Tilkynningar um alþjóðastarf

27.4.2017 : Heimsókn rússneskra þingmanna

Heimsókn rússneskra þingmannaForseti Alþingis, Unnur Brá Konráðsdóttir, tók á móti rússneskum þingmönnum í Alþingishúsinu í gær, 26. apríl. Þingmennirnir áttu einnig fund með nefndarmönnum úr velferðarnefnd Alþingis og formönnum alþjóðanefnda.

20.4.2017 : Annette Lassen hlýtur Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2017

Verðlaun Jóns Sigurðssonar 2017Hátíð Jóns Sigurðssonar var haldin í Jónshúsi í Kaupmannahöfn í dag, 20 apríl, á sumardaginn fyrsta. Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, setti hátíðina og afhenti Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta. Gerður Kristný rithöfundur var aðalræðumaður að þessu sinni.

19.4.2017 : Hátíð Jóns Sigurðssonar í Jónshúsi í Kaupmannahöfn 20. apríl

Málverk af Jóni Sigurðssyni eftir August SchiöttHátíð Jóns Sigurðssonar verður haldin í Jónshúsi í Kaupmannahöfn á sumardaginn fyrsta, 20. apríl 2017, kl. 16.30. Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta verða afhent af því tilefni. Markmiðið með hátíðinni er að heiðra minningu Jóns Sigurðssonar og halda á loft verkum hans og hugsjónum. Dagskrá hátíðarinnar er að finna á vef Jónshúss.

6.4.2017 : Forseti þjóðþings Austurríkis í heimsókn á Íslandi

Heimsókn forseta austurríska þingsinsDoris Bures, forseti þjóðþings Austurríkis, er í heimsókn á Íslandi dagana 5.-9. apríl 2017, í boði Unnar Brár Konráðsdóttur, forseta Alþingis. Forseti austurríska þingsins átti í daga fund með forseta Alþingis.

24.3.2017 : Jafnréttismál sett á dagskrá fundar þingforseta í San Marínó

Fundur þingforseta í San MarínóJóna Sólveig Elínardóttir, 2. varaforseti Alþingis og formaður utanríkismálanefndar, sótti árlegan fund forseta þjóðþinga evrópska smáríkja sem haldinn var í San Marínó 21.–23. mars 2017.