10.11.2004

Forseti Alþingis í opinberri heimsókn í Japan 11.- 16. nóvember 2004

Halldór Blöndal, forseti Alþingis, mun heimsækja Japan 11.- 16. nóvember í boði forseta efri deildar japanska þingsins. Með þingforseta í för verður eiginkona hans, Kristrún Eymundsdóttir, og þingmennirnir Arnbjörg Sveinsdóttir, Guðjón A. Kristjánsson, Jóhann Ársælsson og Steingrímur J. Sigfússon ásamt forstöðumanni alþjóðasviðs skrifstofu Alþingis.
 
Sendinefndin mun heimsækja Tokyo og Kyoto. Rætt verður við forseta efri og neðri deildar japanska þingsins, ráðherra og þingmenn. Forseti Alþingis og eiginkona hans munu jafnframt hitta japönsku keisarahjónin.
 
Nánari upplýsingar um heimsóknina fást hjá alþjóðasviði Alþingis í síma 563 0738 og almannatengsladeild í síma 894 6519.