14.3.2006

Forseti Alþingis í opinberri heimsókn í Ungverjalandi 15.-18. mars 2006

Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, heimsækir Ungverjaland 15.-18. mars í boði forseta ungverska þingsins. Forseti þingsins endurgeldur með för sinni heimsókn ungverska þingforsetans til Íslands árið 2004. Með þingforseta í för eru eiginmaður hennar, Kristinn Björnsson, og þingmennirnir Margrét Frímannsdóttir, Magnús Stefánsson og Einar Oddur Kristjánsson, ásamt forstöðumanni alþjóðasviðs.
 
Sendinefndin á meðal annars fundi með forseta ungverska þingsins og ýmsum þingmönnum þess. Þá ræðir sendinefndin við forseta Ungverjalands, utanríkisráðherra og ráðherra í forsætisráðuneyti Ungverjalands. Sendinefndin heimsækir tvær borgir í nágrenni Búdapest og hittir borgaryfirvöld.