14.10.2002

Haustfundur þingmannanefndar EFTA í Brussel

Á fundinum munu fulltrúar EFTA-skrifstofunnar í Brussel gera grein fyrir nýjustu þróun í lögum og reglugerðum ESB og hugsanleg áhrif þeirra á EFTA og EES í nánustu framtíð. Auk umræðna um stöðu EES-samningsins verður farið yfir helstu atriði í nýjum reglugerðum um fjarskiptatækni, réttindi Evrópusambandsþegna til frjálsrar búsetu innan landa ESB, þróun Matvælastofnunar Evrópu o.fl.

Katrín Fjeldsted, Kristinn H. Gunnarsson, Ögmundur Jónasson og Össur Skarphéðinsson munu sækja fundinn af hálfu Alþingis.