28.4.2005

Forseti Alþingis í opinberri heimsókn í Danmörku 28.-29. apríl 2005

Halldór Blöndal, forseti Alþingis, heimsækir Danmörku 28.-29. apríl í boði forseta danska þingsins ásamt eiginkonu sinni Kristrúnu Eymundsdóttur. Með þingforseta í för verða Guðmundur Árni Stefánsson, 1. varaforseti, Einar K. Guðfinnsson, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, Hjálmar Árnason, formaður þingflokks framsóknarmanna, og Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis.

Sendinefndin mun meðal annars eiga fundi með forsætisnefnd danska þingsins, Evrópunefnd þingsins, umhverfisráðherra og menntamálaráðherra.

Forseti Alþingis mun í framhaldi af heimsókninni sækja árlegan fund þingforseta Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna sem haldinn er á Fjóni 2.-4. maí nk. Skrifstofustjórar þinganna sækja einnig fundinn.

Nánari upplýsingar um heimsóknina fást hjá almannatengsladeild í síma 563 0622 eða á alþjóðasviði í síma 563 0750.