10.6.2003

Þemaráðstefna Vestnorræna ráðsins um heilbrigðismál

Árleg þemaráðstefna Vestnorræna ráðsins er haldin í Ilulissat á Grænlandi dagana 10.-12. júní og er sjónum að þessu sinni beint að heilbrigðismálum. Á ráðstefnunni munu þingmenn og sérfræðingar meðal annars ræða vandamál sem tengjast því að tryggja góða heilbrigðisþjónustu á dreifbýlum svæðum þar sem samgöngur eru erfiðar.

Fyrir hönd Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins sækja þemaráðstefnuna þau Birgir Ármannsson formaður, Magnús Þór Hafsteinsson, Anna Kristín Gunnarsdóttir, Helgi Hjörvar og Birkir J. Jónsson.