23.5.2008

Forseti Alþingis ávarpar fund forseta þjóðþinga Evrópuráðsríkja í Strassborg

Fundur forseta þjóðþinga Evrópuráðsríkja stendur yfir í Strassborg dagana 22.-23. maí 2008. Umræðuefni síðari fundardaginn var m.a. hvernig þjóðþingin geta unnið að framgangi lýðræðis. Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, tók þátt í umræðum og gerði m.a. að umfjöllunarefni sínu samskipti löggjafarvalds og framkvæmdarvalds.
 
Í ávarpi sínu fjallaði forseti Alþingis um hið mikilvæga eftirlitshlutverk þjóðþinga og að kjörnir fulltrúar þess hefðu lýðræðislegt umboð og skyldu til að veita framkvæmdarvaldinu aðhald. Lagði forseti Alþingis sérstaka áherslu á hlutverk stjórnarandstöðunnar og að starfsaðstæður og starfskjör þingmanna yrðu að vera viðunandi til að styrkja þjóðþingin og mikilvæg hlutverk þeirra.

Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, flytur ræðu á fundi forseta þjóðþinga Evrópuráðsins