6. fundur
Íslandsdeildar Norðurlandaráðs á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 3. apríl 2018 kl. 11:00


Mættir:


Nefndarritari: Helgi Þorsteinsson

Bókað:

1) Vorþing Norðurlandaráðs á Íslandi 10.-11. apríl 2018 Kl. 10:37


2) Tillaga landsdeilda Finnlands og Íslands um íslensku og finnsku sem vinnutungumál hjá Norðurlandaráði Kl. 10:47
Samþykkt var að fela ritara að koma því á framfæri við skrifstofu Norðurlandaráðs að enn vanti að skilgreina hvað nákvæmlega felist i því að gera íslensku og finnsku að vinntungumálum til jafns við skandinavísku málin og í framhaldi af því að gera kostnaðaráætlun.

3) Norræna eldfjallasetrið Kl. 10:50
Formaður lagði áherslu á að Íslandsdeild Norðurlandaráðs beitti sér sameiginlega í málinu. Ákveðið var að ræða málið aftur á fundi Íslandsdeildarinnar með samstarfsráðherra 4. apríl.

4) Dagskrá fyrir fund Íslandsdeildar Norðurlandaráðs með samstarfsráðherra Norðurlanda 4. apríl 2018 Kl. 10:55


5) Vetrarfundur fastanefndar Þingmannaráðstefnu Eystrasaltssvæðisins (BSPC) 22. febrúar 2018 í Brussel Kl. 11:00


6) Stefnumótunarfundur Norræna menningarsjóðsins í Kaupmannahöfn 7.-8. febrúar 2018 Kl. 11:05


7) Fundur eftirlitsnefndar Norræna fjárfestingarbankans 8.-9. mars 2018 Kl. 11:10


8) Dagur Norðurlanda 23. mars Kl. 11:15
Þingmenn Íslandsdeildar Norðurlandaráðs lýstu ánægju sinni með það að fánum Norðurlandanna hafi verið flaggað fyrir utan þinghúsið og vonuðust til þess að þeim sið yrði haldið áfram. Jafnframt lýstu þingmenn vilja til að skrifa greinar, skipuleggja fundi á vegum flokka sinna og að öðru leyti leggja meira upp úr þessum degi framvegis, ekki síst á næsta ári þegar Norrænu félögin halda upp á 100 ára afmæli sitt.

9) Fundur fólksins á 8.-9 september 2018 á Akureyri Kl. 11:25
Ákveðið var að bjóða fulltrúa Fundar fólksins (sem nú nefnist LÝSA) á fund Íslandsdeildar Norðurlandaráðs til að afla nánari upplýsinga og ræða þátttöku þingmanna.

Fundi slitið kl. 12:30