7.5.2004

Opinber heimsókn forseta ungverska þingsins 10.-13. maí 2004

Dagana 10.-13. maí 2004 verður forseti ungverska þingsins, dr. Katalin Szili, í opinberri heimsókn á Íslandi í boði Halldórs Blöndals, forseta Alþingis. Í för með dr. Katalin Szili verða eiginmaður hennar Miklós Molnár, þingmennirnir dr. István Vitányi og dr. Miklós Csapody og embættismenn.

Forseti ungverska þingsins mun eiga viðræður við forseta Alþingis og ræða við Davíð Oddsson forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Siv Friðleifsdóttur umhverfisráðherra. Forsetinn mun eiga fund með þingflokksformönnum, fulltrúum utanríkismálanefndar Alþingis og óformlegan fund með fulltrúum Íslandsdeildar þingmannanefndar EFTA.

Dr. Katalin Szili mun verja degi í ferð um Suðurland og skoðar meðal annars Þingvelli og Nesjavallavirkjun.

Nánari upplýsingar um heimsóknina fást hjá alþjóðasviði Alþingis í síma 563 0738 og almannatengsladeild í síma 563 0622 eða 894 6519.