25.7.2009

Utanríkisráðherra Litháens heimsækir Alþingi

Utanríkisráðherra Litháens, hr. Vygaudas Usackas, átti fund með formanni og varaformanni utanríkismálanefndar, Árna Þór Sigurðssyni og Valgerði Bjarnadóttur, 25. júlí í Alþingishúsinu.
 
Á fundinum greindi utanríkisráðherra Litháens meðal annars frá stuðningi þarlendra stjórnvalda við aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu sem undirstrikaður var með sérstakri ályktun þings Litháens sem samþykkt var 23. júlí þar sem skorað er á þjóðþing og ríkisstjórnir Evrópusambandsríkjanna að styðja aðildarumsókn Íslands. Þá gerði ráðherrann einnig grein fyrir því hvernig Litháen hefði staðið að aðildarviðræðum við Evrópusambandið á sínum tíma. Að fundi loknum skoðaði ráðherrann Alþingishúsið.