:
     
     a. (16. gr. c.)
Afhending upplýsinga.
     Skipum sem koma til hafnar eða láta úr höfn á Íslandi er skylt að fara eftir ákvæðum þessa kafla.
     Skipstjóra, rekstraraðila eða umboðsmanni útgerðar er skylt að afhenda vaktstöð siglinga upplýsingar sem veita ber vegna komu og brottfarar skipa samkvæmt ákvæðum laga og stjórnvaldsfyrirmæla þar að lútandi með þeim hætti sem ráðherra ákveður í reglugerð.
     Upplýsingarnar skulu veittar rafrænt innan þess tíma sem ráðherra ákveður í reglugerð.
     
     b. (16. gr. d.)
Miðlun upplýsinga.
     Vaktstöð siglinga tekur við upplýsingum skv. 2. gr., varðveitir þær og framsendir til réttra stjórnvalda innan lands. Vaktstöð siglinga er undanþegin ákvæðum um aðgang að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum og stjórnsýslulögum hvað framsendar upplýsingar varðar.
     Upplýsingarnar skulu vera aðgengilegar viðeigandi stjórnvöldum aðildarríkja samningsins um Evrópska efnahagssvæðið að því gefnu að þau hafi sambærilegar skyldur og samsvarandi íslensk stjórnvöld hvað varðar þagnarskyldu og vernd persónuupplýsinga.
     
     c. (16. gr. e.)
Þagnarskylda og meðferð upplýsinga.
     Um þagnarskyldu starfsmanna vaktstöðvar siglinga fer samkvæmt ákvæðum viðeigandi laga og stjórnvaldsfyrirmæla þar sem kveðið er á um skyldu til afhendingar upplýsinga en að öðrum kosti skv. 18. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996.
     Um vinnslu persónuupplýsinga fer samkvæmt ákvæðum laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

V. KAFLI
Breyting á lögum um rannsókn samgönguslysa, nr. 18/2013, með síðari breytingum.

17. gr.

     Í stað orðanna „efni séu“ í 2. málsl. 2. mgr. 15. gr. a laganna kemur: ekki séu efni.

18. gr.

     Á eftir 15. gr. a laganna kemur ný grein, 15. gr. b, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Sjóslys eða sjóatvik þegar ekjuferja eða háhraðafarþegafar á hlut að máli.
     Þegar ekjuferja eða háhraðafarþegafar á hlut að sjóslysi eða sjóatviki skal rannsóknarnefnd samgönguslysa annast rannsókn máls þegar það gerist innan íslenskrar landhelgi eða innsævis Íslands. Rannsóknarnefndin skal einnig annast rannsókn máls þegar sjóslys eða sjóatvik ekjuferju eða háhraðafarþegafars á sér stað á öðru hafsvæði, enda hafi ferjan eða farið síðast komið við hér á landi. Í tilviki 2. málsl. ber rannsóknarnefndin ábyrgð á rannsókn og samhæfingu aðgerða með öðrum ríkjum sem eiga mikilla hagsmuna að gæta þar til sameiginleg ákvörðun hefur verið tekin um hvaða ríki skuli vera aðalrannsóknarríki.

19. gr.

     Við 18. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Nú óskar rannsóknarnefndin eftir aðstoð yfirvalds EES-ríkis, sem tekur ekki þátt í rannsókninni, og skal nefndin þá leita eftir samkomulagi við viðkomandi yfirvald um endurgreiðslu útlagðs kostnaðar.

20. gr.

Gildistaka.
     Lög þessi öðlast þegar gildi.
     Ákvæði 1. gr. laga þessara koma til framkvæmda 1. janúar 2018.

21. gr.

Breyting á öðrum lögum.
     Við gildistöku laga þessara verða eftirfarandi breytingar á tollalögum, nr. 88/2005, með síðari breytingum:
  1. Í stað orðanna „Stjórnanda fars“ í 1. mgr. 51. gr. laganna kemur: Stjórnanda fars eða öðrum aðila sem hefur til þess umboð frá rekstraraðila farsins.
  2. Í stað orðanna „við komu til landsins“ í 4. mgr. 57. gr. laganna kemur: með hæfilegum fyrirvara.
  3. Við 57. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
  4.      Ráðherra getur í reglugerð sett nánari reglur um meðferð forða, m.a. um afhendingu upplýsinga við komu fars.
  5. Í stað orðanna „skv. 1. mgr. 51. gr. a, sbr. 1. málsl. 3. mgr. þeirrar lagagreinar“ í 1. mgr. 180. gr. a laganna kemur: skv. 1. mgr. 51. gr., sbr. 5. mgr. þeirrar lagagreinar, og 1. mgr. 51. gr. a, sbr. 1. málsl. 3. mgr. þeirrar lagagreinar.


Samþykkt á Alþingi 31. maí 2017.