Tilkynningar um alþjóðastarf

19.9.2017 : Heimsókn breskra þingmanna

Forseti Alþingis og breskir þingmennSendinefnd þingmanna úr báðum deildum breska þingsins er í vinnuheimsókn á Íslandi. Þingmennirnir eru allir í Bretlandsdeild Alþjóða­þingmanna­sambandsins. Þeir áttu í morgun fund með Unni Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, þar sem samband Alþingis og breska þingsins bar hæst.

4.9.2017 : Forseti þjóðþings Sviss í heimsókn í Alþingi

Forseti þjóðþings Sviss, Jürg Stahl, og forseti Alþingis, Unnur Brá Konráðsdóttir.Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, átti í dag fund með svissneskum starfsbróður sínum, Jürg Stahl, forseta neðri deildar svissneska þingsins. Þau ræddu meðal annars tvíhliða samskipti þjóðþinganna og samstarf á vettvangi Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA. 

1.9.2017 : Ályktanir frá ársfundi Vestnorræna ráðsins

Atkvæðagreiðsla á ársfundi Vestnorræna ráðsinsÁrsfundur Vestnorræna ráðsins, samstarfsráðs þjóðþinga Íslands, Færeyja og Grænlands, samþykkti í dag að beina því til stjórnvalda landanna þriggja að vinna sam­eig­in­lega að rann­sókn á um­fangi örplasts í lífverum hafsins og plastmengunar almennt í Norður-Atlantshafi. 

31.8.2017 : Ráðherrar lýsa yfir vilja til aukins samstarfs landanna á fundi Vestnorræna ráðsins

Forsætisnefnd Vestnorræna ráðsins og utanríkisráðherrar, Íslands, Færeyja og GrænlandsÁrsfundur Vestnorræna ráðsins hófst í morgun með ávarpi forseta Alþingis, Unnar Brár Konráðsdóttur, síðan setti Bryndís Haraldsdóttir, formaður Vestnorræna ráðsins, fundinn. Utanríkisráðherrar landanna þriggja lýstu m.a. vilja til auka fríverslun á milli landanna.

30.8.2017 : Ársfundur Vestnorræna ráðsins haldinn á Alþingi

Íslenski, færeyski og grænlenski fáninn.Ársfundur Vestnorræna ráðsins, samstarfsráðs þjóðþinga Færeyja, Grænlands og Íslands, fer fram í þingsal Alþingis dagana 31. ágúst og 1. september. Utanríkisráðherrar landanna þriggja funda með ráðinu við upphaf fyrri fundadags.