25.6.2007

Þriðji árlegi fundur Evrópuráðsþingsins í Strassborg dagana 25.-29. júní 2007

Þriðji árlegi fundur Evrópuráðsþingsins verður haldinn í Strassborg dagana 25.-29. júní. Fundinn sækir Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins, Guðfinna S. Bjarnadóttir formaður, Ellert B. Schram varaformaður og Steingrímur J. Sigfússon auk Magneu Marinósdóttur, ritara Íslandsdeildar.
Helsta mál fundarins verður skýrsla svissneska þingmannsins Dicks Martys um leynilegt gæsluvarðhald bandarískra stjórnvalda á meintum hryðjuverkamönnum í Póllandi og Rúmeníu, tveimur aðildarríkjum Evrópuráðsins, en skýrsla þingmannsins um meint fangaflug bandarískra stjórnvalda í lofthelgi aðildarríkja Evrópuráðsins komst í hámæli á sínum tíma. Í tengslum við umræðuna um skýrslu þingmannsins mun forseti þingsins, René van der Linden, veita mannréttindasamtökunum Human Rights Watch sérstaka viðurkenningu fyrir vinnu sínu í þágu þess að lyfta hulunni af meintu leynilegu gæsluvarðhaldi og fangaflutningum. Auk þess verður haldinn þemafundur um samræður milli mismunandi menningar- og trúarbragðaheima.