9.10.2007

Forseti Alþingis flytur ávarp á 53. ársfundi NATO-þingsins

Forseti Alþingis, Sturla Böðvarsson, flutti í dag, 9. október, ávarp við upphaf þingfundar á lokadegi 53. ársfundar NATO-þingsins, en síðustu daga hafa nefndir þingsins verið að störfum. Þetta er í fyrsta skipti sem NATO-þingið heldur ársfund sinn á Íslandi og var fundurinn sóttur af um 700 manns og þar af um 340 þingmönnum frá þeim þjóðþingum sem aðild eiga að NATO-þinginu.
Í ávarpi sínu fjallaði forseti Alþingis m.a. um það hversu alþjóðlegt samstarf verður sífellt fyrirferðarmeira í störfum alþingismanna og að þjóðþingin hafi aðlagað sig þeim breytingum. Þá vék hann einnig að því hvernig breytingar sem orðið hafa í öryggis og varnarmálum landsins endurspeglast í störfum Alþingis. 

Texti ávarps forseta Alþingis á ensku