12.4.2008

118. þing Alþjóðaþingmannasambandsins í Suður-Afríku 12. til 18. apríl 2008

118. þing Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU) fer fram í Höfðaborg í Suður-Afríku dagana 12. til 18. apríl 2008. Fundinn sækja alþingismennirnir Ásta Möller, formaður Íslandsdeildar, Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Íslandsdeildar, og Þuríður Backman. Helstu mál þingsins verða m.a. þróunaraðstoð, mansal og mannréttindi, konur og fjölmiðlar og heilsa ungbarna og mæðra. Enn fremur fer fram umræða um baráttuna gegn fátækt í heiminum.