Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 117, 148. löggjafarþing 28. mál: málefni fatlaðs fólks og aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum (notendastýrð persónuleg aðstoð).
Lög nr. 93 29. desember 2017.

Lög um breytingu á lögum um málefni fatlaðs fólks og lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum (notendastýrð persónuleg aðstoð).


I. KAFLI
Breyting á lögum um málefni fatlaðs fólks, nr. 59/1992, með síðari breytingum.

1. gr.

     Í stað 2. málsl. 5. mgr. ákvæðis til bráðabirgða IV í lögunum koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Heimilt er að framlengja samninga sem gerðir hafa verið árið 2017 til ársloka 2018, eða fram að gildistöku laga þar sem kveðið verður á um réttinn til notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar. Jafnframt er heimilt að gera nýja samninga í samræmi við heimildir í fjárlögum fyrir árið 2018.

II. KAFLI
Breyting á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980, með síðari breytingum.

2. gr.

     2. mgr. bráðabirgðaákvæðis 9 í lögunum verður svohljóðandi:
     Ákvæði þetta gildir fram að gildistöku laga þar sem kveðið verður á um réttinn til notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar, en þó ekki lengur en til ársloka 2018.

3. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2018.

Samþykkt á Alþingi 28. desember 2017.