Tilkynningar um alþjóðastarf

13.10.2017 : Forseti Alþingis hittir framkvæmdastjóra Loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna

Forseti Alþingis og framkvæmdastjóri Loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna

Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, átti í dag fund með Patriciu Espinosa, framkvæmdastjóra Loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Ræddu þær hlutverk kjörinna fulltrúa og þjóðþinga í baráttunni við loftslagsbreytingar en Alþingi samþykkti samhljóða fullgildingu Parísarsáttmálans á síðasta ári.   

11.10.2017 : Forseti Alþingis tekur á móti bandarískum öldungadeildarþingmanni

Unnur Brá Konráðsdóttir og Lisa MurkowskiUnnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, tók í dag á móti bandaríska öldungadeildarþingmanninum Lisu Murkowski frá Alaska. Þær ræddu hagsmuni Norðurslóða og mikilvægi samvinnu þingmanna á heimsskautasvæðinu. 

29.9.2017 : Umsóknir um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2018

Jónshús_FræðimannsíbúðÍbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, í húsi Jóns Sigurðssonar, er laus til afnota 3. janúar til 18. desember 2018. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist eigi síðar en mánudaginn 30. október næstkomandi. Allar nánari upplýsingar og sérstök eyðublöð er að finna á heimasíðu Jónshúss.

19.9.2017 : Heimsókn breskra þingmanna

Forseti Alþingis og breskir þingmennSendinefnd þingmanna úr báðum deildum breska þingsins er í vinnuheimsókn á Íslandi. Þingmennirnir eru allir í Bretlandsdeild Alþjóða­þingmanna­sambandsins. Þeir áttu í morgun fund með Unni Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, þar sem samband Alþingis og breska þingsins bar hæst.

4.9.2017 : Forseti þjóðþings Sviss í heimsókn í Alþingi

Forseti þjóðþings Sviss, Jürg Stahl, og forseti Alþingis, Unnur Brá Konráðsdóttir.Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, átti í dag fund með svissneskum starfsbróður sínum, Jürg Stahl, forseta neðri deildar svissneska þingsins. Þau ræddu meðal annars tvíhliða samskipti þjóðþinganna og samstarf á vettvangi Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA.