2. fundur
Íslandsdeildar NATO-þingsins á 148. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, mánudaginn 22. janúar 2018 kl. 12:30


Mættir:

Njáll Trausti Friðbertsson (NF) formaður, kl. 12:30
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 12:30
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 12:30

Nefndarritari: Arna Gerður Bang

Bókað:

1) Kosning varaformanns Kl. 12:30
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var kosin varaformaður Íslandsdeildar NATO-þingsins.

2) Starfið framundan Kl. 12:40
Farið var yfir starfið framundan og fyrirhugaða fundi á árinu 2018.

3) Önnur mál Kl. 12:50
Íslandsdeild þiggur boð utanríkisráðherra um kynningu á helstu verkefnum sem tengjast starfi nefndarinnar. Ritari mun senda nefndarmönnum tillögur að fundartíma.
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 13:00