11.8.2004

Forseti Alþingis í opinberri heimsókn í Kaliforníu 12.-19. ágúst

Halldór Blöndal, forseti Alþingis, og eiginkona hans, Kristrún Eymundsdóttir, munu heimsækja Kaliforníu dagana 12.-19. ágúst í boði efri deildar fylkisþings Kaliforníu. Með þeim í för verða Guðmundur Árni Stefánsson og Gunnar Birgisson, ásamt mökum og starfsmanni Alþingis.
 
Sendinefndin mun heimsækja Monterey, San Fransisco og höfuðborgina Sacramento. Rætt verður við forseta fylkisþingsins og ýmsa fylkisþingmenn. Þess má geta að einn þeirra er af íslenskum ættum. Sendinefndin mun einnig hitta sérfræðinga og embættismenn á sviði sjávarútvegs og hafrannsókna, almannavarna, menntamála og orkumála, auk aðila úr viðskiptalífinu.
 
Nánari upplýsingar um heimsóknina fást hjá alþjóðasviði Alþingis í síma 563 0738 og almannatengsladeild í síma 563 0622 og 894 6519.