Tilkynningar um alþjóðastarf

21.3.2017 : Fundur þingforseta smáríkja Evrópu í San Marínó

Jóna Sólveig Elínardóttir, 2. varaforseti Alþingis og formaður utanríkismálanefndar, sækir árlegan fund forseta þjóðþinga evrópska smáríkja sem haldinn er í San Marínó 21.–23. mars 2017.

20.3.2017 : Heimsókn þingforseta Norðurlanda og Eystrasaltsríkja til Georgíu

Heimsókn þingforseta Norðurlanda og Eystrasaltsríkja til GeorgíuSteingrímur J. Sigfússon, 1. varaforseti Alþingis, verður í vinnuheimsókn í Georgíu 20.–22. mars 2017 ásamt þingforsetum Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. 

17.3.2017 : Umsóknir um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2017–2018

Jónshús_FræðimannsíbúðÍbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, samkvæmt reglum um hús Jóns Sigurðssonar, er laus til afnota tímabilið 30. ágúst 2017 til 28. ágúst 2018. Umsóknir skulu hafa borist eigi síðar en þriðjudaginn 18. apríl nk. Nánari upplýsingar er að finna á vef Jónshúss.

15.2.2017 : Ársfundur alþjóðasamtaka kvenþingmanna haldinn á Íslandi haustið 2017

Undirritun yfirlýsingar  um að halda ársfund alþjóðlegra samtaka þvenþingmanna á  Íslandi 2017Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, og Silvana Koch-Mehrin, stofnandi Women in Parliaments Global Forum, undirrituðu síðastliðinn föstudag sameiginlega yfirlýsingu um að halda ársfund þessara alþjóðlegu samtaka kvenþingmanna á Íslandi í lok nóvember 2017.

10.2.2017 : Formenn alþjóðanefnda

Formenn Íslandsdeilda á 146. þingiKjörnir hafa verið formenn allra alþjóðanefnda Alþingis. Upplýsingar um skipan og störf aþjóðanefnda er að finna á síðu hverrar nefndar.