Tilkynningar um alþjóðastarf

28.6.2017 : Forseti Alþingis fundar með forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings

Þingforsetar þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í vinnuheimsókn í  Bandaríkjunum

Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, átti í dag fund með Paul Ryan, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, ásamt þingforsetum Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. 

26.6.2017 : Vinnuheimsókn forseta þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja til Bandaríkjanna

Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis og Lisa Murkowski öldungardeildarþingmaðurUnnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, tekur þátt í vinnuheimsókn þingforseta þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja til Bandaríkjanna, 27.–28. júní 2017. Þingforsetarnir munu eiga fund með Paul Ryan, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, á miðvikudag 28. júní. 

13.6.2017 : Fundur vestnorrænna þingforseta

Fundur vestnorrænna þingforseta

Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, sótti fund vestnorrænna þingforseta í Nuuk á Grænlandi 12.–13. júní 2017 í boði Lars-Emil Johansen, forseta grænlenska þingsins. Auk þeirra sótti Páll á Reynatúgvu, forseti færeyska Lögþingsins, fundinn. Á dagskrá fundar var samstarf landanna þriggja, einkum þingmannasamstarf.  

23.5.2017 : Fundur þingmannanefndar EES

Fundur þingmannanefndar EES

Fundur þingmannanefndar EES er haldinn í dag í Hörpu. Til umræðu á fundinum er m.a. þróun EES-samningsins, efnahagslegar og pólitískar áskoranir innri markaðarins, málefni Norðurslóða og orkumál

18.5.2017 : Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar

Jónshús_FræðimannsíbúðÚthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar hefur úthlutað íbúð fræðimanns frá ágústlokum 2017 til ágústloka 2018. Nefndinni bárust 29 umsóknir.